Máni - 18.09.1880, Side 4
7
M Á N I.
8
(A3sent).
Alþingiskosumgin i Reykjavik 1880.
f>á er búið að kjósa til alþingis í höí'-
uðstað landsins, og margir af landsmönnum
munu undrast stórlega, þegar þeir heyra, að
hinn gamli apturhaldsmaður Halldór Kr.
Friðriksson hlaut aptur kosningu. J>etta
mega menn samt ekki taka, sem ótvílugt
merki upp á það, hversu menn séu almennt
ánægðir með þingmanninn, heidur var aðai
orsökin sú, að enginn bauð sig til þings,
nema prentstofueigandi Einar pórðarson,
sem fiestum mun hafa þótt óreyndur í þeim
störfum; þó skal geta þess, að hann bauð
kjósendum á almennan fund á undan kjör-
degínum, og lét þar ,í Ijósi skoðanir sínar á
ýmsum landsmálum, sem allar voru í frjáls-
lega stefnu. |>etta hefir Halldór aldrei gjört,
því í rauninni er hann bókstafsins maður,
sem þykist geta þvegið hendur sínar, gagn-
vart kjósendum sínum, með þvf, að hann
brjóti ekki á móti stjórnarskránni, þar sein
í henni standi þessi orð:
«Alþingismenn eru eingðngu bundnir við
«sannfæríngu sína, og eigi við neinar regl-
«ur frá kjósendum sínum».
En hann gleymir því, sá góði maður, að
enginn frjálslyndur þingmaður dirfist þannig
að ganga fram hjá sínum kjósendum, og
bjóða þeim aldrei á fund, það er líka auðséð
á þessum orðum stjórnarskráarinnar, að þau
eru mjög eintrjáningsleg, sem ásamt fleiri
stór-göllum þyrfti sem fyrst að breyta. þ>ó
Halldór fengi flestöll atkvæði á kjörfundin-
um hinn 1. sept.; þá ber þess vel að gæta,
að af 230 kjósendum fékk hann einungis 80
atkvæði, því allir hinir sóttu ekki fundinn;
var aðal orsökin sú, að margir vildu með
engu móti kjósa Halldór.
Um hádegi byrjaði kjörfundurinn, í þing-
sal bæjarins. í kjörstjórninni voru þessir 3
belglærðu lðgvitringar, bæjarfógeti E. Th.
Jónassen, assesor M. Stephensen og landfó-
geti Árni Thorsteinsson. Áöur en farið var
að kjósa, héldu bæði þingmannaefnin stutta
ræðu, og var hið helsta efni í ræðu Hall-
dórs, «að hahn vonaðist eptir, að hinir
heiðruðu kjósendur Reykjavíkurbæjar viður-
kendu það, að hann hefði jafnan fylgt
sannfæringu sinni, og að hann efað-
ist ekki um, að það væri allra þeirra ósk,
að hann gjðrði slíkt>>. |>að dettur víst eng-
um í hug, að neyta því, að þingmaður Reyk-
víkinga hefir talað satt, enn á slíkri ræðu
er ekki að græða fyrir kjósendurna. þ>að
virðist vera Ijóst hverjum manni, að það
nægir ekki að lofa kjósendum sínum, áður
en maður kemur á þing, að maður skuli ein-
ungis fara eptir sannfæringu sinni, því sú
hin sama sannfæring getur verið mjög
ófrjálsleg, og væri betur að kjósendurnir
vissu eitthvað um hana, áður en þeir sendu
þingmannsefnið á þing. Hvað stoðar sann-
færing hans í fleiri mikilsvarðandi málefnum
á seinasta þingi? f>eir sem vilja kynna sér
það, ættu nú þegar að lesa þingtíðindin.
jpegar þingmaður Reykvíkinga hafði endað
þessa mjög léttvægu ræðu, baðst verslun-
maður |>orlákur Ó. Johnson um orðið, og
kvaðst vilja gjöra nokkrar athugasemdir við
ræðu Halldórs. Sagði þá bæjarfógeti E. Th.
Jónassen, sem var oddviti kjörstjórnarinnar,
að hann gæti eigi leyft fundarmanninum
orðið, nema því að eins, að hann framsetti
ræðu sína í spursmálum, kvaðst hann hafa
einhvern lagabókstaf fyrir því, en hvar sá
lagabókstafur er, væri fróðlegt að vita? í
lögum um kosningar til alþingis, sem lesa
má í stjórnartíðindunum stendur, þannig
prentað í 31. gr.:
«Kjósendur þeir, sem eru á fundi, og
«standa þar við meðmæling sína, eiga
«rétt á að taka til máls, og hið sama
«er um þau þingmannaefni, sem boðnir
«eru fram til kosningam.
Hvar stendur, að meðmælandi sé skyldugur
á kjörfundinum að framsetja ræðu sína í
spursmálum? Og hvað verður nú úr visku
bæjarfógetans ? Slíkur pólitiskur uppþemb-
ingur á frjálsum mannfundi gjörir þann
hlægilegan, sem kemur með slíkt, svo hann
hlýtur að standa þar eins og pólitiskur við-
vaningur, sem ekki veit hvar hann er gagn-
vart frjálsum mönnum; er það sannarlega
sorglegt, að þurfa að hafa slíka pilta sem
oddvita á kjörfundum. Hvað skal þá segja