Máni - 18.09.1880, Qupperneq 5

Máni - 18.09.1880, Qupperneq 5
9 M Á N I. 10 um kjörskjórnina í heild sinni; enginn af þeim stuðlaði til þess, að almennu málfrelsi væri borgið — það var máske ekki við því að búast af þeim, báðum konungkjörnum. Hvað Halldóri viðvék, þá leit svo út, sem hann væri vel ánægður með þessi úrslit bæjarfó- getans, þar hann ails ekki krafðist þess, að J>orlákur Ó. Johnson mætti fá orðið skil- yrðalaust, hann vildi helst, að enginn fengi leyfi til að segja eitt orð um ræðu sína. Af þessu geta menn samt lært, að varlega skyldu hinir nýju þingmenn kjósa hann til forseta á næsta þingi, þó hann biðist, því þá er mjög hætt við, að málfrelsinu væri sú hætta búin, sem hvorki sæmdi þjóð eða þingi. — Hvernig sem mðrgu öðru viðvíkur í höfuðstaðnum, þá sjá menn þó, að þar er onn þá prentfrelsi. Verslunin og almennt vöruverð í Rvík. Ef vér eigum að minnast á verslunina hér í höfuðstaðnum, þá getum vér eigi sagt hana alls kostar góða, og eigi' heldur sem versta; vér höfum heyrt suma bændur tala sín á millum að verslunin væri hvergi orðin verri en hér í Reykjavík; en brennur nú eigi víðast við, að bændur segi verslunina versta í þeim staðnum þar sem þeir höndla og er það líklega aprottið af því, að þeir þekkja þar betur til, en verslunin er all- staðar fremur bág. Bændum hlýtur að virð- ast sem kaupmenn mundu geta gefið betur fyrir vöru, en þeir gjöra t. d, saltfiskinn, er þeir borga hér fluttan heim til þeirra í versl- unarhúsin að öllu sem vandaðastan, jafnt og suður á Vogavík eða upp á fíorgarjiröi, ef til vill miður vandaðan, og sækja hann þangað sjálfir; það sjá þó allir, að minni kostnaður liggur á þeirri vöru, sem bændur færa kaupmönnum heirn, en þeirri, sem kaupmenn verða að sækja til bænda, og að það er órétt að gjöra eigi greinarmun á því með verð. Ef vér berum nú satnan verslunina við það sem hún var fyrir 20 árum, 1860, þá vitum vér hana hvergi betri nú, heldur mun lakari; þá var næstum öll útlend vara ódýrari, saltfiskur eins, ullin lík, | tólkur dýrari. Litlu hyggjum vér muni við hverja kaupmenn höndlað sé hér í Rvík; annars hyggjum vér að best muni vera að versla fyrir peninga við S m i d t s og T h o m- sens verslanir, aptur heyrum vér miður látið af að versla þar fyrir aðrar vörur. Eigi vitum vér með vissu hvar vörur séu bestar, því það mun vera nokkuð svipað hjá öllum, en heyrt höfum vér bændur segja, að kornvara muni vera best hjá Unbe- hagen factor við Siemsens verslun og Jo- hannessen, factor við norsku verslunina, en hjá þeim er matur nokkuð dýr. í 12. tölubl. Mána 93 dálki gátum vér verðs á helstu vörum eins og það var um iestirnar og mun víðast vera enn á útlendri vöru, innlend vara hækkar víst ekki hjá þeim blessuðum, þegar þessi tímar eru komnir. Vér setjum hór verð á vörum eins og það var í Rvík 1860 til að sýna mismuninn við það sem nú er, þá var rúgur 8—8Va (16— 17 kr., nú 24 kr.); bankabygg 10‘/a rd. (21 kr., nú 32—36 kr.); mjöl 8—9 rd. (16—18 kr., nú 24 kr.); kaffi 28—32 sk. (56—57 a., nú 90 a.); steinsykur 16—20 sk. (33—41 a., nú 50 a.); hvítasykur 19 sk. (39 a., nú 45 a.); púðursykur 16 sk. (30 a., nú 35— 40 a.); brennivín 16—18 sk. (33—37 a., nú 90 a.—1 kr.); hveitimjöl og hrísingur var í líku verði þá og nú, neftóbak nál. 50 aurum ódýrara, og munntóbak 75 aurum ódýrara Af þessu má sjá, að talsveröur munur er nú á verði á vörum í samanburði við það sem verðið var fyrir 20 árum, en ýms- ar geta orsakir orðið til þess, að eigi verði jafnt verð ár eptir ár, þar eð gangverð allt hlýtur að vera takmarkað við árferðið. Vér gátum þess í 12. tölubl. «Mána» að U n- behagen factor hafi fyrstur gefið 40 kr. fyrir saltfiskinn í vor, hann gaf einnig þá fyrir gotutunnu 21 kr. eða jafnt og hann seldi rúg; aðrir gáfu eigi nema 16 kr. fyrir gotu. Kornvara er nú vegin og aðalverð miðað við 200 pd.; mjölsekkir vega hjá fiestum 192 pd, og kosta 24 kr. hjá S m i d t, Thomsen og Jóni Pálssyni factorfyrir Hlutaveltufélaginu vega þeir 200 pd. og er

x

Máni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Máni
https://timarit.is/publication/111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.