Máni - 18.10.1881, Blaðsíða 1

Máni - 18.10.1881, Blaðsíða 1
I A N I. BO.-Bl. (18.-19.) Reykjayík, 18. olctólber. 1881. J)að lítur svo út, sem Máni hafi ætlað að svíkja yður í tryg'g'ðum, kaupendur góðir, þar sem hann aldrei hefir komið fyrir sjónir yðar um hásumarið, en það heflr alls eigi verið ásetningur hans, að bregðast yður svo, heldur hafa því ollað hinar miklu annir og óstöðvandi rás úr lindum vísindanna, er streymt hafa að prentstofu Einars f>órðarsonar í sumar. En nú kemur Máni loksins fyrir sjónir yðar, með ágrip af því helzta er borið hefir við hér í sumar annað en það, er stjórnarstörf snertir, og vonum vér, að þér misvirðið eigi, þótt hann um stund hafi brugðist að heimsækja yður. Bókafregn. Ut hafa komið í ár hinar vanalegu bækur frá þjóðvinafélaginu, nl. Andvari j.kr og Almanak fyrir árið 1882. Auk þess fylgir félagsbókum þessa árs lýsing íslands eptir þorvald kennara Thoroddsen. Allar kosta þær til samans 3 kr. í andvara er I. æfisaga Jóns heitins Gnðmundssonar ritstj. jpjóðólfs, og er mynd framan við heldur góð, og miklu betri að sínu leyti en myndin af Jóni Sigurðssyni, sem fylgdi Andvara í fyrra, því að slíkt var ómynd, en engin mynd af Jóni og ó- líkt honum. Síra J'orvaldur Bjarnarson hefir samið æfisöguna og er hún ljós og vel rituð. En eitt er það, sem á vantar og það er, að hvergi er getið barna Jóns heitins og Hólmfríðar konu hans, en það er nauðsynlegt fyrir ættfræðina, að þess- konar fyigi hverri æfisögu. II. Um ráð- gjafaáhyrgðarlög, vel samin grein eptir Jón Olafsson alþingismann. III. Um nokkrar greinir sveitamálefna, eptir séra Arnljót Olafsson, og er vel rituð eins og við er að búast úr þeirri átt. IIII. Um Tilræðið, snúið úr dönsku af 11+8. (Niðurlag). Hann fór til ráðhússins, til þess að hleypa sjálfur Hermanni út úr dýflissunni. Honum þótti hyggilegt, að gjöra hann ekki að svörnum óvini sínum, heldur friðmælast við hann. J>egar Her- mann var leiddur inn í dómsalinn og yfir- dómarinn sagði honum, að þetta væri misskilningur, mælti Hermann: ,. J>að var heppilegt að það stóð ekki lengur á þessu, því jeg gat ekki sofnað í dýfiissunni“. — „Eg vona að þér fellið eigi harðan dóm yfir mér fyrir þetta“, sagði yfirdómarinn, „því þér hafið sjálfir séð myndina“. Og fari það kolað, yður hefir farist eins og svo algengt er hjá yfirvöldunum hérna Fröken Körner hefir annars sagt yður frá því, svo að þér vitið það, að eg í raun- inni er enginn socíal-demokrat“. „Já, það 137 veit eg“, sagði yfirdómarinn og brosti. „Mjer þætti mjög vænt um“, sagði Her^ mann „ef þér segðuð eigi neinum frá því, er fröken Körner talaði um í dag, er þér yfirheyrðuð hana, það gæti orðið leiðin- legt fyrir hana, ef það bærist út meðal almennings, að hún hefði leikið á mig“. „Eg lofa yður því að þegja“, sagði hinn, — með sjálfum sér hugsaði hann: J>ar gjörðirðu fröken Körner greiða, hún met- ur það við þig seinna. í sama bili kemur vagn að ráðhúsinu. Majór Körner hjálpaði heldur feitri konu út úr honum og þau gengu bæði upp riðið, og þjónn vísaði þeim inn í dómsalinn. „Herra yfirdómari“, mælti majórinn, „við komum heim til yðar og fréttum þar, að þér hefðuð gengið hingað. Eg kom með frú Edlich, hún ætlar . . . . “. — „Hermann“, kallaði frúin, þegar hún 138

x

Máni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Máni
https://timarit.is/publication/111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.