Máni - 18.10.1881, Blaðsíða 6
147
MÁNI.
148
og minna til fjalla, mest hinn 15. s. m.
í ágúst var hagstæð veðurátta, en sjaldn-
ast var hitinn meiri en 8—io°, og altaf
sífeld kuldaskerpa í loptinu. Nýting var
góð á heyskap, en aptur grasleysi á tún-
um og harðvelli, en sumstaðar betra á
votenginu, má sumar þetta teljast með
hinum bágustu grasleysisárum er nokk-
urn tíma komið hefir.
Með september brá til votvíðra og
sunnanstorma, með kalsaveðuráttu og snjó-
hreti til fjalla, er haldist hefir við fram
að þessum tíma, hafá votviðrin gengið úr
hófi 3- síðustu vikurnar, svo haustannir
hafa farist fyrir.
Fiskiafli var nær enginn í sumar við
Faxaflóa, en nú er fiskur kominn, ef hans
yrði sætt og gæftir leyfðu.
Fé reynist rýrt á mör, en betra á
hold. Heilsufar hefir mátt heita allgott,
þó hefir stungið sér niður bólguveiki, og
taugaveiki í Skaptafellssýslu, en eigi
mannskæð.
Að vestan hefir frétzt, kominn góður
fiskiafli á ísafirði, og síldarafli mikill á
Eyjafirði, svo Norðmenn koma honum
eigi í lóg.
— Með enska hestaskipinu „Camoens“
fóru 8. júlí, hinir mormónsku klerkar frá
Utha, er verið höfðu hér til mannveiða,
og fóru með þeim milli 20—30 sálir, er
þeir höfðu flestar veitt út á villustigu
mormónskunnar til söltunar í Utha1.
Vináttu-kveðja til Ámeríkumanna.
Hið amerikanska herskip „Alliance“,
sem kom hingað 'í sumar, og fór síðan í
norðurhöf, til þess að leita eptir hinu tap-
aða ameríkanska skipi, áem hafði farið
frá Ameríku fyrir tveimur árum síðan til
þess að reyna að finna norðurleiðina í
gegnum norðuríshafið, kom hér um dag-
inn, og var hér nokkra daga, til þess að
1) Klerkar þessir kölluðu sig salt jarðar, líkt og
Kristur kallaði postulana.
kaupa kol til heimferðar. — þ>essir menn
höfðu leitað vel og vandlega í allt sumar
og farið allt að skör ísins, en urðu einsk-
is varir—Allir yfirmennirnir á ákipi þessu,
eins og aðrir sem á því voru (175 að tölu
í allt) komu hér einkar kurteislega og
vel fram, eins og frjálsum og frískum
drengjum sæmir, enda mátti sjá á þeim,
að þeir voru uppaldir í þeim skóla, þar
sem mannfrelsi og jafnrétti er hvorki fót-
um troðið né fyrirlitið, á þeim sást ekki
þessi einkennilegi embættissvipur, sem
opt er samfara gömlum kúgunaranda og
kveifarskap, og sem vanalega- einkennist
með borðalögðum húfum og hálf lurvuleg-
um einkennisfötum. Áður en þeir fóru,
komu nokkrir bæjarmenn saman og nokkr-
ir ferðamenu aðkomandi í Rvík á Hótel
Alexandra, til þess að kveðja þá vinar-
kveðju. Söng félagið „Harpa“ undir for-
ustu herra Jónasar Helgasonar þeim til
skemmtunar mörg falleg lög, gáfu þeir
að því góðan róm, og voru hinir kát-
ustu. Kaupmaður jþorlákur O. Johnsson
mælti á ensku fyrir þeirra skál, og minnt-
ist þess, að hann.óskaði, að þessi heim-
sókn þeirra til íslands yrði til þess, að
frekari viðskipti og vinátta yrði á milli
Ameríku og Islands. Hann bað þá bera
vinakveðju heim til sín, og þar með ósk-
aði hann þess, að þeir vildu. láta í ljósi
innilega hluttekningu allra Islendinga
yfir dauða forseta Garfields1. Fyrir þessa
skál þakkaði einn af yfimönnum með
nokkrum heitum og innilegum orðum.
Skáldið Steingrímur Thorsteinsson mælti
fallegt og snjallt erindi fyrir íslands skál;
og kvað það helga skyldu fyrir sérhvern
Islending, að offra öllu hinu bezta fyrir
sína fósturjörð. Fyrir minni söngfélags-
ins mælti kaupm. J>orl. Johnson, og minnt-
ist, hversu ötullega að herra organisti
Jónas Helgason hefði vakið sönglegan
I) Forseta Garfield var veitt banatilræði í sumar eins
. og kunnugt er, og dó hann nýlega af þvi.