Fjallkonan - 09.07.1887, Blaðsíða 3
FJALLKONAN.
76
orðið að víkja fyrir Englendingum og Þjóðverjum
og hefir sú breyting orðið á tæpum 100 árum; nú
eru skrautlegar og auðugar verzlunarborgir þar
sem áðr vóru ógagnfærilegir skógar, og farandi og
komandi kaupskipaflotar þekja vogi og vikr, þar
sem áðr sást ekki nema strjálingr af hinum hol- {
uðu eintrjáningsbátum villimannanna. Það er þeg-
ar langt síðan, að Evrópumönnum þótti fara að
þrengjast í sinni litlu heimsálfu Þessu veldr eigi
að eins offjöldi fólksins, heldr er það einnig ofr-
magn auðs og dugnaðar, sem leitar í tjarlægðina
og sækist eftir frumfrjóvum jarðvegi til ræktunar
og afnota, af því það kemr sér ekki við til arðvæn-
legra framkvæmda heima fyrir. 011 hin miklu
framlög, bæði í í'é og fjörvi, sem nýlendur Evrópu-
manna hafa krafið og krefja enn í dag, eru þó
næsta léttvæg í samanburði við hina miklu hags-
muni, sem Evrópa hefir þar með unnið. Það má
fulljTða, að engin þjóð hefir fremr enn Spán-
verjar komizt að keyptu, hvað nýlendugerð og land-
vinningar snertir, enn hins ber að gæta, að Spánn
hefir þar með fyrirbúið þjóðerni sínu og tungu-
máli íeikna svæði fyrir handan Atlantshaf og óút-
reiknanlega framtíð.
Eitt af hinum merkustu tímateiknum samaldar
vorrar er hið mikla nýlendukapp Evrópuþjóða; það
hefir leitt Frakka til Tonkin, Þjóðverja til Vestr-
og Austr-Afriku og inn í eyjakerfi Astraliu, enn
Itali til vestrstvanda Rauðahafs. Enn það, sem
kappi þessu veldr. er eigi svo mjög metnaðargirni
stjórnanna; það er öllu fremr óskýr þörf og löng-
un þjóðanna sjálfra, löngun eftir að efla vald sitt,
auka velmegun sína og afla sér nýrra heimkynna,
þegar svo mjög tekr að kreppa að þeini í hinum
gömlu sakir sívaxandi fólksfjölgunar. Óværðmanna
og farfýsi eykst enn fremr að sama skapi og sam-
göngurníw fjölga og hægra er að flytja sig, og gripr
þetta meira og meira um sig í öllum stéttum þjóð-
félaganna. Fyrst vóru það ferðamennirnir, sem
knúðir af rannsóknarlöngun greiddu sér brautir
inn í miðbik „hinnar svörtu heimsálfu“, Living-
stone, Stanley, Schweinfurth og Nachtigal; svo
hafa á eftir þeim komið kaupmenn og nýbýlingar.
Þar sem fyrst vóru ekki nema faktors-verzlunar-
hús eru nú borgir, og þar sem fyrst vóru að eins
tilrauna reitir, þar eru nú viðáttumikil plöntunar-
svæði. A nýlendugerð Frakka og Itala erherskip-
unarlegr bragr, og ríkistilhlutunin ber þar yfirborð-
ið, enn Englendingar og Þjóðverjar láta að mestu
leyti vogun, þrautgæði og auðmegn einstakliug-
anna hafa veg og vanda af slíkum fyrirtækjum. I
Ameríku og Asíu er nú ekkert eftir ónumið, Ind-
land er á valdi Englendinga, Rússar ráða yfir Sí-
beríu og hinum viðu flákum milli Kaspíahafs og
Aralvatns alt að Herat og Samarkand, og leitast !
við að færa þangað evrópska verzlun og siðmenn-
ingu. eftir því sem þeir standa að vígi með það
hvorttveggja, og setja þar rússneskar nýlendur
hverja af annari. Kína er svo afar fjölbygt, að
Evrópuþjóðum er varnað innflutnings, og alt til
þessa hefir framsókn Evrópumentunarinnar strand- i
að þar á rígföstu þjóðskipulagi Kínverja og stein-
gjörvingslegu þróunarleysi eldgamallar landsvenju.
Enn ætli svo verði ávalt? Hver veit nema Kina
eigi þess dags skamt að bíða, að „villumennirnir
hvitu“ setjist á himinsona hástólinn eins og þeir
hafa tylt sér á hástól Montezúma og stórmógúls-
ins í Delhi. „Yillumennirnir hvítu“ hafa þá sam-
herja, sem enda eru öflugri fenn hervopnin, og það
eru uppfundningar þeirra, járnbrautirnar, gufuskip-
in, málþræðirnir og rafljósið; það eru eiginlega hin
ómótstæðilegu hjálparmeðul hinnar evrópsku ný-
lendugerðar. Þar sem þau liafa einu sinni ráðið
sig heima, þar má eiga fyrir víst að Evrópa muni
bera sigrinn úr býtum.
Fyrst og fremst beinist atorka Evrópu að land-
námum í Afríku. Það kann að virðast undarlegt.
í fyrsta áliti, að sú heimsálfa, sem liggr vorri álfu
svo nálægt, skuli ekki hafa dregizt inn fyrir verka-
hring vorn fyrr enn þetta. Enn það er aðgætandi
að norðrjaðar Afríku var áðr varinn af íbúunum með
hinni mestu hreysti, enn öll viðleitni til að þrengja
sér inn á innsvæði álfunnar mætti fyrirstöðu þar
sem frumskógarnir vóru og banvæni loftslagsins.
I Ameríku fann fyrirtækja hugriun land sem borg-
aði sig betr, ríkulegri ábata og greiðari aðgöngu
að taka sér bólfestu. Það þurfti hin íþróttlegu
meðul og vald það yfir náttúrunni, sem vorir tim-
ar hafa, til að ráðast. i baráttuna við landsásig-
komulag og loftslag Afriku; það var þetta siðar-
nefnda sem hingað til hafði varið hana og það
miklu betr enn voldugustu riki mundu hafa get-
að gert með hersveitum hraustustu svertingja. Nú
er unnin aðganga að Afriku frá öllum hliðum, og
þótt einstaka mönnum hlekkist á og einstök fyr-
irtæki mishepnist, þá mun samt ekkert geta hindr-
að framsókn Evrópumanna til nýlendugerðar i A-
fríku. Hér er ofrnægð ónuminna landa og frjó-
leikr náttúrunnar í almætti sinu. Það vitum \ ér
af sögunni, að fram að lokum vestr-rómverska keis-
aradæmisins og alt til innrásar Yandala, þótti Norðr-
Afríka vera eitthvert auðugasta skattland ríkisins
og Egyptaland var kallað kornforðabúr Italíu. Þeg-
ar mýrarnar i fljótsdölunum verða uppþurkaðar og
jarðvegrinn fær rétta ræktunar meðferð, þá mun
loftslagið smámsaman hætta að vera eins hættulegt
fyrir heilsu Evrópumanna. Ekkert ríki er þar sem
mundi geta veitt framsókn vorri nokkura mótstöðu
að marki; enda Marokkó á sitt pólitiska sjálfstæði
einungis kappríg þeim að þakka. sem á sér stað
milli Frakklands, Englands og Spánar út af landi
þessu. Enn hinar fjölskiftu svertingjaþjóðir, sem
jafnaðarlega eiga í höggi hver við aðra, munu hvað
af hverju bugast af siðmenningu Evrópuþjóða og
munu þær geta tekið breytingu og framför í sið-
um, háttum og skoðunum, Jrvi heldr sem menning
þeirra er á fyrsta reki og í hreyfingu, enn ekki
höfnuð í neinskonar fullkomnun og jafnframt kyr-
stöðu eins og liin kínverska og indverska. Reynd-
ar eru deilur Englendinga, Þjóðverja, Frakka og
Portúgalsmanna um takmörk landeignanna og um-
ráðanna til nokkurrar fyrirstöðu enn, að hinu mikla,
sameiginlega verki megi framgengt verða, enn þeg-
ar þær deilur eru jafnaðar, þá mun Afríka jafn-
harðan taka að þróast og eflast fyrir evrópska menn-
ingu og nýlendugerð; þetta er eitt af hinum miklu
verkefhum, sem nítjánda öldin eftir skilr öld-
inni sem i hönd fer.
Búnaðr oíí laiulsstjiírn. í greiu með þessari fyrirsögn, er
nýlega stóð í „Fjallk.“ og rituð er af Magnúsi Jónssyni, er íar-
ið fram á, að spara ölmusur, eftirlaun og styrktarfé. Höf. vill
afnema með öllti öhnnsur liamla embættismaniiaetnum ineðan
nógir fái.st í embættiu. Enn svo er uui þetta, sem margt ann-
að, að liótið er bezt, og varla mumli það reynast vel, að öl-
musurnar við lærða skólann væri af teknar. Et Jiað væri gert,
þá væri um leið loku fyrir skotið, að aðrir gætu gengið á skól-
ann enn einbættisuianua synir og auðinauna, og yröi það þá
nærri eingöngu Reykvíkingar, er létu souu sína gauga einbætt-
isveginn. Með þessu móti fengi landið líklega samhentari em-
bættismannastétt, og væri þetta bezta ráðið til að koma upp
nokkurs konar embættisaðli í landinu. Enn efnilegum piltutn
fátækum yrði ókleyft að ganga á skólann, og andlegir hæfileik-
ar þeirra kæmi þannig að engu fiði. Annað mál er það að öl-
musum við lærða skólann væri fækkað, og innndi óhætt að