Fjallkonan - 31.01.1888, Síða 2
10
FJALLKONAN.
31. jan. 1888.
ÞJOÐ ERNIÐ.
Bftir Piil llrieni.
Hr. ritstjóri! Mig langar til að biðja yðr, að
ljá þessum línum rúm í blaði yðar. Eg var í kveld
að lesa blað yðar, og þar á meðal niðrlagið úr fyr-
irlestri Hannesar Hafsteins um „Hnignun íslensks
skáldskapar“, og þótti mér þá svo margt í því
mótmælavert, sem hann segir um „hina afdregnu
hugmynd: þjóð“, að ég get ekki orða bundist.
„Yor tími er tími hinna verklegu framfara,
gufunnar, rafmagnsins og rannsóknarinnar stolti
tími. Það þarf að komast eftir meinum manna,
mannfélagsmeinunum, sem standa einstaklingunum
fyrir þrifum, svo að þau geti orðið læknuð“. Þessi
orð Hannesar eru alveg rétt. Enn þetta stendr
eigi andvígt fóstrlandi, þjóðerni og þjóð. Nei, þvert
á móti, því að einmitt þetta hefir hafið hugmynd-
ina þjóðerni og þjóð á miklu fegurra og háleitara
stig enn áðr. Það er eins og Hannes sjálfr segir,
„ekki nóg til þess að fullnægja tímans kröfu, að
drekka skál fyrir sinni ástkæru fóstrmold, það er
ekki nóg að tala um framfarir, án þess að tilgreina,
hverjar þær eiga að vera", og ég vil bæta þvívið:
án þess að gera neitt. Þetta bendir einmitt á, að
það er ekki þjóðernið, sem er dottið úr hásætinu,
heldr mun Hannes Hafstein, þegar hann talar um,
að hugmyndirnar um þjóð, þjóðerni og fóstrland
séu dauðar hugmyndir, er ekki hafi líf eða sögu-
legan rétt lengr, eiga við sérstaka skoðun á hug-
myndinni þjóð, og mun það vera sú skoðun, sem
hefir áðr ríkt sumstaðar, að þjóðin væri sérstök
vera, óháð einstaklingnum, sem hefði sitt líf, með-
vitundarlítið líf, er stæði mitt á milli hins alveg
meðvitundarlausa náttúrulífs og lifs 'hins einstaka
manns, sem hefir fulla meðvitund. Tungumálin
vóru ekki verk neins einstaklings. Hver einstak-
lingr hefir ekki sitt tungumál, heldr tungumál sinn-
ar þjóðar. Þjóðin hefir skapað tungumálin óháð
einstaklingunum, var skoðunin. Á sama hátt átti
réttr þjóðarinnar að hafa orðið til. Myndun hans
var óháð einstaklingunum. Þessi skoðun var ekki
„reaktionu móti yfirgangi Napoleons mikla og sigr- j
vinningum hans, því að Napoleon mikli hefir aldr-
ei verið sú hugmyndanna hetja, að heimspeking-
arnir hafi þurft að eiga i höggi við hann. Nei,
þessi skoðun var hafin gegn heimspekingum 18.
aldarinnar og mannréttindum þeim, er stjórnarbylt- j
ingin mikla lét ganga út eins og boðskap meðal i
allra þjóða. Napoleon mikli stóð á grundvelli stjórn-
arbyltingarinnar, enn hann afneitaði þeim grundvelli j
og hann fóll fyrir hervaldi og bolmagni fjandmanna I
sinna, enn þótt hann væri fallinn, vóru ekki falln-
ar hugmyndir stjórnarbyltingarinnar, og þær hug-
myndir myndu hafa orðið hinu helga sambandi,
aftrhaldssambandinu, sem kom eftir fall Napoleons
mikla, milli flestra þjóðhöfðingja í Norðrálfunni, að
fótakefli, ef þær hefðu ríkt meðal manna. Það var j
aftrhaldsskoðun, og liefir ávalt verið aftrhaldsskoð- j
un, að álíta þjóðina á þennan hátt sem veru alveg
óháða einstaklingunum. Þessi skoðun var alveg j
ríkjandi á Þýskalandi um fyrri hluta þessarar ald- |
ar og miðbik hennar, og þaðan breiddist hún út
til ýmsra landa og varð meira og minna mögnuð.
Sumstaðar náði hún aldrei festu, t. a. m. á Eng-
landi og í Bandaríkjunum, enn sumstaðar varð hún
alveg drotnandi og þar á meðal í Danmörku. Um
miðja öldina var þessi skoðun drotnandi meðal
flestra mentaðra manna í Danmörku og var næst-
um eins og helg trúarsetning. Það var fyrir þessa
trú á þjóðinni sem þjóð, að Danir lögleiddu hjá
sér mjög frjálsleg grundvallarlög, sem þjóðin kunni
eigi að nota, eða réttara að segja, sem einstakling-
arnir kunnu ekki að fara réttilega með. Það var
fyrir þessa trú, að Plógr og hans menn sungu sí-
felda hetjusöngva fyrir þjóðinni og töiuou stóxt
um að láta lif og blóð og falla fyrir fóstrlandið, og
það var fyrir þessa trú, að Danir steyptu sér út í
ófriðinn við Þjóðverja 1864, sem varð til þess að
þeir mistu Hertogadæmin. Þá brast trúin, og þá
fékk hún það áfall, að hún varð að víkja fyrir öðr-
um skoðunum. Þessi skoðun er ávalt að víkja í
Danmörku meira og meira, og áðr langt um líðr
mun hún vera alveg horfin. Eins og ég sagði áð-
an, þá var þessi skoðun aftrhaldsskoðun, og þetta
sýndi sig ljóslega einmitt hjá hinum svo kölluðu
„þjóðfrelsismönnum“ í Danmörku. Þótt þeir köll-
uðu sig þjóðfrelsismenn, vóru þeir í rauninni hin-
ir ófrjálslyndustu menn, bæði í innanlandsmálum
og sórstaklega gagnvart öðrum þjóðflokkum enn
Dönum. Það var „danska þjóðin“, sem átti að ríkja
og Hertogadæmin og ísland áttu að lúta. Danir
tóku móti frelsishugmyndunum, sem ruddu sér til
rúms um miðja öldina, enn þeir héldu hinni gömlu
þjóðarhugmynd. Enn af því, að þeir tóku við
frelsishugmyndunum, mistu þeir fylgi aftrhalds-
manna i Norðrálfunni, og af því, að þeir hóldu
gömlu þjóðarhugmyndinni, enn afneituðu hinni nýrri
þjóðarhugmynd, sem ekki hallaði rétti einstakling-
anna, þá mistu þeir bæði traust og fylgi frjálslynda
flokksins í Norðrálfu og fyrir því stóðu Danir ein-
ir uppi vinum horfnir 1864. Gamli Plógr syngr
enn þá um frelsi og framfarir, þótt hann vitanlega
só hinn mesti ófrelsismaðr; hann talar enn þá stórt
um að falla fyrir fóstrjörðina og berjast til seinasta
manns, þótt þetta sé ekki nema orðin tóm. Síðan
um 1870 hafa Danir barist móti hinum gömlu þjóð-
ernishugmyndum af alefli. Enn þetta hefir Hann-
es Hafstein álitið, að væri barátta móti öllu þjóð-
erni. Enn það er alveg misskilningr. Það er eins
og óg sagði í upphafi, að hugmyndirnar um þjóð,
þjóðerni, ættjörð og ættj arðarást hafa einmitt á síð-
ari tímum hafist á miklu háleitara og fegurra stig
enn áðr. og þær gera miklu meiri kröfur til ein-
staklinganna, heldr enn hin gamla þjóðarhugmynd,
sem kendi mönnum að varpa allri sinni áhyggju
upp á þjóðina sem þjóð, og kendi að framfarirnar
kæmu út frá hjarta þjóðarinnar. Stórþjóðirnar
þurfa ekki að berjast fyrir sínu þjóðerni nú sem
stendr, því að þeirra þjóðerni er ekki undirokað.
Enn hvað heyrist þó ekki i blöðum Þjóðverja um
þjóðerni þeirra á Rússlandi ? Láta þeir það alveg
afskiftalaust? Og hvernig var hljóðið í Þjóðverj-
um, þegar þýska flaggið var svivirt í Parísarborg ?
Sýndi það sig þá, að hugmyndirnar um þjóðerni
og fóstrland væru dauðar og úreltar ? Eða láta
Frakkar afskiftalaust þjóðerni sitt i Elsass og Loth-
ringen? Segja íbúarnir þar: „Oss varðar ekkert