Fjallkonan


Fjallkonan - 31.01.1888, Side 6

Fjallkonan - 31.01.1888, Side 6
14 FJ ALLKONAN. 31. jan. 1888. stað, er nú orðinn forseti þjóðveldisins Carnot (frb. Karnó) sonarsonr Carnots þess, er í stjórnarbylting- unni kora hervörnum landsins á fastan fót. Ferry var annars sá, er næstr þótti standa forsetatigninni, enn menn þorðu eigi að kjósa hann fyrir ofstækis- flokknum og Derouléde, er mundi hafa ollað uppreisn og bardögum á strætum Parísar. Seinna í des. var Ferry veitt banatilræði í forsal fulltrúaþingsins. Var skotið á hann með marghleypu og særðist hann lítt. Hefir atvik þetta aftr aukið þjóðhylli hans, sem skerst hafði nokkuð við ófarirnar í Tonkin. — í miðjum desember tókst Carnot loks að mynda nýtt ráðaneyti. Forsætisráðlierra er Tirard og fjármálaráðhprra um leið, en Flourens ráðherra utanríkismála. ÞÝSKALAND. Eftir síðustu fréttum var nokk- ur von um að krónprinsinum mundi batna, og það er öilum mikið gleðefni, slíkr ágætismaðr sem hann er sagðr. Keisarinn er lasinn enn seiglast furðan- lega. — í vetr kom upp hneykslismál mikið, sem tíðrætt varð um í blöðum, það er um skjalafölsun, sem helst er dróttað að tignarfólki. Skjöl þessi hafa verið prentuð í þýskum blöðum, það eru fölsuð bréf sem í orði kveðnu eru frá Ferdinand Bulgaríu-fursta til hertogaynjunnar af Flandern, og enn fremr tvö skjöl, sem áttu að vera frá hinum þýska sondiboða í Vín. í bréfum þessurn er því sérstaklega haldið fram, að Bismark sé samþykkr prins Ferdínand og hafl enda, ef til kæmi, heitið honum liðsinni. Mælt er að skjölum þessum hafl í haust verið skotið að Rússa- keisara á Fredensborg, líklega í því skyni, að auka úlfúðina milli Rússlands og Þýskalands. Á heimför sinni kom Rússakeisari við í Berlín, sem fyrr hefir verið um getið, og sýndi Bismarck honum þá fram á það, að hér niundi vera svik í tafli. að því er bréfin snerti, og þau gerð til að spilla milli rikjanna. Eftir þessa leiðrétting á að hafa batnað nokkuð vin- skaprinn milli Rússlands og Þýskalands. -Enn ekki var þó tryggara Astandið enn svo, að á öndverðu ár- inu leit út fvrir ófrið, því að Rússar drógu herafla allmikinn saraan á landamærum Galizíu, og var helst við þvi búist, að ófriðr mundi hefjast í febrúarmán- uði. Enn þessi ófriðaruppgangr lægðist þó aftr við skýrslur þær, er Rússastjórn lét í té víð liðsafnað- inn. enn þö má víst fullyrða, að friðrinn sé 'enn þá síðr enn ekki tryggr, þar sem mál það stendr enn á dagskrá, sem ekki mun útkljáð verða nema með vopnum, það er að segja, málið um það, hverjiryfir- ráðin skuli hafa á Balkanskaga, Rússar eða Austr- ríkismenn, því að hitt stendr á minstu, livort Fer- dinand heldr tigninni eða ekki. — 13. nóv. f. á. and- aðist, prófessor Fr. G. Bergmann í Strassborg, nálega 76 ára. merkr málfræðingr og bókmentafræðingr og fékst, meðal annars talsvert við norrænafornfræði og skýrði nokkur af Eddukvæðunum. ENGLAND. Hér gengr á sama harðræði stjórn- arinnar sem áðr gegn þjóðernisbandam. íra. Borgar- stjórinn í Dublin, Sullivan. var fvrir skömmu dæmdr í varðhald fyrir æsingar og sömuleiðis tveir þingm., enskr þingmaðr Blunt og írskr þingmaðr Lane. Urðu af þessu óspektir nokkrar. Gladstone fór skemtiferð t.il ítaliu til að hressa sig undir hin ströngu parla- mentsstörf, sem hann á fyrir hendi. Meðal annara hafði páfinn boðið honum til sín. ÍTALÍA. Við Rauðahaf má að líkindum bráðum vænla atburða; hafa ítalir þar 20000 hermanna enn Abessiníumenn standa til móts með fjórum sinnum fleira lið. Á því lék orð, að Ras Abula, herforingi Abessiníu konungs, hefði gert foringja ítalska hers- ius kost á bandalagi til að steypa konungi, enn óvíst er, hvort á því er að henda reiðr. NOREGR. Ónægja er mikil út af því, að Sverd- rup og hans ráðaneyti hefir ekki farið frá, svo sem við hefði mátt búast eftir því, hvernig kirkjumálun- um reiddi af í fyrra. — Björnstjerne Björnson var kominn til Noregs, og þykir líklegt, að hann haldi þar snarpa pólitíska fyrirlestra, svo sem hann hefir gert, áðr, þegar líkt hefir staðið á. Hann hefir jafn- an haldið uppi heiðri og sjálfstæði Norðmanna gagn- vart yfirgangi Svíastjórnar, og er þess ekki hvað síst þörf nú, þar sem Sverdrup og hans ráðaneyti hefir i því máli farist einna slælegast og óhreinlegast. DANMÖRK. Ríkisþingið var aftr tekið til starfa og vísuðu vinstri menn í fólksþinginu aftr bráða- birgðarlögum stjórnarinnar. Lögðu þeir svo fram sitt frumvarp og komst það í nefnd. Ágreiningr er enn sem fyrrum milli meiri hluta vinstri manna og Bergs, ásamt þeim er honnm fylgja, þar sem þeir vilja láta til skarar skríða, enn hinir málþinga við ráðaneytið, svo þinginu verði ekki hleypt upp og þeir nái þannig að koma fram einhverjum af þeim málum, sem þeim er mest um liugað. — Um sýningu þá er halda skal í sumar í Khöfn gera menn sér miklar vonir, að hún verði þjóðinni til sæmdar og höfuðborginni gróðavegr. v- Auðmaðrinn jmikli, Ja- kobsen bjórgerðarmaðr, ætlaði auk þess að efna til sýningar á frönskum málverkum og lætr reisa til jiess stakt hús andspænis sjálfri sýningarhöllinni. Svínapest hefir gengið í Danmörk, Noregi og Sví- þjóð og liafa alvarlegar ráðstafanir verið gerðar til að hnekkja henni og allvel tekist, enda lá mikið við, því þýska stjórnin hafði bannað aðflutning svína frá Danmörk (sem nemr 33 milj. króna á ári) meðan pestin stæði yfir. Merkismenn dánir: Schiellerup prófessor í stjörnu- fræði og bóksali Hegel, auðmaðr mikill og ágætis- maðr (eigandi fyrverandi Gyldendals bókaverslnnar). Hann var fæddr 1817 ; dó 27. desember. BANDARÍKIN í N.-AMERÍKU. Cleveland for- seti gat þess i boðskap sínum til þingsins, að svo mikið fé væri um fram útgjöld í ríkissjóði, að varla væri unt að vita, hvað við það ætti að gera, því að fé þetta drægist að óþörfu frá notkun þjóðarinnar og arðsamri veltu i þarflegum fyrirtækjum. í júní 1887 var afgangs upphæðin 55]/2 milj. dollara og verðr hún í júní þ. á. með því sem áðr hefir safnast fyrir alt, að 140 milj. dollara. Þykir Cleveland einna tiltækilegast að afnema hina háu verndartolla, sem Bandaríkastjórnin hefir beitt til að verjast samkepni Evrópu þjóða; einkum vill hann færa niðr tolla á óunnum efnum sem verksmiðjur þurfa til þess að amerískr iðnaðr geti færst meir í fang og eflst til samkepni á útlendum mörkuðum. Þetta mun nú

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.