Fjallkonan


Fjallkonan - 03.04.1895, Page 6

Fjallkonan - 03.04.1895, Page 6
58 FJALLKONAN. XII 14 lög. Enn einmitt af því lögin nádu ekki til þessa tilfellis, þótti sumum ráð ftð skerpa þau. Þetta geta allir skilið, og það er öðru nær enn að það sé hlægilegt. — Fjársala yor til Bretlands er meira virði enn svo, að vér megum láta oss liggja í léttu rámi, hvernig um hana fer. Fjarstæður. í 22. kap. gefur hann í skyn, að umboðsverzlun sé sama og einokunarverzlun fyrri tíma, og í 27. kap. segir hann, að það hafi engin áhrif á verðlag vöru, hvort margir eða fáir hafi hana á boðstðlum. Þessu hef ég ásett mér að svara í sérstökum grein- arstúf. 1 athugasemdum þeim, er ég hefi skrifað við greinir þeirra Guðmundar Einarssonar og Ágústs Helgasonar, hef ég hent á, hve hátt B. metr hinn árlega grðða Zöllners, nefnil. 600,000 —800,000 kr. Þessi áætlun dæmir sjálfa sig; það þarf enga athugasemd við hana að gera. í 18. kap. talar Björn með réttlátri gremju og þjððlegri vand- lætingasemi um þá ðvirðing, er íslenzkum dðmstðium hafi verið sýnd með þeim kröfum, er Rennie gerði um málskostnaðarborgun. B. gefr þessum kap. þá fögru yfirskrift: „íslenzkir dómstðlar í hávegum hafðir". Hann hefði nú annars heldr átt að láta þá yfirskrift standa yfir 19. kap. því þar segir hann sjálfr, að bezta ráðið til að fá sér tildæmda ranga kröfu, sé að eiga mál sitt undir íslenzkum dðmstðlura. Ég fyrir mitt leyti kalla nú þetta fjarstæðu, og því nefni ég það hér. Otrúlegt er mjög margt af því, sem Björn segir, og likist miklu fremr hugmyndasmíði enn sönuum atburðum. Ég skal bara benda á örfátt. Það er nú t. d. þessi merkilega saga um uppskipun fjáTsins í Edinb., þar sem jafuvel Bj. Kr. var hvað eftir annað ráðalaus. Hann er nú ef til vili úrræðabetri til að semja blaða- greinir, enn að vinna að uppskipun fjár og öðrum þarfastörfum. Það var eina bðtin, að aitaf korau einhverir aðrir, sem réðu fram úr, svo sem skipseigandinn óg seljendr fjársins. Það er víst dug- legr karl þessi skipseigendi, eða þá tollgæzlan, sem mældi alt og rannsakaði á 10 mínútum! Enn misjafnir eru menn víst þar eins og annarstaðar að dugnaði; það sýnir hnaukið þeirra 20 í fullar fjðrar stundir við fjártröppurnar. Ég hefi séð slíkar fjár- tröppur og veit að þær eru mjög þungar; enn þær eru með smá- hjóium undir og er tiltölulega létt að hreyfa þær á steinlögðum haftiarveggnum. Hér hefði þótt þessi saga sennileg, ef hann hefði sagt fjórðung stundar í staðinn fyrir fjórar stundir. Ætli verkamennirnir hafi nú annars ekki verið keyptir af ofsækjend- um Björns til að vinna slælega? — Það hefði verið rétt eftir öðru i þessari pislarsögu. Hvar var umsjónarmaðr fjárgeymslustaðarins? Og var þá enginn, sem gæta ætti húsanna og réttanna, eða sem réði neinu um notkun þeirra, nema HeKinnon einn — Þarna hefði þeir þurft að vera skipseigandinn og fjársölumennirnir. Þeir virð- ast hafa svo mikil ráð í Edinb., og hefðu víst ekki verið lengi að kippa þessu i lag. Fær féð ekki vatn í húsunum? — Eða er það bara „fyrir fólkið“ þetta, að betra hafi verið fyrir féð að vera undir berum himni í regninu, af því að það var svo þyrst? — Jú, fénu er sjálfsagt gefið bæði hey og vatn í húsunum; annars væri með- ferðin grimdarleg og heimskuleg, enda þótt það fengi nokkra regndropa ofan yfir sig. Svo er þetta í 17. kap. um hamra og meitla. Það líkist mjög draumi. Hvaða menn vðru það? — Voru það lögreglumenn, sem gerðn það samkvæmt úrskurði eða dómi? — Hafi það ekki verið, þá hafa það verið ræningjar, þvi prívatmenn aðrir enn ræningjar gera varla slíkt. — Ég þekki að vísu ekki hvað brezk lög segja um almenn mannréttindi, enn það sjá allir að þau geta ómögulega heimilað þá „sjálftekt“, er þessi frásögn gefr í skyn að hafi átt að fara fram. Fáríslegt er svo margt hjá Birni, að furðu gegnir, þegar til þess er litið að kaupmaðr hefir skrifað ritgerðina. Svo er t. d. í 9. kap. um gerðir tollgæzlunnar í Edinb. — Tollþjónninn skiftir sér ekkert af „innrétting" skipsins, það er ekki hans verk, hann mælir bara yfirborð dekkslestarinnar, til þess að reikna út hafn- argjöld. Tilsjónarmenn frá „Board of Agrioulture11 eiga að eins að skoða og rannsaka „innréttinguna“. Þetta virðist Björn ekki vita, og er furðulegt að hann skuli ekki forðast að láta slíka fáfræði sjást. í 13. kap fæst hann mjög um, að kaupendr á uppboðinu hafi nítt féð og fundið alt ilt að því, og vill þar með auðsælega gefa i skyn, að þeir hafi verið fengnir til þess af öðrura. Það vita nú annars allir, að kaupendr finna ávalt og alstaðar að því sem þeir ætla að kaupa, ef verðið er ekki fast ákveðið, og er bara hlœgilegt, að undirstryka þá frásögn. — Eða ætlar B. að telja mönnum trú nm, að kaupendr séu svo fáfróðir og illa kunnandi til sinna starfa, að þeir fari eftir „sögum“, þegar þeir sjálfir geta séð og skoðað féð? — Nei, þeir sem gefa sig við að kaupa féð eru einmitt menn, sem hafa svo vel vit á að meta það, að heima hjá oss þekkist tæplega slíkt. í 19. kap. segir B., að Rennie hafi ekki getað leikið hugr á öðru enn að ná málskostnaðinum. Flestum mun nú annars geta skilizt að R. hafi máske viljað hefna sín á Birni fyrir mál- sóknina í fyrra, sem hann auðvitað hefir álitið ranga og ástæðu- lausa með öllu, og er hann ekki einn um það. — Hvernig mundi B. hugsa til þess manns, sem ofsækti hann með málaferlum og ákærum, þar sem hann þættist sjálfr vera alveg saklaus, enn væri annarsvegar sannfærðr um, að kærandinn höfðaði málið mót betri vitund ? — Annars er öll frásögnin um löghaldstil- raunir Rennies og ofsóknir gegn Birni mjög hugmyndaleg og ólik venjulegum, sönnum atburðum. í 26. kap. segir hann að Z. geri ekki annað enn að leigja og útbúa skipin; salan komi honum ekki við. Ég lít svo á, og vona að mér fyrirgefist, að Björn hafi 4 margan hátt, bæði í orðum og verkum sýnt, að hann kunni ekki vel til fjársölu; enn ef hann meinar það. að Z. og öðrum útflytjendum komi ekki fjársalan við, þá sýnist mér kasta tólfunum að þvi er snertir fáfræði hans í þeim efnum. — Eða heldr hann, að ekkert sé undir því komið, að hafa aflað sér þeBs álits meðal kaupenda að maðr hafi að eins góða vöru, í þessum efnum traust og vand- að fé á boðstólum?— Hundi það standa á sama, hvort seljandi neytir allra ráða til að fá sem flesta til að mæta á uppboði, og til að bjóða sem hæst, hver í kapp við annan, eða hann lætr það afskiftalaust? — Nei, það þarí ekki að fara langt út í þetta. í 30. kap. segir höf. að ég hafi ekki „sannað“, að Isl. hafi tapað 140,000 kr. af því að fleiri voru um söluna. — Hvað á þetta að þýða? — Ég tók það sjálfr fram, að það yrði aldrei sannað; enda er það svo í eðli sinu, eins og allir sjá, að ó- mögulegt er að sanna það; en það er líka eftir að ósanna það, sem ég vil hér með vekja athygli Björns á. Látum skynsama og gætna menn dæma milli okkar i þessu efni eftir líkum; ég hlíti þeim dómi. Svo vill hann og fá sannanir fyrir því, hvaða verð hafi verið á isl. fé í Bretl. áðr enn fé Slimons, Franz og hans sjálfs kom þangað. — Sönnunin fyrir því er verð það, sem fékst við fyrstu sölu Zöllners, þá er hann seldi fé Þingeyinga og Eyfirðinga. Og mundi það þar að auki ekki sanna dálítið í augum Björns, að hann sjálfr breiddi út þá fregn, er hann kom heim með skip sitt, og eftir að þessi fyrsta Zöilners-sala var afstaðin, að verð fjársins væri mjög gott í Bretl. jafnvel alt að 30 sh. fyrir góða sauði? — Þetta vona ég að hægt sé að „sanna". — Sannleikrinn er sá, að útlit og kringumBtæður með góða sölu íslenzks fjár var með bezta móti í haust, og hefði efiaust gefið mjög góða raun, ef hin skaðlega framboðs- samkeppni hefði ekki átt sér stað, og sem ég er viss um að flestir aðrir menn en B. Kr. skilja. Ég er á þessuri stundu fult eins viss um, að ég hefi rétt fyrir mér, og að ég hefi ekki áætlað skaðann ofhátt, og ég var þegar ég setti það fram í fyrstu. Og svo kemr i sama kapítula þessi makalausa setning, að vér megum vera ánægðir, af því verð félagssauðanna sé hærra enn í fyrra. Þessi setning er ein af því kostulegasta í öllu ritinu. — Við skulum reyna að koma með dæmi. Félög B. Kr. fengu ekkert fyrir sauði sína í fyrra. Félagsm. hans eru ef til vill ánægðir með það verð sem þeir fá nú; enn ef þeir hefðu nú fengið að eins 2—3 kr. fyrir hvern sauð, höfðu þeir þá ástæðu til að vera ánægðir? — Það er hærra verð enn í fyrra. — Fyrir 2—3 árum kostaði rúgtunna 24 kr. — Hundu

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.