Fjallkonan - 10.06.1899, Blaðsíða 1
BÆNDABLAÐ
VERZLUNARBLAÐ
Kemur út um miðja yiku. Verð árg. 3 kr. (4 kr. erlendis^. Uppsögn fógild nema ekrifleg) fyrir 1. okt.
Sextándi árg.
Reykjavík, 10. júní 1899.
23—24. blað.
Konsúll Jón Vídalín.
Það þykir eiga ve! við, að „Fjallkonan", sem hefir
fremur öðrum blöðum gerst formælandi innlendrar
verzlunar, flytji mynd af þeim manni, sem mest hefir
starfað að þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið á
síðustu tuttugu árum til að gera verzlun vora inn-
lenda. Það er konsúll Jón Vídalín. Sem umboðs-
maður hinna mörgu kaupfé-
laga hefir hann haft á hendi
mesta og vandasamasta starfið
fyrir þau, auk þess sem hann
hefir átt mikinn þátt í stofn-
un þeirra og fyrirkomulagi.
Konsúll Jón Vídalin erfædd-
ur í Víðidalstungu í Húna-
vatnssýslu 6. september 1857.
Hann er sonur Páls Vídalíns,
stúdent6 og alþingismanns í
Víðidalstungu (f 1873). Páil
Vídalín var alþingismaður Hún-
vetninga meðan harðast stóð á
stjóruarbaráttunni (1867—73).
Hann var með hinum atkvæða-
mestu þingmönnum og hafði
jafnan miklum störfum að
gegna á þinginu. Vitnar Jón
Sigurðsson alþingisforseti sér-
staklega til hans í Nýjum Fé-
Iagsritum 1870, þar sem hann
ræðir um stöðulögin: „Þing-
maður Húnvetninga, Páll "W
dalín, hefir snarplega rakið
frumvarpið um stöðu íslands og sýnt á því gsl!ana“.
Hann var sannur héraðshöfðingi Húnvetninga um
sína daga, og óhætt er að fullyrða, að þeir hafi enn
ekki fengið hans líka. Hann var forgöngumaður
allra framfararaála í héraði sínu, og sá maður, sem allir
báru traust til. Hann var upphafsmaður nœst-fyrsta
verzlunarfélags, sem stofnað var hér á landi til að
koma á innlendri (færandi) verzlun, Borðeyrarfélags
(stofnað 1870). Meðan hann átti mestan þátt í stjórn
þess, gekk félaginu vel. Þegar hann, sem árum
saman hafði unnið kauplaust fyrir félagið sem for-
maður þess, fór fram á 500 kr. þóknun á ári fyrir
starf sitt, bauð annar maður sig fram fyrir 300 kr.,
sem var ekki fær til þess starfa. Félagsmenn, sem
ekki kunnu að meta verk hans, tóku nýja formann-
inn, og að því búnu fór félagið á höfuðið. Þegar
PAll Vídalín frétti í banalegu sinni um ófarir félags-
ins sagði haan : „Ef félagið fer um koll, þá kemst
ekki á fót verzlunarfélag í Húnavatnssýslu næstu20
ár“, og hefir það ræzt bókstaflega.
Ættmenn konsúls Jóns Vídalíns hafa búið í Víði-
dalstungu síðan snemma á 17. öld (á 3. hundrað ára).
Þjóðkunnastur þeirra er Páll Vídalín lögmaður (j*
1727), sem var einhver merk-
asti íslendingur um sína daga,
manna lærðastur, vísindamaður
og skáld og mikill ættjarðar-
vinur. Ættjarðarást hans og
framíarahug má bezt sjá á riti
hans „Um viðreisn íslands“,
sem hann ritaði 1699 (fyrir
réttum 200 árum). í þessu
riti heldur hann fram, að gerð-
ar séu tilraunir til að koma
upp þilskipaveiðum og iðnaði í
landinu. Ágrip af riti hans er
prentað á dönsku löngu síðar
(Soröe 1768). Hann vill byggja
kaupstað við Faxaflóa (vestan-
vert við Borgarfjörð) og koma
þar upp alis konar vinnuhús-
um. Hann vill reyna að koma
á síldveiðum með því að fá
Norðmenn til að kenna þær;
hann vill gera tilraunir til að
bæta verzlunina, reyna t. d. að
koma á útflutningi á hestum.
Það er nær því óskiljanlegt,
að tillögur Páls Vídalíns um viðreisn atvinnuveg-
anna fyrir réttum 200 árum eiga enn við í mörgum
greiuum. Hann hefir verið 200 árum á undan tím-
anum.
Víðidalstunguættin er einhver bezta ætt landsins.
Páll lögmaður Vídalín var kominn af Guðbrandi
biskupi og Arngrími lærða, og þeir Jón Vídalín
biskup og Páll voru systkinasynir. — Margar lyndis-
einkunnir hafa fylgt ættinni fram á þennan dag.
KonsúII Jón Vídalín ólst upp í Víðidalstungu.
Hann hneigðist til verzlunar og fékst við ýms verzl-
unarstörf, fyrst hjá öðrum ug síðan fyrir sjálfan sig,
þangað til hann gerðist umboðsmaður „Kaupfélags
Þingeyinga" 1884, enn þá skifti félagið við H.