Fjallkonan - 10.06.1899, Blaðsíða 2
90
FJALLKONAN.
XVI, 23—24.
Lauritzen & Co. — 1886 varð herra Jón Vídalín
umboðsmaður þess, ásamt L. Zöllner & Co. í New-
castle. Sama árið var stofnað „Verzlunarfélag Dala-
sýslu“, sem einnig heíir þá Jón Vídalín fyrir um-
boðsmenn. Af reynslu elztu féiaganna lærðu önnur
héruð smámsaman að koma upp hjá sér samskonar
félagsskap, svo að samtökin náðu að meira eða minna
leyti til iiestra sýslna á landinu. Þannig var stofn-
að „Kaupfélag ísfirðinga", „Stokkseyrarfél.1*, „Pönt-
unarfélag FJjótsdalshéraðs“ o. fl. félög.
Jón Vídalín hefir átt meiri og minni þátt í Btofn-
un þessara félaga að því ieyti, að hanu hefir gefið
þeim í byrjun nauðsynlegar, praktiskar leiðbeiningar.
Hvað „Kaupfélag Þingeyinga“ snertir, sem er elzt
þeirra og hefir orðið fyrirmynd annara kaupfélaga,
þá var það fyrir hvatir og framkvæmd Jóns Vídalíus,
að það byrjaði á útflutningi sauðfjár á eigin ábyrgð
1884. Það er þessi fjársala, sem síðan varð landinu
svo notadrjúg, meðan hennar naut við; reyndar höfðu
einstakir kanpmenn áður keypt hér fé á fæti, enn
það var mjög stopult og náði fyrst festu með kaup-
félagsskapnum. Kaupfélögin hefðu blessast og náð
eðliiegum þroska, ef fjársölubannið hefði ekki brotið
þau á bak aftur. Þess konar verzlunar-tálmanir
hafa komið öflugri þjóðum á kné enn íslendingar eru.
— Það má því ekki skella skuldinni á kaupfélögin,
þó þeim hafi veitt örðugt siðustu árin. Að öllu sam-
töldu mun hagur aimenuings þó vera skárstur í þeim
héruðum, þar sem kaupféiögin hafa búið bezt um sig.
Því mun ekki verða neitað, að kaupfélagsskapur-
inn, í þeirri mynd sem hann nú er í, er að miklu
leyti verk Jóns Vídalíns, þar sem stofnendur félag-
anna hafa borið sig saman við hann, og engin tiltök
hefðu verið að stofna félögin í þessum stíl, ef ekki
hefði verið kostur á áreiðanlegum umboðsmanni með
þeirri þekkingu á verzlunarháttum hér og erlendis,
sem sá starfi heimtar. Þau félög, sem hafa fengið
sér aðra umboðsmenn, hafa ekki getað þrifist, og
ísfirðinga-félagið, sem hætti sem snöggvast við að
hafa þá Vídalín og Zöllner fyrir umboðsmenn, sá
þann kost vænstan að hverfa aftur til þeirra.
Árangurinn af kaupfélögunum má sjá af ýmsum
ritgerðum í blöðunum, eiakum þó í „Fjallkonunni“,
enn sérstaklega í „Tímariti kaupfélaganna". Ank
þess sem félögin hafa fært mikinn verzlunarágóða
inn í landið, hafa umboðsmenn þeirra kostað kapps
um að flytja sem vandaðastar vörur, innleiða nýjar
vörnr og hveíja menn til að vanda inniendar vörur.
Þeir hafa nú síðast átt góðan þátt í að hvetja bænd-
ur til að vanda betur smjörgerðina, og taka upp til
þess nýja aðferð, eins og Pétur alþm. Jónsson á
Gautlöndum hefir ritað vel um í „Fjallk.“
Fyrir mörgum árum gerðist hr. Jón Vidaiín sam-
eigandi að stórkaupaverzlun hr. L. Zöllners í New-
castle og er það enn.
Nýjasta fyrirtæki konsúls Jóns Vídalíns er botn-
vörpuveiðaútgerðin. Það er hlutafélag, sem hann
stendur fyrir, og höfuðstóllinn efiaust xnargar mil-
jónir. — Það er þegar byrjað með 6 botnvörpuskip-
um. Margir íslendingar eru þegar ráðnir á skip
þessi, og veita þau þannig mikla atvinnu. Enn
þeim sem stunda bátfiski hér við flóann er illa við
botnvörpuskipiu, hvort sem þau eru útlend eða inn-
lend; þeir kvarta yfir, að þeir verði ekki varir á
„miðunum“ meðan botnverpingar hafast þar við.
Enn meðan ekki er hægt að meina útlendum botn-
vörpuskipum að sópa „miðin“, væri fásinna að meina
það þeim botnvörpuskipuro sem að eiuhverju Ieytl
eru innlend.
Það er auðsætt, að þeir útlendu auðmenn og at-
vinnurekendur, sem eiga þátt í botnvörpuveiðafélag-
inu, muni hafa álit á hr. Jóni Vidalín og bera fult
traust til hans, þar sem þeir hafa falið honum það
trúnaðarstarf á hendnr, að standa fyrir félaginu —
stórkostlegasta atvinnufélagi, sem stofnað hefir verið
við ísland.
Enn sem komið er hefir konsúll Jón Vídalín eng-
an þátt tekið í pólitiskum málum, enda hefir hann
verið hlaðinn öðrum störfum. Enn þeir sem eru
kuuuugir honum geta borið um það, að hann er
sannur ættjarðarvinur og íslenzkur í anda.
1890 kvæntist Jón Vídalín í Kaupmannahöfn;
kona hans er frú Helga, dóttir J. P. T. Bryde
etazráðs og stórkaupmanns.
1898 varð Jón Vídalín brezkur konsúll hér á
landi.
Stjórnarskráin.
28 ára afm|œli.
(1874—1899).
Hvíldarlaust rifrildi?
eða
stundar-vopnahlé ?
Það eru nú liðin 25 ár siðan ísland fékk stjórnar-
skrána (1874).
Allar þjóðir halda slík afmæli hátíðleg, jafnvel á
hverju ári, og þótt vér getum sitthvað fundið að
stjórnarskránni, er óhæfilegt að alþingi minnist ekki
þessa 25 ára afmælis í sumar á tilhiýðilegan hátt.
Vér fengum full pólitisk fjárráð* með stjórnar-
skránni. Stjórnin hefir aldrei síðan snert minsta
fingri við fjárveitingarvaldi voru.
Það er < annað enn áður var — engin pólitisk
fjárráð.
Þessar umbætur út af fyrir sig munu vera svo
mikils verðar, að vert sé að minnast þeirra á 25 ára
afmæli, hvað sem öðru líður.
Stjórnarskráin þykir ófullkomin og það er hún, enn
— fjárráðin höfum vér óskerð.
Og þó hefir oss eflaust mest skjáílað í fjármálun-
um — í þeim málum, sem stjórnin hefir ekkert skift
sér af.
Eru þau fjárhagslegu vandræði, sem nú hafa kom-
ið landinu í örþrot, stjórninni að kenna?
Nei, þau eru engu öðru að kenna enn ráðleysi og
aðgerðaleyei þjóðar og þings.
Eigi að síður höfum vér eflaust margt stjórnar-
skránni að þakka.