Fjallkonan - 10.06.1899, Blaðsíða 4
92
FJALLKONAN.
XYI. 23—24.
og Filipseyjar. Siðasta ráðabrugg þeirra er ekki mir.na
enn það, að veita Golfstrauminum gegn um Fiorida-
skaga og fá strauminn þannig til að renna meðfram
austurströnd Ameriku. Afleiðingin af þessu fyrir-
tæki mundi verða sú, að veðrátta kólnaði stórkost-
lega í Norður-Evrópu, mest þó í Euglandi, Noregi og
á íslandi.
Það er sagt, að nægilegt fé sé fengið til fyrirtækis-
ins, og að byrjað verði á þvi svo fljótt sem unt er.
Enn það er bót í máli, að talið er víst, að ef
Ameríkumenn byrja á þessu verki, taki Evrópumenu
í taumana og boði þeim óðara stríð á hendur, en þó
Ameríkumenn séu miklir íyrir sér, mega þeir ekki
við stórveldunum í Evrópu, ef þau eru samtaka.
S k e r i ð.
Eftir Guðm. Guðmundsson.
IG lemur kólgan og löðrið ólgar
með löngum sogum við brjóstin þín;
þú otar skaiia, er unnir gjalla
og yfir vogunum stormur hvín.
Með kuldasvip hlær þú er eidingar æða
á öskrandi dunreið er skalia þinn rjúfa,
þig enginn sér bærast, þér enginn sér blæða,
er eldfleygar brunandi hjarta þitt kljúfa.
Með steinhjálm rofinn, með steinskjöld klofinn
þú stendur þolríkt og aldrei fellur,
og þangið bleika þú læturleika
um löðurskolaðar, sprungnar hellur.
Og svo þegar mardísir hljómmildar, huggandi
hörpurnar slá,
mjúklega’ á vogi sér vaggandi, ruggandi,
— vindarnir þegja og blunda þér hjá,
og kvöldblikið roða þér bregður um brá,
þú breytir ei harðneskjusvipnum þunga,
enn hnullungar svartir og hálir gljá,
og hrúðurskel alþakin klöppiu þín grá
starir grafkyr í dimmum drunga.
— Þú stendur þar dansandi dísunum hjá
sem dauðinn hjá vonum og æskunnar þrá.
Og margur fleyið við brjóst þín braut
og bana á leginum kalda hlaut;
þó brimið öskrandi lemdi lík
og lemstruð beinin í fangi þér,
þér ekkert blöskruðu ósköp slík, —
af einskis kveini þú viknar, sker !
Að standa fast, það hið eina er,
sem aldrei brast þig og dugar þér.
Enn félli’ einhver lifandi’ í faðminn þinn,
þér fanst það ei koma þér við;
þú sazt ekki’ um líf neins, þú sveikst ekki neinn
og þú synjaðir engum um grið.
Fyrir grimdinni í hafinu griðastað
þú gafst þeim er fengu’ honum náð,
svo stóðstu sem áður og hirtir ei hót
þó hungri þeir yrðu að bráð.
Það var ekki þitt, að vara þá neitt
við voða, sem stóð af þér;
þeir áttu að sjá þig og þekkja þig,
að þekkja að þú værir sker!
Enu margur í tvennri merking fékk
þér meinlétti’ og björgun hjá,
og vegna þín fjöldamörg funheit tár
hafa fallið af þrútinni brá.
* *
*
Hvi setur mig hljóðan er horfi’ eg á þig
og hugsa’ um þig, láborða sker?
— Mér finst það svo margt, sem þú minnir mig ár
svo margt sem er náskylt þér!
Að vísu ég kysi’ ekki kjörin þin öll,
en kjósa ég mundi þó,
að standa sem þú, að storka sem þú
með steinhjarta lífsins sjó.
Nýtt samgöngufæri.
„Mótorvagnar“.
Þcir eru famir að gerast algengir erlendis í stór-
bæjum, t. d. í London. Nú í vor er einn slíkur
vagn kominn á göturnar í Kristjaníu. Jafnframt
hafa Norðmenn gert ráðstafanir til að bæta svo þjóð-
vcgu sem þarf tii þess, að mótorvagnar geti gengið
á þeim. Það er útlit fyrir, að hætt verði bráðlega
að brúka hesta til vagnaksturs; mótorvagnarnir koma
í staðinn; þeir verða áreiðanlegri, fljótari og ódýrari
enn hestavagn°rnir.
Til að hreyfa þessa vagna hafa ýmsir kraftarver-
ið notaðir, svo sem guf'a, þéttað loft, steinolía, benzín,
rafmagn og stálfjaðrir. Hingað til hefir steinolía og
benzín reynst bezt, auk rafmagnshreyfara. Þessir
vagnar geta farið 20—25 kilómetra (28/4—BVsinílu)
á klukkutímanum. Á nokkurum klukkustundum eyð-
ir benzín-breyfir ekki nema fáeinum pottum af benzíni.
Þetta hreyfiafl er því ódýrara og þægilega enn kol.
Bezla tegund af benzíni (frá R. Scherings Kemikalie-
fabrik í Berlín) kostar 6 aura pd. Á klukkustund
eyðir mótorinn hér um bil 4 aurum fyrir hvert hest-
afl; 8 hestafla mótor eða hinn fullkomnasti, sem bú-
inn hefir verið til af þessari gerð, knúði vagninn að
meðaltali yfir 25 kílóm. á klukkust.
Það er líklegt, að slíkir vagnar gætu nú þegar
komið &ð notum hér á landi á vagnvegum þeim, sem
lagðir hafa verið á stöku stöðum. Mótorvagnarnir
þurfa að eius sléttan veg; þeir eru að nokkru leyti
gerðir í líking við reiðhjólin, sem hér eru nú farin
að tíðkast.
Stórstúkuþing hélt Good-Templarar«gIan hér í bænum
þeasa daga. Þingið hófst með guðsþjónustu í dómkirkjunni,
og steig séra Eriðrik Hallgrímsson í stólinn. Þingið sátu um
80 fulltrúar.
Ferðamannafélagið danska stofnar til skemtiferðar
hingað til lands 20. júní til 28. júlí, með Botníu.
Strandbátarnir, „Skálholt11 og „Hólar“, komu í fyrra dag
og í gær, og með þeim all-mikið aí farþegum, þeirra á meðal
austan að séra Lárus Haldórsson frá Reyðarfirði alíluttnr hing-