Fjallkonan - 10.06.1899, Blaðsíða 3
10. júní 1899.
FJALLKONAN.
91
Aumri hefðum vér verið, ef vér hefðum aldrei
fengið hana.
Nú í þrjú misairi hefir verið háð hvíidariaus munn-
höggorusta í islenzkum blöðum um breyting á stjórnar-
skránni.
Ekki þó um málið sjálft, heldur um mennina, eem
hafa haldið fram ýmsum skoðunum í því; fúkyrðin
hafa dunið úr öilum áttum, enn sjaldnar orð af viti
eða þekkingu talað.
Æði blaðanna hefur nú ágerst svo með vorinu, að
þau sjá ekkert hverju fram fer í kringum þau; þó
atvinnuvegir landsins sé nú í þeim voða, að við land-
auðn liggi, verður þeim ekki að minnast á það einu
orði. — Þau einblína á benedizka eða valtýska stjórnar-
skrá, sem í einu vetfangi á að gera nýja gullöld í
landinu með ótölulegum gæðum: stjórnarskrár-töðu,
stjórnarskrár-sméri, stjórnarskrár-þorskveiðum, stjórn-
arskrár-vinnufóiki, stjórnarskrár-peningaverzlun o. s.
framvegis.
Þeir spyrja ekki um stjórnarskrá, sem hafa engin
ráð að Iifa:
„Enginn ámælir
þeim undir hömrum
liggur lifandi
með limu brotna,
og hraunöxum
holdi eöxuðu,
að hann ei æpir
eftir nótum“.
Lífsþariirnar verða að sitja fyrir öllu öðru. At-
vinnuvegirnir eru komnir í það örþrot, að alþingi í
sumar vcrður að gera eitthvað sem dugar tii að
bjarga þeim.
Að öðrum kosti má búast við, að menn flýi landið
þúsundum saman, því nú er þegar fjöldi bœnda í
undirbúningi að selja eigur sínar til þess að geta
farið til Ameríku næsta ár.
Alþingi veitir sannariega ekki af óskerðum tíma
sínum og kröftum, ef það á að geta komið í kring
öðrum eins málum og um banka og lánsstofnun, um
viðreisn íslenzkra vörutegunda á heimsmarkaðinum,
um nýjar framleiðslu-aðferðir, og fleiri atvinnumál,
sem eru svo löguð, að með engu móti má fresta þeim.
Kæmist stjórnarskrármálið inn á þingið, mundi það
að líkindum eyða svo tima þingsins, að þau mál,
sem bráðnauðsynlegast væri að fá tii lykta leítt á
þessu þingi, dagaði uppi og gæti það orðið ómetan-
legt tjón fyrir þjóðina.
Það er því skynsamlegast að hreyfa ekki stjórnar-
skrármálinu á þingi nú í sumar, öðru vísi enn að
minnast 25 ára afmælis hennar, eins og áður er sagt.
Það er heldur ekkert í húfi, þó vopnahlé verði á
þessu eina þingi.
ina heldur enn hitt. Allir eru leiðir á herkostnað-
inum. — í Evrópu standa nú 4V2 miljón manna und-
ir vopnum. Ef alment stríð yrði, mundu 17 miljón-
ir manna þegar kvaddar til vopna, og væri varalið
kvatt til vopna, yrði það 35 miljónir. Menn geta
bezt ráðið í það, hve mikill her sá er, af því, að væri
honum raðað í fylkingu, mundi hún ná frá Madríd
til Pétursborgar. Hver Evrópu maður verður nú að
lifa meira eða minna af ævi sinni í herskálum eða við
hertamningar. Á Frakklandi er 9. hver maður her-
maður, í Þýskalandi 12. hver, í Austurríki-Ungarn
11. hver, í Ítalíu 7. hver, á Rússlandi 40. hver. Her-
naðargjöldin árið sem leið voru álíka há á Rússlandi,
Þýskalandi og Frakkiandi um 700 miljónir króna í
hverju ríki og í Englandi 750 miljónir.
Vinnulokun (sbr. lock out) gerðu danskir smíða-
meistarar í f. m.: húsameistarar, málarar, járnsmiðir;
30,000 manna vinnulausir. Haldið að lengi standi á
útilokun þessari.
Frakkland. Eins og kunnugt er orðið, varð Frey-
cinet að fara úr hermálaráðgjafasætinu; stóð það í
sambandi við Dreyfusmálið. Út af fyrirspurn á þing-
inu gat Freycinet þess, að hann hefði faliist á að
skólastjóri við hernaðarskóla hefði ámint lærisvein-
ana fyrir það að þeir hefðu gert uppþot gegn kenn-
ara, sem hafði skrifað varnargrein um Dreyfus. Við
þessa frásögn kom illur kyrr í þingheiminn og varð
það til þess að Freycinet sagði af sér.
Borgarbruni í Klondyke. Höfuðbærinn í Klon-
dyke, Dawson City, er sagt að hafi brunnið að mestu
25. apríl. Skaðinn auðvitað margar miljónir. Ekki
getið um manntjón.
Síberíuþverbrautin. Járnbrautin yfir þvera Sí-
beríu (frá Rússlandi austur að Vladivostock við Kyrra-
hafið), er nú komin langt á leið. Meira enn helming
hennar er farið að nota (austurhlutann), og eftir
tvö ár verður henni lokið. Hér er um stórframför
að ræða fyrir Síberíu. Síbería verður einna mesta
kornforðabúrið fyrir Evrópu. Nú þegar er flutt mik-
ið af hveiti frá Síberíu. Það er ágætrar tegundar,
og er því mikið sótst eftir því. Þar að auki er Sí-
bería málmauðugt land; þar eru gullnámur og járn-
námu og fleiri námur og kola námur mjög miklar,
svo að líkindi þykja til að þangað verði leitað, þegar
kolanámur Englands eru þrotnar.
Veiting Golfstraumsins,
Risafyrirtæki.
Útlendar fréttir.
Friðarfundurinn hófst í Haag 18. maí. Þar
mættu fulltrúar frá öllum ríkjum Evrópu, nema
Noregi; Norðmenn fengu þess ekki ráðið fyrir Sví-
um.
Menn vona, að árangur fundarins verði í friðarátt-
Stríðið milli Bandaríkjanna og Spánar hefir stór-
um æst metnaðargirnd Ameríkumanna. Ameríka er
orðin að hernaðarríki engu betra enn gömlu konungs-
ríkin í Evrópu. Bandamenn eru að reyna að vinna
Filipseyjar, sem fara þó ekki fram öðru enn því, sem
þeim er heimilt, samkvæmt sjálfstæðisuppkvæði Banda-
ríkjanna frá 1776.
Enn Bandamenn láta sér ekki nægja með Kúbu og