Heimdallur - 01.03.1884, Side 14
niður í vatnið, og kemst enginn maður þar upp;
en að vestanverðu er skógur; gata ein liggur í
gegnum skóginn; brennihöggvararnir og veiðimenn-
irnir þekkja hana, smalastúlkurnar ganga haná
upp á fjallið og veiðidýrin hlaupa yfir hana fram
og aptur. Á tveim stöðum liggur gatan fram hjá
dálitlum rjóðruin í skóginum, og standa í þeim
hjarðmannakofar og timhurskálar, og hafast hjarð-
menn þar við á vetrum. En þegar upp eptir
dregur, verður hlíðin æ brattari og brattari, og að
sama skapi verður skógurinn gisnari, og loks gnæfir
auður fjallskamburinn upp á milli grenitrjánna og
horfir niður í dalinn, niður á Berchtesveg og
vatnið, og slær dimmum blæ á það; þar sjest
og hin gráa veiðihöll Bartholomá; hringinn í
kringum hana standa hlynir, og blakta topparnir,
og er eins og þeir gefi ferðamönnum bendingu um
að ganga inn úr þessum eyðilega klettaklasa.
Einusinni um haustið gekk ungur maður upp
þessa bröttu götu, og fylgdi honum veiðisveinn
hans. Maðurinn leit opt aptur, og horfði undrun- i
arfullur niður á við. Hann var í veiðibúningi, og
þótti sá búningur hentugur til þess að veiða í þar
um slóðir, en vel mátti sjá á honum, að hann var
eptir einhvern bæja-skraddarann, sem hafði ætlað
að sýna hvílíkur listamaður hann væri. Treyjan
var brydd með grænu silkiflosi, vestið var úr
silki og grænt á lit, buxurnar voru úr leðri og
náðu að eins niður að hnjám, hnjen sjálf voru ber,
sokkarnir voru grænir og náðu upp undir hnjen;
til þess að halda þeim uppi, voru dregin bönd í þá,
og þar sem þeim var hnýtt saman, voru fest refahöfuð
úr málmi; á fótum sjer hafði hann fjallgönguskó,
sólarnir voru þykkir og járnaðir, en skórnir sjálfir
voru spegilfagrirog reimaðir saman með gulum bönd-
um; hann hafði á höfðinu spánnvjan, uppmjóan veiði
hatt og var fest á hann gemsuskegg og hana-
fjöður, en ekki á þann rjetta stað. þ>etta hafði
drengurinn rekið augun í og gat ómögulega fellt
sig við það, því þó treyjan hans væri ekki sem
fallegust, þá var hann þó bezta veiðimanns efni,
en að segja öðrum eins höfðingja frá því, það
þorði hann ekki fyrir sitt lifandi líf. Hann gekk
á eptir barúninum og bar fyrir hann fallega, tví-
hleypta kúlubyssu, en í hjarta sínu hafði hann hálf-
gaman af að sjá, hvernig eggjagrjótið markaði
fallegu skóna barúnsins
Annars segjum vjer þetta alls ekki í vondu
skyni um barúninn með fallegu skóna. Hann \
kunni vel til veiða í skógunum á erfðaeign sinni, í
en hann var óvanur því að veiða í fjöllum, og '
þokkti lítið siði fjallabúa. þ>ví hærra sem hann
komst upp eptir, því skemmtilegra þótti honuin að í
líta í kringum sig. Haustgolan bar hvert hljóð \
neðan frá vatninu upp til hans; hann heyrði að
stúlkurnar, sem voru á siglingu til Bartholoma, í
voru að syngja, hann heyrði byssuskotin niðri í '
dalnum og bergmálið í klettunum, og þegar aptur
var orðið hljótt, heyrði hann axarhljóðið í skóg- ;
inum og niðinn í litlu lækjunum. Han stóð við, ;
tók hattinn af höfðinu og litaðist um með athygli. í
«IJað er fallegt hjerna hjá ykkur Frygíus litli,»
sagði hann við drenginn.
«Já það er satt, herra barún», sagði drengur- j
inn. «þ>að er líka nóg af gemsum uppi í Warteck, j
ogofarí fjallinu eru «mankejar», ef yður einhvern j
tíma langaði til að skjóta einhvern af þeim».
Svo slitu þeir talinu, því drengurinn talaði i
mállýzku þá, sem þar var töluð á fjöllunum, en
barúninn var franskur, og skildi naumast helming-
inn af því, sem hinn sagði; hann vissi ekki einu- |
sinni að «mankej» er múrmeldýr, og í öðru veifinu \
var hann hræddur um, að ef hann færi að spyrja
drenginn, þá mundi hann ekki bera jafnmikla virð- ;
ingu fyrir sjer á eptir. Skógarstjórinn hafði sagt \
honum, að stór gemsuhafur hefðist við þar uppi í >
fjallinu, og þennan hafur vildi hann, fyrir hvern •
mun, ná í. Frvgíus vissi líka af honum, og nú \
um nóttina ætluðu þeir að vera í selinu, og fara ;
þaðan snemma morguns að leita að honum. Hann |
hirti því ekki um að komast eptir því hvað
«mankej» þýddi, og hjelt þegjandi leiðar sinnar ;
upp fjallið.
peir gengu nú í marga klukkutíma, og kom ;
þá maður á móti þeim ofan af fjallinu; hann var
hár vexti og vasklegur; allt í einu stóð hann við i
og virti þá fyrir sjer, og varð nokkuð skuggalegur
á svipinn. Á að gizka, var hann tæpra 24 ára.
Treyjan hans var bæði stutt og slitin; hann hafði ;
hattkúf á höfðinu, með langri hanafjöður í; hann
var í ullarsokkum, og var bert bil á milli um '
hnjen og voru þau allmikið veðurtekin; hann var ;
ber á hálsi og brjósti, því skyrtan skýldi þar ekki. ;
Hann hallaði sjer upp við háan klett, og stóð fyrir >
þeim mitt á gðtuuni, og var ekki laust við, að \
hæðnissvipur væri yfir honum, og hann þokaði