Heimdallur - 01.03.1884, Síða 15

Heimdallur - 01.03.1884, Síða 15
47 ; sjer ekki vitund úr vegi, þegar útlendi maðurinn - nálgaðist hann. t þ>að leit þó út fyrir að barúnin- j um litist vel á þennan djarfa pilt. Hanu leit ■ framan í liann vingjarnlega, kastaði á hann kveðju í og sagði: «G(iðan daginn; hvað er nú langt upp eptir til ykkar?» Pilturinn kreisti saman varirnar, eins og hann | ætlaði að gleypa svarið. «IIpp eptir til okkar?» \ át hann loksins eptir honum, og leit háðslegum ; augum á föt ferðamannsins. «Haldið þjer að það ( sje sprengikvöld heima hjá okkur?» Hann kippti upp stafnum sínum og rak hann ) niður á stein, eins og hann væri að reyna, hvað í þungur broddurinn væri. «Seppí», sagði veiði- sveinninn, «farðu burt úr götunni, annars skal jeg ; segja skógarstjóranum eptir þjer; þú skilur». Seppí hló við og sagði: «þú mátt segja það j sem |iú vilt; jeg er livergi hræddur, og allra sízt j við annan eins labbakút og þú ert, sem berð byssu 5 fyrir slíkan apakött. Guðsfriði Frygíus.» Svo hló hann aptur, vatt sjer inn á milli i grenitrjánna og hvarf niður í gil nokkurt. Hinir i horfðu á eptir honum. «Hver var þessi rustalegi | maður?» spurði barúninn. «Seppí frá Thiereck, náðugi herra», sagði .< drengurinn og glápti niður í gilið, eins og eitthvert > villidýr hefði verið skotið og dottið þar niður. í «Skógarstjórinn hefur lengi liaft liann grunaðan, ; því sko, hann skýtur það, sem honum sýnist, þegar svo liggur á honum. Meðan hún móðir hans lifði, þá gjörði hann minna af því, en nú skýtur hann ; það, sem honum bezt þóknast, þó það sje um ; hábjartan daginn. Hún Eesei í selinu er kærast- > an hans; þessvegna kom þessi svipur á hann, þegar ; barúninn spurði hann um, hvað langt væri upp ; eptir. Og svo rak hann líka augun í það, að ; barúninn hefur hanafjöðrina að framan í hattinum \ sínum, en ekki að aptan; hjerna á fjöllunum skilja menn það svo, að þá búi illt undir. Jeg þori ekki ; að fullyrða, að Seppí reyni ekki til að gjöra yður | eitthvað illt, þó hann aldrei nema Ijeti undan í ; þetta skiptið.» * «Hvað illt skyldi hann geta gjört mjer?» sagði ; ungi maðurinn rólega, »hann hefur ekki einusinni j byssu.» «Jú byssu hefur haun reyndar, þó þjer sæjuð ; hana ekki. það má skrúfa hana sundur og saman. > Skeptið hefur hann í vasanum aptan á og hlaupið j í vasanum á hliðinni, því það er mjög stutt. ; pegar hann ætlar að skjóta, er allt komið saman j á einu augnabliki. En nái varðmaðurinn honum, þá verður hann bæði að láta af hendi byssuna, og ; auk þess sitja inni margar vikur.» «En hvað var það, som þú hótaðir honum, að segja skógarstjóranum, Frygíus?» «Fyrra föstudag sá jeg hann með gemsuhafur ; niður í Ofendal. Hefði lnin móðir hans ekki verið ljósa mín, þá hefði hann sjálfsagt skotið mig, hann , varð svo reiður, afþví jeg mætti honum. Jeg lof- ; aði honum að þegja yfir því, en samvizkan bítur ' hann sjálfsagt, svo hann hefur engan frið.» «Er hann fátækur, fyrst hann skýtur í \ óleyfi ?» «Hann gæti lifað góðu lífi, ef hann ekki spilaði eins mikið og hann gjörir, og bærist ekki í eins mikið á, æfinlega þegar brúðkaup er, eða þegar ; menn reyna sig, hver bezt geti skotið. En hann vill nú æfinlega vera mestur, og svo hefur hann i ekki nóg til að lifa á. Hún móðir hans hjelt > reitunum saman, meðan hún lifði, en síðan héfur > hann selt kýrnar sínar og tekið lán upp á húsið. > Hvernig á hann þá að geta lifað? Eesei vill heldur ) ekki sjá hann; jeg hef heyrt hana segja við < kunningjastúlku sína, að hún vilji ekki líta við ; honum, fyrst hann sje að skjóta dýr, scm hann má ekki skjóta. Út úr þessu er liann orðinn helmingi geðstyggari enn hann var áður. En herra S barúninn þarf ekkert að óttast, því jeg skal sjá ; um, að hann komi ekki aptan að yður með bvssuna. : Og nú er ekki nema klukkutíma gangur upp að \ selinu.» Síðan þognuðu þeir. þ>eir áttu heldur ekki ; gott með að tala mikið saman, því það var svo ; bratt, það sem eptir var af fjallinu. Loksins kom- \ ust þeir út úr skóginum, og var þá skammt eptir > upp á efstu brún, en brekkan var græn og grasi vaxin upp eptir. Barúninn nam þá staðar og í horfði upp á brúnina, og sá hann þar eitthvað dökkleitt, sem hreifðist fram og aptur, og varð honurn mjög starsýnt á það. Fylgdarsveinninn sagði honum, að stúlkurnar væru að vega salt, og að þær gjörðu það stundum, til þess að stytta sjer stundir. Svo hjeldu þeir áfram, en innan skamms ] tók barúninn eptir því, að þær liöfðu sjeð hann, og þó þá væri all-langur vegur eptir, til þess að : gjöra, þá heyrði hann að þær buðu hann vclkominn )

x

Heimdallur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.