Heimdallur - 01.04.1884, Page 2

Heimdallur - 01.04.1884, Page 2
50 Paul Heyse. Árið 1830 15. d. marzmánaðar er Paul Heyse fæddur. Faðir hans og aíi voru báðir vísindamenn og í miklu áliti, og sjálfur fjekk hann hið bezta uppeldi, og með því var grundvöllurinn lagður þegar á upp- vaxtarárum hans til þeirrar miklu almennu mennt- ; unar, sem síðar kom hvervetna fram í ritum hans. \ Hann íör mjög ungur að gefa sig við skáldskap, en það var þó í rauninni ekki fyrr en árið 1852 að skáldgáfa hans að fullu ruddi sjer til rúms. Hann var þá staddur í Ítalíu, og má óhætt fullyrða ; að hin suðræna náttúra og hið einkennilega ítalska í þjóðlíf hafi eigi átt alllítinn þátt í því, enda munu fá skáld hafa skilið þjóðlíf ítala eins vel og hann, og enn færri hefur tekizt að lýsa því eins vel og í Heyse gjörir. fegar hann kom heim aptur til í pýzkalands úr þessari suðurferð sinni, rjeð hann af | að hætta við háskólanám sitt og helga líf sitt skáld- skapnum að fullu og öllu. J>etta fyrirtæki heppnaðist- ; hvorki betur eða lakar en svo, að síðan hefur hann j verið lengst af eitthvert mesta uppáhaldsskáld / pjóðverja, og ekki að eins pjóðverja; rit hans hafa / verið lesin og elskuð út um allan hinn menntaða ; heim — nema á íslandi, þar mun hann vera lítt j þekktur, eins og aðrir snillingar heimsins, sem / fram hafa komið á síðustu þremur til fjórum ára- tugum. Paul Heyse hefur gefið sig við öllum greinum í skáldskaparins. Hann er ljóðskáld svo gott, að ; enginn pjóðverja, sem nú er uppi, þykir taka í honum fram; hann hefur og skrifað bæði rómana ; og leikrit, og tekizt hvorttveggja vel. En einkum | eru það þó nóvellur hans, sem hafa gjört hann ; svo frægan sem hann er. þær eru í eitthvað 10 t bindum og eru allar meistaraverk. Dr. Georg Brandes hefur ritað ágæta ritgjörð ) um hann í bók sinni »Mennesker og Værker», > sem kom út í fyrra sumar, og þar lýsir hann ; honum á þessa leið: »Paul Heyse hefur erft Apollós-útlit sitt / frá hinum þýzka Ólympsbúa (o: Goethe); fegurð / hans og tíguleikur hlýtur að fá á hvern mann. í Hann ber höfuðið hátt og fagurlega, og hárið í fellur niður með vöngunum í hrafnsvörtum lokk- um. Hann er fölleitur í andliti og bláeygur, og þegar Heyse er ekki í neinni geðshræringu, eru augun undarlega fol, þraatt fyrir það hvað augna- ■; ráðið er hlýlegt. Hann hefur fallegt göngulag, allt ; viðmót hans er stillilegt og vinnandi; svo mikill ; þokki kemur fram í því, aðjeg hef aldrei orðið var - við annan eins hjá nokkrum karlmanni, og hcfði ; heldur ekki trúað því, að nokkur karlmaður hefði í slíkt til að bera, þó mjer hefði verið sagt það. j Hvað lítið sem hann talar við mann, kemur hans ; meðfædda fegurðartilfinning fram; hvað lítilvægan ; miða, sem maður sjer frá honum, þá hefur hann ; eitthvað yndislegt við sig. ; Hann býr í Múnchen; í húsi hans er öllu ; mjög vel fyrirkomið, og fyrir framan það er dá- | lítill aldingarður; hann hefur byggt það fast við j opinberan lystigarð. Hann er tvíkvæntur, á Ijóm- ; andi fallega konu, og eru samfarir þoirra hinar beztu. Hjónaband þeirra hefur þó ekki farið var- ; hluta af sárum harmi, því árið 1877 misstu þau eina ; barnið, sem þau áttu.« í Jeg ætla mjer ekki að rita lanca grein um ; Heyse eða skáldskap hans. [>að erhvorttveggja, að jeg , er ekki fær um það, enda hafa fæstir af lesendum ; Heimdalls lesið nokkurt orð eptir hann, og hefðu > þess því eigi full not. Jeg ætla að eins í fáum orðum að segja mönnum lífsskoðun hans, eptir ; því sem hún kemur fram í ritum hans, og að svo ; miklu leyti, sem jeg get gjört mjer von um að í hún skiljist, þrátt fyrir það, hvað jeg verð fljótt : yfir sögur að fara. Jeg ætla að styðja mig við ; þessa ritgjörð Dr. Brandesar, sem jeg áður nefndi. ; Næst því að lesa rit Heyse sjálfs skal jeg ráða mönnum til að lesa þessa ritgjörð Dr. Br., ef þeir vilja j fá að vita eitthvað um þetta skáld. Jeg vildi annars ; óska, að þeir yrðu fieiri, sem yrði forvitni á að lesa eitt- ; hvað eptir Heyse, en þeir nú eru, og — nefna má það ; — að einhverjir svo færu að finna köllun hjá sjer ; til að koma nóvellum hans á íslenzku. Jeg þori að fullyrða að enginn, sem fer að gefa sig við ritum ; hans, mun sjá eptir því, því að af öllum þeim skáldum, sem jeg hef lesið, veit jeg engan skrifa elskulegar og yndislegar enn Paul Heyse. pað er þá fyrst af skáldinu Heyse að segja, : að það sem hann telur æðst af öllu er hið mann- lega eðli. Heyse er ekki um það að gjöra, hvað maðurinn liugsar eða vill, heldur livað liann er samkvæmt eðlisfari sínu. Sú æðsta skylda er lotn- ; ingin fyrir því og hlýðnin við það, sú eina sanna synd er ^nd á móti því — syndin, sem ekki verður

x

Heimdallur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.