Heimdallur - 01.04.1884, Blaðsíða 3
51
fyrirgefin. Hvað sem það svo er, sem setur
sig upp á móti eðlisfari mannsins, þá verður það
að víkja, hvort heldur það er skynsemin eða sið-
ferðiskenningar.
Jeg skal taka til eitt dæmi af ótal mörgum,
sem til mætti færa, svo þetta verði nokkru ljósara.
í sögunni »Leitin eptir hamingjunni» kemur fyrir
ung stúlka, sem hefur verið alin upp í ströngum
siðgæðiskenningum. Vetrarnótt eina hefur hún
átt fund með unnusta sínum, ungum aðalsmanni,
í höll þeirrij, sem þau búa f, en þegar hún ætlar
að fara frá honum vill hann fyrir hvern mun fá að
fara með henni inn í svefnherbergi hennar. Hún
þvertekur fyrir það, hversu sem svo tilfinningar
hennar mæla með því; hann fer þá á bak hesti sín-
um og ríður út í kafaldsbyl og náttmyrkur, og
bíður bana af. Eptir það getur hún ekki um ann-
að hugsað en slys þetta. «pegar hjarta vort ekki
vísar oss leið, þá villumst vjer æfinlega», segir hún.
«Jeg hef nú einu sinnisteypt mjer í ógæfu, af því
að jeg vildi ekki heyra, hvað hátt sem hjarta mitt
hrópaði. Hjeðan af skal jeg gefa því gaum, og
ekki skipta mjer af neinu öðru, þó það gjuri ekki
nema hvísla í hálfum hljóðum.» Og rjett á eptir
segir hún: «Mig skorti ekki biðla af öllum stjett-
um, unga og gamla, laglega og ljóta, og jeg segi
yður það satt, að hefði hjarta mitt látið það minnsta
til sín heyra, þá — þjer getið nú hugsað um
það, hvað sem þjer viljið — þá mundi jeg ekki hafa
tekið skírlífi mitt til greina.»
f að ræður að líkindum, að þar sem Heyse setur
eðlisfar mannanna svo hátt, muni hann og taka
ætternið mjög til greina. Persónur hans eru því
líka mjög háðar. Hjá þeim, sem miður eru mennt-
aðir, kemur það ósjálfrátt fram og ánþess þeir gjöri
sjer grein fyrir því; menntaða fólkið veit vel af
því, og vitnar þráfaldlega til þess, sem það hefur
drukkið inn í sig með móðurmjólkinni, og telurþað
jafnan sem sjálfsagt, að við það verði að sitja. Jeg
skal að eins tilfæra eitt dæmi. írómaninum »Börn
heimsinsi) hefur maður, sem Edwin heitir, fengið
brennandi ást á stúlku, sem ekki vill þýðast hann.
Bróðir hans, Baldur að nafni, fer svo til stúlkunnar
á laun við bróður sinn og grátbœnir hana um að
veita ekki bróður sínum afsvör af dutlungasemi eða
Ijettúð, því honum leikur grunur á, að bróðir sinn
muni í raun og veru ekki vera henni fjarri skapi.
Hún segir honum þá, hvernig ástatt sje, scgist nýlega
hafa komizt að því, að móðir sín hafi nauðug j>
komizt á vald föður sínum, heldur að hún geti
ekki elskað sjálf, og telur þetta ástæðuna. «Vinur ;
minn», segir hún, «jeg held þjer og bróðir yðar vilj- j
ið mjer ekki nema allt það bezta. En það væri í
glæpur, ef jeg ímyndaði mjer að þjer gætuð hjálpað ;
mjer, þar sem jeg nú sje allt glögglega og veit um i
forlög mín, að jeg ber þau í blóðinu.» Samakemur
fram hjá öðrum persónum í þessum róman, og það <
þeim, sem eru eins ólíkar þessari stúlku, eins og
hvítt og svart.
Enginn má taka orð mín svo, sem Paul Heyse !
viðurkenni ekkert æðra enn eðli mannsins og hvatir
þess á hinu lægsta stigi. pað eru ekki þær ein- \
stöku hvatir, sem lijer er um að ræða, en það er í
hin meðfædda þrá mannsins eptir að halda sjálfum i
sjer heilum, óskertum , að bíða ekki tjón á sálu <;
sinni — ekki samt í sama skilningi og prestarnir !
hafa það. pessvegna getur Heyse líka látið and- j
legan skyldleik verða blóðskyldunni yfirsterkari. I \
nóvellunni «Hinn týndi sonur» leynir kona eiti
manni sem hefur orðið banamaður sonar hennar, j
en er þó saklaus sjálfur; hann hafði átt hendur
sínar að verja, og hafði enga hugmynd um, hverj- ;
um hann hefði orðið að bana. Hann er allra j
ástúðlegasti maður, móðurinni fellur hverjum deginum f
betur við hann, og dóttir hennar fær ást á honum j
og þau hvort á öðru. Skömmu eptir að þau hafa /
lofazt með samþykki móður hennar, kemzt konan >
að, hvernig í öllu liggur, en þrátt fyrir það lætur j
hún brúðkaupið fara fram, eins og ekkert sje, getur
ekki um við nokkurn mann, hvers hún hafi orðið i
vísari, og ber harm sinn í hljóði. Hjer er algjörlega ;
andlegt band komið í stað blóðskyldunnar; 5
móðirin tekur sjer þann í sonar stað, sem hefur
orðið hennar eigin syni að bana, en einmitt með
því breytir hún samkvæmt sínu innsta eðli og !
líður ekki tjón á sálu sinni. Eins er því jafnan \
varið, þar sem Heyse lætur skyldurnar mega sín ')
meira enn sterkar ástríður t. d. heitaást; persónur
hans gjöra það ávallt til þess að vera sjálfum sjer j
trvggar og dyggar, til þess að skaðast ekki, sýkjast \
ekki í innsta eðli sínu. Náttúran sjálf er uppspretta
skyldunnar, því að sú æðsta regla, sem skyldan j
verður að fara eptir, er sú, að gæta þess að mað- \
urinn verði ekki sjálfum sjer sundurþykkur. Svo ;
fjarri fer því, að Heyse skoði náttúruna sem óvin
andans og skyldunnar. En hún er honum allt, því