Heimdallur - 01.04.1884, Side 5

Heimdallur - 01.04.1884, Side 5
53 scttist þá á þröskuldinn að mjólkurhúsinu hjá smaladrengnum, barúninn sat á milli Vefu óg annarar aðkomustúlkunnar, og var fullþröngt, en Resei gekk fram og aptur og bjó til kvöldmat í handa gestum sínum. En þröngt mega sáttir sitja, og þau fundu ekkert til þess þó þröngt væri, því ekki leið á löngu áður enn þau hlógu og gjörðu að gamni sínu, sem bezt mátti vera; það glamraði í tinskeiðunum, barúninn át nýmjólk úr trjeskál, og hafði Vefa látið stórar brauðsneiðar ofan í mjólkina, og át hann með beztu lyst. Frygíus reykti vindil, sem barúninn hafði gefið honum, og var ; mjög ánægður; fyrst hafði ekki verið laust við; að gamli brennihöggvarinn gæfi barúninum hornauga, ; en barúninn rjetti honum veiðipelann sinn og ljet i hann drekka, og optir það varð hann svo kátur, : að hann var einlægt að syngja ýmsar vísur, og ; hann varð aldrei uppiskroppa með þær; um leið \ ljek hann á fiðlu, sem hann hafði með sjer. Stúlkurnar sungu opt með honum og æfinlega hlæj- andi. pau höfðu ekkert annað Ijós þar inni, enn ; bjarmann úr eldinum, og ofurlitla tunglskins glætu, í sem gægðist í gegnum þokuna; herbergið var í | mesta lagi 5 ferhyrningsfet á stærð. Resei hafði : sezt við annan gluggann og lagt hendurnar í kross, | söng hún undir með þeim, en ofur lágt. Barún- inum leizt ávallt betur og betur á hana. Hann \ var að hugsa um, hvar hún hefði getað lært að kreista saman varirnar með slíkum tignarsvip og \ horfa hugsandi út í þokuna. Honum sýndist hún , alls ekki hafa liugann þar sem hún var, heldur einhversstaðar langt í burtu. Hún dró andann þungt og það var eins og neíið hálftitraði um leið, enda leit það ekkert sterklega út, og honurn < sýndist ennið á henni verða hærra. Ósjálfrátt datt ; honum í hug franska bóndadóttirin, sem bar merkið fyrir heilum her. fJau gleymdu því að tíminn leið; en þegar sem hæzt stóð á gleðinni, var hurðinni allt í einu lokið \ hægt upp og Seppí kom inn, og kom kaldur gustur, ; utan úr þokunni, inn með honum. pað leit. ekki út fyrir að nokkur yrði glaður við komu hans. : Brennihöggvarinn gamli. sat við borðið og ljek á : fiðluna sína eins fyrir það, en gaf þó Seppí horn- auga og hóstaði vandræðaiega. Stúlkurnar fóru að hvísla einhverju hver að annari, og það var eins og þær bjyggjust við einhverju illu; Resei var sú / eina, sem ekkert bar á. «Má jeg kveykja I píp- unni minni?» sagði Seppí. «Annars’skal jeg ekkert í trufia ykkur». Enginn svaraði honum. Hann gekk þá að \ eldinum og kveykti í pípunni sinni, en á meðan söng gamli maðurinn: \ Ferfætt er tóan, en tvífættur sá, sem lymskufullur núna iæðist til og frá. Stúlkurnar fóru aptur að hvíslast á og bentu : á Seppí, sem sneri að þeim bakinu; en svo sneri hann sjer við, og stóð upp við borðið, á milii gamlafmannsins og Resei, beint á móti barúninum, ■ og þó Seppí hefði ekki verið sem kurteisastur við > hann, þegar þeir mættust niðri í skóginum, þá ; erfði barúninn það okki, og var miklu fremur > vingjarnlegur við hann. Seppí var vel vaxinn og hermannlegur, og það kom enn þá betur í ljós inni : í þessu litla herbergi heldur enn niðurfrá í skógin- > um, þar sem grenitrjen gnæfðu svo hátt upp, og \ djarfiegu drættirnir í andlitinu á lionum áttu ekki illa við tunglsbirtuna þar inni. En það leit ekki út fyrir, að Seppí gæfi barún- j inum nokkurn gaum. Hann slóg á öxlina á gamla karlinum og sagði: «Franzel», situr þú hjerna inn- > anum kvennfólkið? Nú ert þú víst í þínu essi; \ heyrðu, hver af þeim er eiginlega kærastan þín? Gamli maðurinn svaraði með vísu: Ef vinir inni una > og allt fer sem bezt, þá telja allir ófrið sem óboðinn gest. Seppí ýtti bekknum dálítið fram og settist hjá honum. Síðan söng hann sjálfur. Hann hafði ekki fagra rödd, en það var auðheyrt að liann hafði \ opt sungið: > Aldroi hef jeg heyrt að slík heimska kæm’ í ljós, að grænkálshöfuð gamalt vildi giptast ungri rós. Gamli maðurinn svaraði þegar: Og hcimska þvílík aldrei heyrðist eða sást. aö klaufalegur hundur á kisu festi ást. Hin færðu sig nú nær, hlægjandi, en Seppí þreif fiðiuna og byrjaði að leika á hana annað fjör- ugra lag. «Hvað á þetta að þýða Franzel», sagði :

x

Heimdallur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.