Heimdallur - 01.04.1884, Page 7

Heimdallur - 01.04.1884, Page 7
55 í liann borgað honum í sömu mynt. þau hlustuðu | öll agndofa á áframhaldið, og var það meira óp enn ; söngur: ; Hyggilegt er það, að hætta ei sjer, þar sem hætt er við höggum, hvenær sem er. Jeg veit það að stúlkurnar vilja ei sjá Íhvern flautaþyril, þó fari hann hjá. Og grenitrjeð enginn með orðum fella má; fyrst þarí að höggva, ; ef falla það á. ■ þ'að var eins og hann talaði seinustu orðin í við sjálfan sig. Svo stökk hanti upp, fleygði frá ) sjer fiðlunni og lamdi svo hart niður í borðið, að ; strengirnir titruðu og mjólkin skvettist upp úr mjólkurtroginu. «Nú skal jeg segja yður nokkuð, | góði maður,» sagði hann hátt, «þetta þoli jeg ekki 5 lengur. Ef þjer vitið ekki enn þá, hvað hjerer. um J að tala, þá skal jeg koma yður í skilning um það; ; farið þjer út, farið þjer út, segi jeg. Haldið þjer að < .Íeg viti ekki, hvað þjer ætlið að gjöra. Annar eins ; oflátungur og spjátrungur og þjer eruð, getur ekki ; lengur verið hjer inni, og þessvegna verðið þjer að • fara út, snáfið þjer út, eða —» jj Hann steitti hnefana framan í barúninn, sem ; horfði rólega og kuldalega á hann, ogsagði: «Farðu ; hurtu, maður, og varaðu þig á því, að ógna mjer- ; Yið höfum ekkert saman að sælda, og enginn skal ; hanna mjer að vora hjér, eins lengi og jeg vil, meðan stúlkurnar ekki reka migút. En ef þú ert ; svo djarfur, að snerta við mjer með einum fingri, þá skaltu fá að finna til þess, að fieiri hafa krapta ; í kögglum, enn þið, sem lifið hjerna uppi í fjöll- ; unum.« «Vertu nú rólegur, Seppí,» sagði gamli maður- ; inn við hann og tók í handlegginn á honum og reyndi til að toga hann niður á bekkinn til sín. Iín Seppí gat ekki stillt sig. Hann leit þó snöggv- ast til Resei, til þess að sjá, hvort hún mundi neyta húsbóndarjettarins, en hún steinþagði og virti hann fyrir sjer, mjög áhyggjufull, og þá var honum I öllum lokið, hann gat ekki lengur stilit sig. «Haldið Jijer, að Jjjor þekkizt ekki?» sagði hann í bræði sinni. «Jeg sá yður við seinasta brúð- ! kaupið í Bertelsgötu, og sá að þjer voruð einlægt að fjargviðrast utan um stúlkurnar og leggja þær í | einelti. En þá voru það fleiri enn jeg, sem tóku ! eptið yður, svo þjer urðuð að hætta öllu daðrinu. ; Enhjerna er jeg einsamall, því karlinn og drengirn- ; ir eru ekki teljandi, og svo bera þeir svo fjarska ; mikla virðingu fyrir þessum kjánalega búningi, sem ; þjer eruð í, og kvennfólkið er náttúrlega eins ónýtt ; hjerna eins og annarstaðar. Og nú skal jeg segja s yður fyrir fullt og fast, að þjer hafið ekki meira að gjöra hjer inni, og þjer skuluð fara út, annað hvort með góðu eða illu; því getið þjer sjálfur ráðið. Snautið þjer út, eða jeg skal finna yður í ; fjörunni.ii Um leið og hann sagði þetta, stökk hann yfir ; borðið og að barúninum, reiddi upp báða hnefana ; og gjörði sig líklegan til að ráðastá hann, efhann ; vildi ekki fara út með góðu. þ>á stóð Resei upp. Hún var stillileg, enákaflegaföl í andliti. «Seppí,« sagði hún hátt og skýrt, «farðu nú út; þú lætur ; eins og vitlaus skepna, og það ert þú, sem átt að fara út. Jeg hef ekki boðið þjer inn, og jeg hefði líka mátt vera vitlaus, efjeg hefði gjört það; því nautið, sem sjer rauða dulu, er skynsamara enn þú, og sá sem ekki sjer aðra í friði, getur ekki i lengur verið með mönnum. Nú heyrirðu hvað jeg \ segi, og farðu svo þangað, þaðan sem þú ert kom- inn. pað er úti á milli okkar.» Seppí ætlaði að svara henni, en gat engu orði ( upp komið fyrir reiði. þ>að varð dauðaþögn í her- > berginu; að eins nísti Seppí fast saman tönnunum; hendurnar hnigu máttiausar niður eins og hann yrði aflvana eptir þessa miklu geðsliræringu. En ; allt í einu flaug hann á barúninn, tók í herðarn- ; ar á honum og kippti honum upp af bekknum. > Stúlkurnar hljóðuðu upp yfir sig, Frygíus og drengurinn hlupu til hjálpar, gamli maðurinn reyndi til að ná í brjóstið á Seppí og toga ; hann burtu, og nú leit ekki út fyrir annað, enn að þeir færu allir að fljúgast á þarna í myrkrinu. I>að fór þó betur enn til var stofnað, því barúninn ; var ekki fyr kominn fram á gólfið, enn hann fjekk færi á Seppí; hann gat hnykkt honum þannig aptur á bak, að hann missti jafnvægið og fjell yfir bekk- inn og kom með hnakkann niður á þröskuldinn, og < var það mikið fall. Frygíus og gamli maðurinn > hlupu nú að honum, tóku í hendurnar og fæturna ;

x

Heimdallur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.