Heimdallur - 01.04.1884, Síða 10

Heimdallur - 01.04.1884, Síða 10
58 að hún gæti nokkurn tíma hugsað alvarlega. En hvernig var það með Seppí ? Hugsaði hún enn þá upp á hann, eða var úti á milli þeirra? Hann langaði til þess að spyrja hana um þetta og annað fleira og þessi longun hans fór vaxandi. Hann ímyndaði sjer líka eflaust, að það hefði verið munur að sjá sig eða jafn ruddalegan mann eins og Seppí, þegar þeir stóðu báðir á vígvellinum, og það hefði heldur ekki spillt fyrir, hvað hann vann mikinn sigur. Ef til vill lá nú Eesei og gat ekki sofnað og var að hugsa um þennan laglega útlenda veiðimann og hver gat sagt, nema að hún vonaðist eptir því, að hann dræpi á dyrnar hjá sjer, svo að þau gætu haldið áfram samtalinu í betra næði. Hún gat álitið, að hann væri mesti durtur, ef hann svæfi af sjer þetta góða færi, eða hrokafullur, fyrst hann vildi ekkert skipta sjer af henni, og það esp- aði hann ekki minnst, að nú varð Seppí að liggja úti, svo hann gat í makindum notað tækifærið, til þess að ná þessari fallegu stúlku á vald sitt. Einhverja tilraun varð hann þó í öllu falli að gjöra. Hann reis upp og hlustaði; Frygíus hraut hátt. Hann gekk hálfboginn undir súðinni og leit- aði að stiganum. Allt í einu heyrði hann, að ein- hver var fyrir utan liúsið og blístraði aptur og aptur ofurlágt. og líkti stundum eptir hjartar öskrinu, en þó aldrei nema í hálfuin hljóðum. petta, er Seppí, datt honum undireins í hug. Hvað vifl hann þrjóturinn sá arna? Hann lagðist niður í vondu skapi og skreið á fjórum fótum eptir öllu gólfinu að dálitlu vindauga, sem var í múrnum. Hann varð var við. að glugg- inn hennar Kesei var þar rjett fyrir neðan. það var svarta þoka, svo liann sá ekki nema dálitinn blett í kringum kofann; tunglið var gengið undir og veðrið kalt og hráslagalegt. f>á heyrði liann aptur blístrað, en þó hærra í þetta skiptið, og svo var barið mikið högg í gluggahlerann. Hún er þó líklega ekki svo vitlaus að ljúka upp fyrir honum, tautaði hann fyrir munni sjer og lagði eyrun við. Svo varð hljótt stundarkorn. Svo heyrði fiann að Seppí sagði með lágri röddu: «Kesei. opnaðu uú strax hlerann og lofaðu mjer að tala við þig, eða jeg skal kveykja í kofanum og svæla þig og barún- inn þinn inni.» Nú heyrði hann að eitthvað var átt við liler- ann, og rjett á eptir sagði Kesei: «Gjörðu |iað, Seppí, hrenndu okkur inni, og rændu svo því sem þú getur náð; en hafðu þig nú á burt, því jeg hef ekki tíma tii að hlusta á þig.» Hún talaði hart og rómur hennar var mjög einbeittur. «Nei, þú hefur víst eitthvað annað að gjöra núna, er ekki svo?« sagði Seppí háðslega. «Hann stendur þó, vænti jeg, ekki fyrir aptan þig, barún- inn þinn, og hvíslar að þjer, að skella aptur glugg- anum rjett við neflð á mjer? Ykkur líður víst ekki svo illa þarna inni í myrkrinu, en það er leið- inlegast, að menn skuli vera að ónáða ykkur. En jeg get ekki orðið ykkur að skapi, jeg þarf að fá að vita, hvernig ástatt er með mig sjálfan, og svo máttu hleypa inn til þín á næturnar, hverjum sem þú vilt. [>aö er úti með okkar kunningsskap. «[>að er langt síðan, Seppí, og mjer stendur alveg á sama, hvað þú ert að blaðra. En farðu nú burt frá glugganum og sjáðu mig í friði, fyrst þú getur ekki annað sagt eri eintóm illyrði.» [>að var eins og það dytti ofan yfir iiann við þessi orð, enda talaði hún bæði alvarlega og kulda- lega. Hann þagnaði dálitla stund og hóstaði. Svo sagði hann: «I>að hefur ekki einlægt verið þessi óvinátta á milli okkar; þegar þú í fyrsta skipti varsthjerna uppfrá, þá fóru ailt önnur orð á mifli okkar. Hvernig stendur annars á því, að þú forðast mig eins og fjandann sjálfan. Er jeg ekki enn þá sá sami Seppí, sem þú sagðir við, þegar við stóðum í bröttu brekkunni við vatnið: Ef þú bæðir mig nú, Seppí, að stökkva þarna niður, þá gerði jeg það? Jeg veit það hefur verið talað illa um mig, og sagt að jeg væri óstjórnlega sólginn í spil, mesti óhræsis- maður og drykkjuhrútur. [>að er satt, að það hefur orðið mikil breyting á, síðan hún móðir mín dó; hvernig hef jeg átt að vera heima í Thiereck, þegar enginn er þar. Jeg gekk niður á Bertelsgötu, til [iess að fá mjer vinnu við saltnámurnar. En í öðru ein-i lopti. og þar var, gat jeg ekki lifað. Jeg verð að geta andað að mjer lopti; en engilrn getur lifað af tómu loptinu. En samt sem áður, þá hefði lík- lega einhver maður orðið úr mjer. ef þú hefðir ekki aflt í einu orðið allt öðruvisi við mig og gleymt fornri ást og vináttu. [>á fyrst hljóp fjandinn í mig, þá fór jeg að skjóta gemsurnar, hvar sem jeg sá þær og sóa út peningunummínum í spilamennsku, og þá hætti jeg að gefa því nokkuru gaum, sem aðrir sögðu. ,[>etta er þjer að kenna. Kesci. [>að ert þú, sem átt upptökin. Hefðir þú sagt við

x

Heimdallur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.