Heimdallur - 01.04.1884, Page 16
64
/ hefur ritað ýmislegt og þar á meðal ágæta bók um barna
nppfræðslu.
í sumar eiga að fara fram nýjar þingkosningar í
j Danmörku, og leggja því báðir flokkarnir, hægri- og vinstri-
í menn, fram allt, til þess að koma sínum mönnum að,
;■ halda fundi víðsvegar um landið, stofna fjelög o. s. frv.
í Loksins bafa stjórn Dana og Spánarstjórn orðið á eitt
j sáttar um verzlunarsamning, sem kvað vera allviðunanlegur,
í en svo lítur út sem danska þingið muni ekki vilja ganga
' að bonum.
Ríkisrjetturinn í Noregi hefur dæmt alla ráð-
\ gjafa Oscars konungs, flesta frá embættum, en suma í
; sektir, og alla í ærinn málskostnað, en öllu þessu fje hafa
\ fj’lgismenn ráðgjafanna skotið saman og goldið. Oscar
konungur hefur uú tekið sjer annað ráðaneyti, og heitir forseti
þess Schweigaard, hinir eru Lövenskjold, Dahll, amtmaður
í Bang, prófessórarnir doktor juris Aubert og Herzberg og
j Reimers. Ráðaneyti þetta er af sama flokki og það, sem
■ dæmt var, nefnil. hægrimanna, og er því ekki við að
í búast, að samlyndið milli þings og stjórnar batni við það.
Fyrirskömmu dó hertoginn afAlbany, yngstisonurVictoriu
Englands drottningar, suður í Nizza á B’rakklandi. Prins-
inn af Wales sótti líkið, og var það flutt heim og jarðað
með mikilli viðhöfn.
Á Englandi hafa í vetur verið gjörðar margar tilraunir
j til þess, að sprengja í iopt hús og drepa rnenn með
sprengipúðri, [ió ekki hafi það heppnazt, og, eins og vant
er, voru Feníar grunaðir um illvirkin. Loksins náði
lögreglustjórnin þremur Irlendingum, sem hún hafði
grunaða, og kvað þeir eiga einhvern þátt í þessum verkurn.
; Hjá eirrum þeirra, Egan, fannst prentuð stjórnarskrá fyrir
> Irland, og var í henni á kveðið, að írland skyldi vera lýð-
veldi, og skyldi ráð, er 11 menn sætu r, stjórna landinu.
' Innan skanrms ætlar Giadstone að leggja fyrir þingið
frurnvarp til nýrra kosningarlaga, og eiga lög þessi að
verða talsvert frjálsari enn þau, senr nú gilda. Konur á
Englandi vilja nú reyna að nota tækifærið og fá því
framgengt, að þær fái jafnt kosningarrjett og karlmenn.
Frjettirnar frá Súdan eru lrvorki greinilegar eða áreið-
anlegar, sökum þess að landið er mesta íiærai og lítið um
; samgöngur. Sagt er að einhverjir þjóðflokkar þar suður
í landi hafi ráðizt á Madhi’ann og urinið signr á Ironunr,
/ og að hann nú sje í mestu kreppu; en hvað sem til er í
; þessu, er hitt víst að uppreistín breiðist meir og meir út,
( einkanlega norður á við, síðan Englendingar fóru burt með
' lið sitt. Uppreistarmenn hafa nú sezt um Khartum, þar
sem Gordon hershöfðingi situr; Gordon vildi stökkva þeinr
\ bnrt og hjelt út úr borginni með liði sínu og rjeðist á
í uppreistarmenn, en svo fór, að Gordon beið mikinn ósigur,
í misti margar fallbyssur og varð að halda aptur inn í
/ Khartum við svo búið. Ósigur þessi var að kenna
j tveimur egiptskum foringjum í liði Gordons; höfðu upp-
/ reistarmenn mútað þeim til þess að riðla liði Gordons;
; fyrir þetta tiltæki voru þeir dæmdir til dauða og teknir
af lífi. Gordon kvað nú vera í mestu vandræðum, ef
honum verður ekki sent lið til hjálpar. Jarlinn á Egipta-
landi og ráðgjafar hans vilja fegnir, að Gordon verði send
hjálp, en að senda egiptskan her er ekki til nokkurs, því
að Egiptar hafa optsinnis í ófriði þessum sýnt og sannað,
að þeir vilja ekki berjast móti Madhi’anum, og enslta
stjórnin vill ekki senda her suður í Súdan, svo að ekki
er annað sýnna enn að Gordon verði áður ennj langt um
liður að gefast upp. 40 mílur fyrir norðan Khartum liggur
borg að nafni Berber, sem uppreistarmenn hafa setzt uin
og, eptir þeim frjettum, sem síðast hafa komið að sunnan,
jafnvel tekið. þanriig kemst hver borgin á fætur annari
á vald þeirra.
Morðingjarnir Hugo Schenk og Schlossarek í Wien
voru dæmdir til dauða og teknir af lífl.
Auglysing.
Útsölumenn Heimdalls bið jeg som allra fyrst
að láta cand. theol. Morten Hansen í Reykjavík
vita, hvað mörg exempl. hver þeirra þarf, og munu
þeir þá þegar í stað fá 2. og 3. tölublaðið, sem nú
er geymt í Reykjavík, og svo framhaldið. Enn-
fremur bið jeg monn, að halda til skila því, sem
kann að vera óselt af 1. tölubl. þar eð þetta
tölubl. er uppgengið og margir útsölumenn hafa
fengið fleiri kaupendur að blaðinu, enn exemplara-
fjöldi sá var, sem jeg hafði sent þeim.
þ>eir, sem borga Heimdall skilvíslega í síðasta
lagi fyrir 1. sept. fá ókeypis litmynd (colorerct træ-
snit) á stærð við eina opnu í Heimdalli.
Úeir kaupendur Heimdalls, sem vilja, geta
sent mjer stuttar spurningar lögfræðislegs efnis og
skal þeim verða svarað í Heimdalli þegar rúm
leyfir.
Um myndirnar. Höllin Muskau liggur í borginni
Muskau í litlu höfðingjadæini millí ánna Spree og Neisse
í Schlesiu í Preussen. Ibúar borgarinnar eru 2700; þar
eru 2 kirkjur, leikhús, forngripasafn, bókasafn og vopnasafn.
Kringum höilina liggur stór og fagur trjá- og aldingarður.
Efnlsyfirlit: Paul Heyse, með mynd,.eptir E. H. Upp til fjalla,
saga eptir Paul Heyse, framhald, þýtt hefur Sigurður HjörJeifsson. Höllin
Muskau í Sciilesíu, Madhi’inn, með mynd, eptir Gísla Iirynjólfsson. Gáta
eptir E. &S. Ráðninjf. Hitt og þetta. Útlendar frjettir. Auglýsing. Um myndirnar.
Ritstjóri og útgefandi cand. jnris Björn Bjarnarson,
Nörrebrogade 177. Kaupmannahöfn.
Kaupmanaahöfn. — í prentsmiðju S. L. Möllers.