Heimdallur - 01.06.1884, Blaðsíða 9

Heimdallur - 01.06.1884, Blaðsíða 9
89 > svo leiöinlegt. Já, það segi jeg satt, það er eins gott að vera «pía» þar eins og frú hjer, að öllu leyti.» «Hvað mun þá að verðafrú þar», sagði vinnu- konan sem hnippt hafði. Kristín ræskti sig blíð- lega, og setti upp alvörusvip. «En mjer finnst nú eiga betur við», sagði húsmóðirin, «að ungu stúlkurnar sjeu ekki að fara úr landinu til að gipta sig, ekki sízt ef þeim kynnu að bjóðast fullhressilegir brúðgumar án þess». «Já það er Ijóta níðið hvernig þær eru farnar að láta flytja sig út með haustskipunum, eins og salt kjöt», sagði búðarmaðurinn. «Eins og hross og kindur», bætti Báðdælingur- inn við. «Mjer er víst sama hvað þið segið», sagði Kristín. «Jeg fer af því mig langar til þess, og af því jeg veit hvernig er að vera þar.» «Hefurðu skoðað vel ofan á kaffibollann þinn seinustu dagana, hefurðu ekki sjeð neitt synda þar og staðnæmast í miðjum bollanum? , sagði Sæunn gamla, og drap titlinga framan í Kristínu. «Jeg gef ekki um neina íslenzka korgbiðIa», sagði Kristín. «En þessar haustferðir, heillin mín góða, mundu eptir að nú er allra veðra von úr þessu; ef þú værir mín dóttir, Kristín, þá mundi jeg að minnsta kosti láta þig bíða vorsins. En það leggst nú einhvernveginn í mig að það muni ekki koma til. Jeg er ekki svo slök spákona, og jeg spái því, að það muni eitthvað koma fyrir þig svoleiðis, sannaðu til, góða.» «Nei, jeg fer nú með Gránu held jeg; jeg er búin að tala við Petersen kaptein, það er víst ómögulegt að breyta því.» pað varð dálítil þögn. Magnús hafði hlustað á með mestu athygli, og var smám saman orðinn skolli öruggur, af því að heyra hvernig frænka hans talaði. Hann rjetti dálítið úr sjer, gaut hornauga upp til hattsins, og svo til Kristínar, kýmdi ögn, og sagði: «Svo-o», og rak síðan upp hlátur mikinn úr eins manns hljóði. — Eptir dálitla stund var komið inn með púns, og farið að dansa. En áður enn byrjað var, kom fólkið sjer saman um að ríða suðrí Fjörð næsta sunnudag, og þegar farið var að tala um hesta- vandræðin, hvíslaði Magnús að Kristínn, að hún gæti fengið hann gráskjóna sinn, og gat þess um leið, að enginn kvennmaður hefði komið honum á bak. «f>að var «pent» af yður, en er hann þá ekki of ólmur? ætli jeg detti ekki af baki?» «Jeg passa folann», sagði Magnús. Svo byrjaði «ballið •> og gekk liðlega. Drýgst- ur var búðarmaðurinn að dansa. Hann dansaði optast með aðra hendina lausa, og söng á meðan: Vil du valse med mig saa kysser jeg dig. Hinir gerðu það sem þeir gátu. Stúlkan úr eldhúsinu kom inn líka, og sættust þau Magnús á málið, að hún hafði svikið hann og sagt til hans, en hann klipið hana. Magnús náði tali frænku sinnar, og sagðist heyra á henni, að hún mundi vita eitthvað um þá sönnu ástæðu fyrir burtför Kristínar, þá sömu sem hann hafði fundið á leið- inni suðreptir, að hún mundi vera að flýja, af því að hún örvænti um sig. Sæunn var reyndar ekki vel trúuð á það, og þótti hitt líklegra, að það mundi vera eitthvað milli Madsens og hennar, en gaf Magnúsi þó beztu vonir, og sagðist skyldi hjálpa honum af fremsta megni, en bað hann þess lengstra orðanna, að leggja sig þá duglega eptir henni um kveldið, og dansa sem mest við liana; það væri alltaf vissasta ráðið, sagði hún. Magnús ]jet sjer þetta að kenningu verða, og bar sig að vera þar alltaf nálægt, sem Kristín var, og bjóða henni upp þegar hann gat komizt að, og engri annari. Sæunn sat á stól og horfði á, með óvanalega breiðu ánægjubrosi, og tók Kristínu við og við á eintal, og fór líka með hana fram, og gaf henni að smakka úr hálfflösku af góðu víni, sem hún hafði, en bar ekki fram, af því það var svo lítið. En hún Kristín sín yrði að bragða það, sagði hún. Kristín hafði verið hálfspozk við Magnús fyrst, þegar liann var að stíga ofan á tærnar á henni og standa við og tvístíga, til þess að komast í takt, en það smámildaðist úr henni, því hann vann sitt verk með svo kristilegri þolinmæði, og gleðin skein svo út úr honum að henni hitnaði af því um hjarta ræturnar, þó að liann segði reyndar ekki mikið annað en einusinni eitthvað um gráskjótta folann, að það væri kall, sem væri liprari í löppun- um en hann. En það er ekki allfcaf heppilegast að tala svo mikið undir þeim kringumstæðum, heldur færa sig upp á skaptið svona hinseginn. Vínið

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.