Heimdallur - 01.06.1884, Síða 10
Iijálpaði ef til vill nokkuð, og orð Sæunnar gömlu
líka, þó að hún segði ekkert beinlínis og þeim kom
| saman um það undir rós, Sæunni og henni, að Magn-
í ús væri einna álitlegastur og langþreklegastur af
kallmönnunum sem inni væru. fegar fram í sótti
| fór hún að verða blíðlegri og blíðlegri við hann,
I gefa honum hlýtt auga, koma til hans, fá hann í
; dans og setjast hjá honum, og þegar hún sagði
| eitthvað, hló hann alltaf og sagði já og a-
| men Hann var í sjöunda himni, og hugs-
- aði með sjer: <■ Kjett mun það hafa verið þó, sem
í jeg sagði frænku. Aumingja blessuð stúlkan. En
; bráðum skal jeg gjöra allt gott.»
Kristín þurfti að fara heim klukkan liðlega
< ellefu; hafði hún lofað því húsbændum sínum úti
) í bænum og sagðist ómögulega þora annað, enda
í þyrfti hún að venja sig á pössunarsemi, efhún ætti
; að koma, sjer vel í Kaupmannahöfn. Hinu fólkinu
i þótti of snemint að hætta, enda kvaðst Sæunn ekki
; sleppa því; ætlaði Kristín þess vegna að fara ein.
| En þegar út var litið, var komið húða dynjandi
'< hrakviður og myrkur, og sagðist Sæunn því held-
< ur ekki sleppa Kristínu nema einhver kallmann-
I anna fylgdi henni og ábyrgðist hana, og fyndist
; sjer þá hann Magnús hafa bezt beinin til þess.
> Hann varð himinlifandi eins og gefur að skilja,
j stökk upp og tók stóra hattinn, og flýtti sjer svo,
| að hann gleymdi hreint að kveðja.
«Nú gerir hatturinn sitt gagn», sagði Bárðdæl-
\ ingurinn, «þvílík steypa!»
Sæunn stóð úti í dyrunum þegar þau fóru,
> óskaði þeim lukkulegrar ferðar, og að hún sæi
í þau bæði glöð á morgun; síðan kallaði hún til
s Magnúsar, hvort hann ætlaði ekki einu sinni að
; styðja stúlkuna í þessu veðri, og hætti ekki fyr
; enn þau tóku saman handleggjum. Síðan fór hún
; inn, og var mjög ánægð, fjekk sjer eitt, aukaglas,
j og haf'ði orð á því við gestina, að það mundi ekki
> verða mikið úr þessari siglingu Kristínar, sjer segði
í svo hugur um.
Magnús og Kristín gengu þegjandi fyrst.
«Ósköp er að sjá hvernig þjer hafið hattinn,
> rignir ekki framan í yður?» sagði Kristín loksins.
«.Tú», sagði Magnús, og færði þegar hattinn
; niðrí mitt enni.
Svo þögðu þau aptur.
«Hvernig skemmtuð þjer yðuríkveld?» spurði
< Kristín.
«Dæmalaust vel.»
Kristín tók fastara um liandlegg Magnúsar og
gekk fast við liann.
Hann var í standandi vandræðum. Nú var
annaðhvort að hrökkva eða stökkva, duga eða
drepast. Hann var sannfærður um að hún væri
eins skotin í sjer, og honum hafði verið sagt, en
að finna orð til þess að segja henni frá sínu
ástandi, með öðrum orðuin biðja hennar, það var
ekki svo hægur vandi. Hann var að smá-opna
munninn, og mynda hann til, en ekkert hljóð kom.
Loksins kom eins og út úr tómri tunnu:
«Kristín, ef nokkuð gengur að þjer, þá ætla jeg
að segja þjer, að jeg er líka, ekki minna..........»
«Hvaö eruð þjer að segja», sagði Kristín og
hrökk frá honum.
«Nei, nei, nei, nei», flýtti Magnús sjer að
segja, og dró hana aptur nær sjer. «f>að var bara
viðvíkjandi honum gráskjóna ofboðlítið.»
«Nú, kannski þjer tímið ekki að lána mjer
hann?»
«Jú, jú, jú, jú, hann og allt sem jeg á, og
sjálfan mig — gefa meina jeg.»
Hann varð dauðhræddur, þegar þetta var kom-
ið út úr honum, og hjelt að Kristín mundi stökkva
frá sjer. En liún var grafkyr, dró djúpt andann,
svo að brjóstið á henni la^ðist upp að handlegg-
num á honum, og brosti blíðlega.
Svo gengu þau bæði þegjandi um hríð, Magn-
ús með ákafan hjartslátt, og í óðaönn að leita að
einhverju tilaðsegja. Allt í einu hallaði hún sjer upp
að honum, bonti upp í himininn, og sagði með
mjúkum róm:
«Noi, sjáið þjer, þarna er þá blessað tunglið,
og skín þarna á himninum þrátt fyrir regnið! Er
það ekki yndislegt. 0 hvað það er skáldlegt, hm!»
Magnús lagði hendina um mittið á henni, og
ætlaði að fara að tala.
"Viltu. ...»
Hún greip frammí fyrir honum:
«Ó heyrið þjer, er ekki tunglið ímynd þeirrar
birtu, sem ljómar stundum í lífinu, þegar dimmast
er og tárin falla tíðast ? ■>
f>au voru komin fast að húsinu, sem hún átti
heima í, og stóðu í skjóli undir gaílinum. Hún
hallaði sjer upp að honum, og horfði upp í tungl-
ið, svo andlitið sneri upp á við, og voru hálfopn-
ar varirnar. Haun var næstum utan við sig.