Heimdallur - 01.06.1884, Qupperneq 11

Heimdallur - 01.06.1884, Qupperneq 11
Sleppt henni gat hann ekki, og kyssa hana þorði hann ekki, af því hann hjelt hún mundi reiðast svo mikið. Allt í einu herti hann sig þó upp ! og beygði höfuðið í einum rykk niður að henni. En viö rykkinn steyptist allt regnvatnið, sem safnazt hafði í stóru borðunum, beint niður í and- litið á Kristínu, fór upp í augu, munn og nef og rann ískalt niður eptir hálsinum á henni. Hún hljóðaði upp yfir sig, reif sig af Magn- úsi, og liljóp eins og píla inn í dyrnar. þar sneri hún sjer við og hrópaði: «Svei og fjandinn, svona eruð þið allir þessir íslenzku rustikusar; jeg held jog þekki ykkur, þið eruð ekki til neins brúkandi; sneypstu burt rudd- inn þinn. Skammastu þín ekki að geta ekki sjeð í friði saklausa stúlku ? Snautaðu heim » Og svo skellti hún í lás. ■ Magnús stóð eptir agndofa. Hann skildi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. Hann tók af sjer hattinn, skoðaði hann í krók og kring, fleygði honum niðrí götuna, tók hann upp aptur, þurkaði af honum, horfði á dyrnar, upp í tunglið, á hatt- inn, og gat ekkert botnað í, hvernig þetta hefði viljað til. Hann gat ekki áttað sig, og loksins hjelt hann að þetta væri bara spaug úr Kristínu. »það var þó alltjend gott merki, að hún var farin að þúa mig», sagði hann í hálfum hljóðum. þá var opnaður gluggi fyrir ofan haxin, og Kristín kom út í gluggann. "Stendurðu þarna enn þá með brennivínshatt- inn, þjer er skammarminnst að suáfa heim, held jeg.» ■ Kristín, elskarðu mig?» sagði Magnús. «Ertu vitlaus.» «Kristín, er það þá ekki út úr mjer, sem þú ætlar að sigl a ? •• «Nei, ónei, jeg held þú sjert genginn af öll- um göflum aulinn þinn«. «En til hvers ætlarðu þá að vera að sigla?» «Ef þú endilega vilt vita það», sagði Kristín í mildari tón, «þá ætla jeg til hans Madsens, kærast- ans míns í Kaupinhöfn, þar sem allir herrar eru eins og hann, fínir og penir, og enginn annar eins klunni og þú.» Svo lokaði hún glugganum. uBönvuð tóan, ætlar samt að clta Madsen, eins og jeg sagði einusinni. En grítið hann Eyjúlfur, hann skal fá það. Og þó var hún skotin í mjer.» Svo setti hann hattinn mjög fast á sig, bretti niður börðunum, og labbaði burtu. Kristín sigldi með Oránu, og hitti Madsen sinn í heilögu hjónabandi við efnaða og aldraða j ekkju, eða rjettara sagt hún hitti liann ekki, því \ að hann forðaðist hana eins og heitan old. En í saga væri að segja frá því hvernig hennar viðskipti \ urðu við hiua «herrana», sein allir voru eins <• fínir f og penir<> eins og hann Madsen, en hún á naumast f við á þessum stað. Aptur á móti kynni mönnum í ef til vill að þykja fróðlegt að heyra, að Magnús seldi Bárðdælingnum brennivínshattinn fyrir hálf- ! virði, því hann var reiður viö hann og vildi ekki eiga hann. Og nú er hatturinn organistahattur í norður í Bárðardal, og þykir kostaþing. Bleikur. Saga eptir Björnstjerne Björnson. þvðinein eptir Brj’njúlf Kúid. í ? Björgan var áður prestssetur í Kvikniþingum ; uppi í Dofrafjöllum. Bærinn stendur hátt og al- í veg afsíðis; meðan jeg var lítill. stóð jeg stundum á borðinu inni i stofu og horfði niöur í dalinn, og þá langaði mig til þeirra, sem voru að renna sjer | á skautum á ánni á veturna og leika sjer á sumrin. > Björgan lá svo hátt, að þar óx okki korn, og því : er nú búið að selja Svisslendingi jörðina og kaupa ! prestssetur niðri í dalnum, þar sem er þó dálítið skárra. pað var sárgrætilegt, hvað veturinn kom <; snemma í Björgan. lunu sinni þegar snemma f voraði og heitt var í veðrinu, reyndi faðir minn að f sá akur, en einn morgun var snjóað yfir hann; \ opt kom kafald ofan í flekkinn í staðinn fyrir \ regn — og þegar veturinn fór nú að harðna! \ Kuldinn varð svo mikill, að jeg þorði ekki að taka í lásinn á útihurðinni, af því að mjer sveið i fing- urna af járninu. Faðir minn, sem var barnfæddur f á Landi við Randfjörð og því fullharður maður, | varð samt opt að hafa skýlu fyrir andlitinu, þegar < hann ók út á annexíuna, som var langt í burtu. | jjað brakaði og marraði á veginum, þcgar einhver í kom gangandi, og kæmu fleiri, varð það að ískrandi hávaða. Snjórinn náði opt upp undir annað lopt í stóra húsinu, lítil útihús hurfu í snjónum, það \ fennti alveg yfir börð, runna og girðingar, snjóhaf ;

x

Heimdallur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.