Heimdallur - 01.06.1884, Qupperneq 13
inn náfölur og hrópaði, að það hefði komið stór-
eflis mús upp úr kjallaranum! Yorið eftir fjölg-
uðum við enn, því að þá bættist dálítill grís við —
og nær sem Bleikur elti mömmu . sína þegar hún
var brúkuð eitthvað, þá hjeldum við hóp, hjeppi,
kisa, grísinn og jeg. Við skemmtum okkur fullvel,
einkum með því að sofa saman. Og svo gaf jeg
þessum leikbræðrum mínum allt, sem mjer sjálfum
þótti fallegt; einu sinni fjekk jeg t. d. grísinum
silfurskeið, til þess að hann skyldi fara þrifalegar
að mat sínum. Hann reyndilíka — að jeta skeið-
ina. f>egar jeg fór með foreldrum inínum að heim-
sækja fólk niðri í dal, þá eltu bæði hundurinn,
kötturinn og grísinn. þegar við vorum ferjuð yfir
ána, voru hundurinn og kötturinn teknir upp í
ferjuna, grísinn rýtti dálítið og synti svo á eptir.
Okkur var svo gjört gott hverjum eptir því, sem
við átti, og um kvöldið fórum við heim í sömu
fylkingu.
En bráðum átti jeg að missa þessa leikbræður
og að oins halda Bleik: því að faðir minn fjekk
Nesþing í Raumsdal. það var skrítinn dagur
þegar við fórum, við börnin og barnfóstran vorum
í dálitlu húsi, sem stóð á langsleða, svo að hvorki
vindur nje snjór komst að okkur; og pabbi og mamma
voru á undan á breiðari sleða, og svo utan um
okkur allir þeir sem vildu kveðja okkur aptur og
aptur. Jeg get ekki sagt, að það lægi sjerlega illa
á mjer, því að jeg var að eins 6 vetra, og jeg vissi
að það hafði verið keyptur handa mjer liattur og
frakki og buxur í þ>rándheimi og jeg átti að fá að
fara í það, þegar við kæmum áleiðis. Og á nýja
bústaðnum okkar átti jeg að fá að sjá sjóinn í
fyrsta sinn! Og svo var Bleikur moð!
Brestssetrið í Nesi er einhver fallegasta jörðin
í landinu; bærinn stendur á breiðum tanga milli
tveggja fjarða, sem mætast, og grænt fjall er fyrir
ofan; á liinum bakkanum eru fossar og bæir, inni
í daibotninum bylgjandi ekrur og allt svo fjörlegt,
og út með firðinum skagar nes við nes fram í sjó-
inn og stór bær stendur á hverju nesi. f>ar stóð
jeg stundum á kvöldin og horfði á sólglitið á fjall-
inu og firðinum, þangað til jeg fór að gráta, eins
og jeg hefði gjört eitthvað ijótt, og þegar jeg var á
skíðum stöðvaðist jeg stundum allt í einu niðri í
einhverjum dal eins og töfraður af einhverri fegurð
og einhverri löngun, sem jeg gat ekki gjört mjer
grein fyrir, en sem var svo sterk, að jeg f ann til
mestu kreppu og sorgar eptir áköfustu gleði. Og |
þar hafði Bleikur fjörugustu áhrif á mig, því að
þar óx hann líka, varð risi og vann risaverk.
Hann var ekki nema meðalhestur á hæð cn >
eptir þvílangur oghlægilega digur; hann var bleik- ’
alóttur á litinn, með mikið, svart fax; hann var J
þunglamalegur og meinlaus og gekk optast álútur. :
J>að, sem hann var vanur við, gjörði hann rólega >
eins og naut, en svo, að það munaði um. Jörðin ■
var erfið, og hann gjörði meira en helminginu af j
því, sem hestarnir áttu að gjöra við akuryrkju,
viðar-akstur o. s. frv., og auk þess dró hann '
meira en helminginn af efninu í stóran nýjan bæ
og allt annað, sem faðir minn Ijet byggja, og það
var ekki lítið; og þetta dró hann utan úr hrjóstr- ;
ugri landeign, sem var langt í burtu. pað, sem
tveir hestar rjeðu ekki við var Bleikur látinn draga >
og svo framarlega sem gjarðirnar hjeldu kom hann ;
því áfram. Hann leit, opt við og á piltana, meðan
þeir voru að láta tvöfalda og þrefalda byrði upp í
vagninn, sem hann átti að draga, hann noldraði i
reyndar ekki út af því, en þeir urðu að hotta á >
hann tvisvar eða þrisvar áður enn hann færi, og þá ;
kippti hann fyrst nokkrum sinnum í til að reyna |
það — en svo tók hann það! Hann fór hægt, fót <
fyrir fót; stundum þegar nýr vinnumaður kom,
vildi hann kenna Bleik að fara harðara, en það >
endaði æfinlega á því, að Bleikur kenndi vinnu- '
manninum að fara hægara. Svipa var aldrei höfð
á hann, því að öllum varð svo vel við klárinn ;
fyrir dugnaðinn hans, að það gekk allt með góðu. Og j
eptir þvi sem Bleikur fór að verða frægur um sveit- >
ina, varð það líka heiður, að aka með honum. fJví |
að Bleikur varð fljótt mesta furðuvorkið í presta-
kallinu, svo að ekkert komst til jafns við hann. í
[>að byrjaði með Qarskalegu rifrildi og hatri, eins i
og alltaf er, þar sem eitthvað mikið kemur fram; ;
það byrjaði nefnilega á því, að þegar Bleikur var i
úthaganum með öðrum hesturn úr sveitinni, vildi í
hann hafa allar hryssurnar sjálfur. Meðbiðla sína, \
sem voru eitthvað stórir upp á sig, skaðmeiddi i;
hann og flumbraði svo, að bændurnir komu með j
þá upp á prestssetrið, bclvandi og ragnandi, og i
heimtuðu skaðabætur. En smátt og smátt fóru \
þeir að láta sjer það lynda, af því að þeir sáu, að ;
afkvæmi Bleiks líktist honum í gæðum. En lengi ;
gramdist þeim það samt, að hann skyldi vera ;
svona langduglegastur. Nábúi okkar, herforinginn, s