Norðurljósið - 01.01.1912, Síða 3
Norburljósið
3
Brúin yfir Forth-fjörð.
Margir, senr ferðast hafa erlendis, hafa fengið tæki-
færi til að sjá hina miklu brú yfir Forth-fjörðinn, þegar
skip þeirra hafa legið í Leith. Hún er einhver hin
stærsta brú heimsins, og mörgum þykir furða að sjá
þenna minnisvarða hugvits og dugnaðar verkfræðing-
anna.
I mörg ár var það verkfræðingunum ráðgáta, hvernig
hægt myndi vera að brúa svona breiðan og djúpan
fjörð, en loksins tókst þeim að ráða gátuna á þann
hátt, sem hjer segir: A eynni Inehgarvie, í miðjum
firðinum, var steyptur sterkur grunnur og bygt ofan á
hann. Þá
var farið
að þyggja
út frá yfir-
bygging-
unni báð-
um megin
samstund-
is, til þess
að halda
jafnvæg-
inu. Aftur
steyptu
mennaðra
grunna á
sjávar-
botni í
firðinum
og bygðu
ofan á þá,
og út frá
yfirbyggingunum báðum megin, á sama hátt, þangað til
útbyggingarnar náðu saman. Þá voru þær tengdar sam-
an með stálböndum. Brúin er 2500 álna löng í heild
sinni og kostaði ærið fje, sem nærri má geta. Tveir
verkfræðingar gerðu samning um að byggja brúna alla
fyrir 1,600,000 pund sterling (28,800,000 kr.), og var
mikill fjöldi verkamanna nær því sjö ár að byggja
hana. í hana voru notaðar 45,000 smálestir af stáli.
En nú er hægt fyrir almenning að fara yfir fjörðinn
fyrir lítið verð.
Vjer leyfum oss að nota tækifærið til að leiða at-
hygli manna að annari brú, sem er enn þá nauðsyn-
legri en Forth-brúin, og sem heimspekingar og aðrir
hálærðir menn hafa verið að brjóta heilann um í mörg
hundruð ár. Það er brúin yfir hina miklu gjá, sem
syndin hefir grafið á milli mannkynsins og Guðs. I
fornöld andvarpaði Job áður en honum varð það ljóst,
að Guð ætlaði að brúa gjána: »Jeg vildi að jeg vissi,
hvernig jeg ætti að finna hann« (Job 23. 3), og aftur:
»Enginn er sá, er úr skeri okkar í milli, er lagt geti
hönd sína á okkur báða« (Job 9. 33). Hann þráði
milligöngumann, sem gæti samstundis lagt hönd sína
á hásæti hins rjettláta Guðs og á málstað hins syndum
spilta manns og gæti sameinað þá í sjálfum sjer. En
síðar fjekk Job að heyra þessi lífgandi orð: »Sje þá
þar fyrir hann árnaðarengill, einn af þúsund, til þess
að boða manninum skyldu hans, og miskunni hann sig
yfir hann og segi: ,Endurleys hann og lát hann eigi
stíga niður í gröfina; jeg hefi fengið lausnargjaldið,'
þá svellur hold hans af æskuþrótti, hann snýr aftur til
æskudaga sinna. Hann biður til Guðs, og Guð misk-
unnar honum, lætur hann líta auglit sitt með fögn-
uði og
véitir
mannin-
um aftur
rjettlæti
hans.
Hann
syngur
frammi
fyrir
mönnum
og segir:
,Jeg hafði
syndgað
og gert
hið beina
bogið, og
þó var
mjer ekki
goldið
líku líkt
Hann hefir leyst sálu mína frá því að fara ofan í gröf-
ina, og líf mitt gleður sig við ljósið.‘« (Job 33. 23—28.)
Þetta stendur heima við það, sem Jóhannes segir
mörgum þúsundum ára seinna: »Þótt einhver syndgi, þá
höfum vjer árnaðarmann hjá föðurnum, Jesúm Krist
hinn rjettláta, og hann er friðþæging fyrir syndir vor-
ar« (I Jóh. 2. 1 —2).
Jesús Kristur, einkasonur Guðs, fór sjálfur ofan í hin
tnyrku vötn dauðans til að brúa djúpið á milli Guðs
og manna. Með fórnardauða sínum borgaði hann lausn-
argjaldið, og þar sem hann var Guð íklæddur mann-
legu holdi, friðþægði hann heiminn við Guð. En hann
segir: »Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig« (Jóh.
14. 6). Sumir þykjast ætla að koma til Guðs, með því
að kasta fáeinum góðverkum í syndadjúpið, sem ligg-
ur á milli, í því trausti að geta einhverntíma með
þessu móti lagt brú yfir um. En þeim er ekki ljóst
1
Forth-brúin (við Leith) er um 2500 álnir á lengd. Kostaði hún 28,800,000 kr., og 45,000
smálestir af stáli fóru í hana. Menn voru nærri 7 ár að smíða hana (1883—9).