Norðurljósið


Norðurljósið - 01.02.1913, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.02.1913, Blaðsíða 2
10 Norðurljósið • •••••••••••••••••• •••« Garibaldi og lambið, Það, sem Jón Sigurðsson var ísiensku þjóðinni, var Oiuseppe Oaribaldi þjóð sinni, Italíu. Hann var nefnd- ur »frelsari Italíu«, og það er enginn vafi um, að hann hafi unnið meira en nokkur annar maður að því að veita þjóð sinni sjálfstæði sitt og fasta stöðu á meðal ríkja Norðurálfunnar. Faðir hans var fátækur fiskimaður og Oaribaldi fjekk þessvegna litla mentun, nema þá, sem hann gat veitt sjer sjálfur. Hann var sjómaður framan af, þangað til hann var 27 ára, er hann gerðist fjelagi í því fjelagi sem kallað var: >Unga Italía<. Yfirvöld- unum erlendu þótti fjelagar þessir hættulegir náungar, og Oaribaldi var ásamt öðrum dæmdur til lífláts fyrir uppreist. Hann slapp úr varðhaldi og komst loksins til Suður-Ameríku. Þar hjálpaði hann lýðveldinu Rio Orande á móti Brasilíu, og aflaði sjer frægðar sem herforingi. Þá gekk hann í lið með fylkinu Monte Video á móti Buenos Ayres. Árið 1848 sigldi hann aftur heim til Italíu og gerðist foringi sjálfboðaliðs til að hjálpa landi sínu gegn yfirráðum og kúgun Austur- ríkismanna. En hann var neyddur til að láta undan síga og settist hann þá að í Sviss um tíma. Næsta ár fór hann þó aftur til Rómaborgar, til að hjálpa hinu ný- stofnaða lýðveldi gegn óvinum þess, og var settur yfir herinn. En Iiðsmunurinn var svo mikill, að hann varð aftur að hörfa undan og flýði frá Róm með 4000 mönnum. A þeim flótta dó kona hans, sem hafði fylgt honum trúlega í öllum raunum hans. Hann komst undan og fór til Ameríku og var þar skipstjóri nokkur ár. Þá flutti hann aftur til Norðurálfu og bjó í lítilli eyju við Sardíníu. Árið 1859 og næsta árin þar á eftir var hann aftur á orustuvellinum við og við, og tók mikinn þátt í því, að sameina hin sundruðu ríki á Ítalíu í eina heild. Hann neitaði öllum launum og titlum og fór heim aftur til bús síns. Árið 1875 sat hann á þingi í Róm, sem þá var orðin höfuðstaður allrar Ítalíu. Hann dó 1882. Það fara margar sögur um þessa frelsishetju, sem sýna mikilleik mannsins, og er þessi, sem hjer fylgir, ekki sú áhrifaminsta. Eitt kvöld er hann var á herferð, hitti hann fátækan hirði, sem hafði týnt einu lambi úr hjörð sinni og var mjög hryggur yfir því, því að honum þótti svo vænt um lambið. Oaribaldi spurði menn sína, hvort þeir vildu ekki hjálpa til að leita að lambinu í klettunum, Margir buðust til þess, og svo fóru þeir upp til fjalla til að leita týnda lambsins. En þeir fundu það ekki þó að þeir leituðu í langan tíma, og sneru aftur einn og einn til herbúðanna. Næsta dag fór Garibaldi ekki eins snemma á fætur og hann var vanur, og þjónn hans fann hann sofandi, er hann kom inn til hans. Loks vakti hann hershöfð- ingjann, og þegar hann hafði nuddað stýrurnar úr augum sjer, dró hann lamb upp úr rúmi sínu og bað þjóninn að fá hirðinum það. Það var týnda lambið! Þó að hinir allir höfðu gefist upp, hafði Oaribaldi haldið áfram um nóttina að leita þess, þangað til hann hafði fundið það! Sá, sem leitaðist við að frelsa þjóð sína frá óvinum hennar, hafði samt líka tíma til að hugsa um eitt lítið lamb! Það er meiri frelsari en Oaribaldi, sem er kominn til að frelsa, ekki aðeins þjóð sína, heldur og óvini sína, — það er frelsari heimsins, — og hefir þó tíma til að hugsa um hvern einasta villuráfandi syndara, sem er farinn upp í kletta syndarinnar. Myndin á fyrstu blað- síðu lýsir ástandi syndarans. »Vjer fórum allir villir vega, sem sauðir.« (Esa. 53. 6.) Lambið hefir lent á klettastalli, þar sem það getur ómögulega komist í burtu hjálparlaust; og líkt er ástand allra; oss er brýn nauðsyn á að taka á móti frelsaranum, því að án hans getum vjer ekki komist »heim til föðurhúsa«. Hann kom »til að leita að hinu týnda og frelsa það« og í dæmisögunni er sagt, að maðurinn hafi leitað að sauðinum þangað til hann fann hann«. >Þjer eruð ekki af mínum sauðum«, sagði Kristur við vantrúaða Oyðinga, en »mínir sauðir þekkja mína raust.« Ef þú vilt kannast við hina blíðu raust hans, þá frelsar hann þig, gefur þjer eilíft líf og þú munt aldrei að eilífu glatast, því aðhannsegir: »Enginn skal slíta þá úr minni hendi«. (Jóh. 10. 26.-28.) y\thugasemdir ritstjórans. Það 'var ekki mikið rúm í síðasta tölublaði fyrir at- hugasemdir mínar, en nú ætla jeg að taka það fram, að »Norðurljósið« heldur áfram með óbreyttri stefnu, sem er, eins og sagt var í 1. blaði 1912: »að vera heimilisblað til að fræða, göfga og blessa hvern ein- stakan á heimilinu.« Að öllu leyti verður blaðinu hag- að eins og að undanförnu. Það er samt ýmislegt sem mig langar til að birta hjer í blaðinu, sem ómögulegt er vegna rúmleysis, en ef hægt verður að stækka blaðið um næstu áramót, þá verða í því ýmsar við- bætur, sem jeg þykist vita að mönnum líki vel. Einkum langar mig til að hafa sönglög við og við í blaðinu. Mikið er undir því komið, að nienn borgi blaðið eins og ætlast er til, - fyrirfram. Það er skilyrði fyrir hinu lága verði blaðsins. Menn spáðu því, að það gengi ef til vill vel fyrsta árið að fá menn til að borga fyrirfram, en að það væri ekki hægt að treysta mönnum til að gera það sjálfkrafa næsta árið, »því að

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.