Norðurljósið


Norðurljósið - 01.02.1913, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.02.1913, Blaðsíða 3
Norðurljósið 11 menn eru óvanir að borga fyrir blöðin sín«, sögðu þeir. Jeg hefi samt altaf haldið, að það væri best að treysta mönnum og skírskota til sómatilfinningar þeirra; og jeg ætla þess vegna að freysfa þeim, sem pantað hafa 1. árg. og ekki sagt upp blaðinu, að senda borgun fyrir 2. árgang tafarlaust, (50 au.) sjeu þeir ekki búnir að því. Ekki er þó með því sagt, að jeg haldi áfram að senda þeim blaðið sem ekki borga, því að ef á- skrifendatalan fjölgar mikið næstu vikurnar, eins og líkindi eru til, þá verður ekki hægt að senda neinum blaðið nema föstum kaupendum. Þeir, sem fá blaðið, án þess að þeir hafi pantað það upphaflega, eru auð- vitað undanskildir, því að það eru nokkrir menn sem ritstjóranum er ánægja að senda blaðið, annað hvort vegna gamals kunningsskaps eða þá í virðingarskyni vegna embættis eða starfs þeirra. Blaðinu hafafylgt ýms hlunn- indi síðastliðið ár, og jeg vona að þau verða ekki færri þetta ár. Margir hafa fengið ritin og spjöldin, sem boðin voru ókeypis, og ekki allfáir hafa sætt tilboði mínu um meðöl handa kirtlaveikum börnum. Jeg ætla að geyma nokkur glös handa þeim, sem lengst eru frá Akureyri, og sem fá blaðið seinast, t. d. í Austur- skaftafellssýslu, þar sem marg- ir kaupendur eru, ef vera kynni, að einhverja langaði til að fá þau. Allir hjer í ná- grenninu, sem fengið hafa meðölin og sem hafa fundið mig síðan, hafa undantekn- ingarlaust látið vel yfir þeim bata, sem þegar sjest á börn- unnm. * * „ Góðan * ” Nýlega hefir komið út rit á íslensku, sem heitir: »Hjálpræði Quðs: hvernig mönnum má hlotnast það,« (þýtt) eftir hinn velþekta rithöfund á Skotlandi, Alex. Marshall. Hefir rit þetta náð stórkostlegri útbreiðslu í útlöndum á mörgum tungumálum, og er eintakatalan komin á fjórðu miljón. Á íslensku er það 32 blaðsíður, en verður samt selt fyrir 5 au. tii þess að það útbreiðist sem mest. Hver kaupandi »Norðurljóssins« getur fengið 10 eintök eða þar yfir fyrir hálft verð, ef hann borgar burðargjaldið, sem verður: — Með tandpósti: 10 eint. = 15 au., 20 eint. = 30 au. Með skipi: 10 eint. = 15 au., 20 eint. = 20 au. Vona jeg að sem flestir sæti þessu boði og hjálpi til að útbreiða þetta ágæta rit sem allra mest. Hefir höfundurinn, sem mjer er persónulega kunnugur, fengið mörg brjef víðsvegar að úr heiminum, sem vitna um, hvað ritið hafi orðið mörgum lesendum þess til blessunar. Fyrir nokkrum árum keypti jeg nokkur þúsund af spjöldum með litmyndum á og ljet prenta á þau ritn- ingarorð. F*au seldust fljótt og eru fyrir löngu upp- gengin. Þau sjást víst enn þá á mörgum húsveggjum upp til sveita. Nú hefi jeg fengið 2,500 spjöld enn, og ætla að prertta valdar ritningargreinar á þau sem fyrst. Eru nokkur þeirra 23 cm. á lengd og 12 cm. á breidd, en hin aðeins 12 cm. á lengd og 9 á breidd, og þau hafa öll hanka til þess að hægt sje að hengja þau á vegg, enda eru þau vel til þess fallin. Stærri spjöldin (2 tegundir) kosta 15 au. stykkið en hin minni (3 teg- itndir) 8 au. Eitt eintak af öllum spjöldunum (5) verður sent fyrir 50 au. og kaupand- inn þarf þá ekki að borga burðargjald. Svertingja- drengurinn. daginn !“ Lesendum >Nðlj.< þykir lík- lega gaman, einkum hinum yngri, að sjá mynd af þessum svertingja-dreng, sem heilsar með svo vingjarnlegu brosi. Það er ætlun vor að flytja við og við, þegar rúm Ieyfir, greinar sem hinir yngri á heimilunum geta haft gagn af, og hjer kemur sú fyrsta. Bið jeg fullorðna fólkið fyrirgefningar, ef þetta kemur flatt upp á það, þar sem >Nðlj.« er ekki ung- lingablað. Það var einu sinni drengur,—vjer skulum láta hann heita >Ponkó«, — sem var eins svartur og kol eða tjara. Þetta var nú gott og blessað, á meðan hann bjó á meðal fólks, sem var líka eins svart og kol eða tjara. En þessi drengur fluttist frá föðurlandi sínu í fjarlægt land, þar sem allir voruhvítir og svartur drengur var nokkurskonar fágætisgripur. Þar var hann látinn

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.