Norðurljósið


Norðurljósið - 01.02.1913, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.02.1913, Blaðsíða 8
i6 Norburljósið til þess að spádómurinn um það skyldi rætast? Einnig getur þú vissulega sagt oss, hvernig Jesús, er hann hjekk á krossinum, fjekk hina fjóra rómversku hermenn, sem krossfestu hann, til að skifta klæðum hans í fernt og varpa hlutkesti um kyrtii hans, eins og skýrt er frá í 22. sálmi Davíðs, 18 versi! »Ennfremur verður þú að gera grein fyrir því, hvort óvinir Krists hafi gefið honum edik að drekka, þegar hann þyrstí, í því skyni, að spádómurinn í 69. sálmi Davíðs skyldi rætast. Og ef kenning þín á að geta staðist, verður þú einnig að gera grein fyrir því, hvers- vegna hermennirnir komu sjer saman um það, eftir að Jesús var dáinn, að brjóta ekki fótleggi hans, einsog þeir höfðu gert við ræningjana, sem krossfestir voru með honum. Var það í raun og veru ætlun þeirra, að hann skyldi vera sá, sem páskalambið táknaði? (Sbr. 2. Mós. 12. kap; 4. Mós. 9. kap. og 34. sálm Davíðs.) Var það að undirlagi Jesú, að þeir stungu spjóti í síðu hans, af því að spámaðurinn Sakaría hafði sagt um Messías: »Þeir munu líta til hans, sem þeir lögðu í gegn.« (12. kap. 10 vers)? »Hvernig gat Jesús komið því til leiðar, að öll þessi einstöku atvik rættust á honum?* Vinur minn varð nú alveg orðlaus. Ef lesarinn lokar ekki augunum fyrir öilum" rjettum hugsunarreglum verður hann að kannast við, að fylling allra þessara spádóma bendir á Krist sem guðdómlega persónu, ólíka öllum öðrum, sem Iifað hafa á þessari jörðu. En Quðs orð er sem tvíeggjað sverð, sem 'sker til beggja hliða. Ef Kristur er guðdómleg persóna, af því að ritningarnar spá um hann, þá hljóta ritning- arnar — það er frumritin, eins og þau voru rituð, — einnig að vera guðdómlegar af því að Kristur staðfest- ir þær. Hið »ritaða orð« mætir oft sömu ásökun sem hið •difanda orð«. I fæðingarstað Jesú sögðu menn um hann: »Er hann ekki sonur smiðsins. Heitir ekki móð- ir hans María? Og eru ekki bræður og systur hans öll hjá oss?« Þeir hjeldu að þeir vissu alt, sem vitað yrði um hann. Hinn fullkomni manndómur hans hind- raði hugsunarlaust fólk frá að trúa á guðdóm hans. Margir segja líka um biblíuna: »Er ekki bók þessi að- eins mannaverk? Höfum vjer ekki svipaðar bækur vor á meðal, bræður hennar og systur, ef svo mætti að orði kveða!« F*að er mjög líklegt, að Drottinn vör Jesús Kristur hafi verið líkur Maríu móður sinni í sjón, og þá einnig að einhverju leyti bræðrum sínum og systrum. Sá, sem aðeins leit á yfirborð hlutanna, hefir ef til vill ekki veitt neinu öðru eftirtekt, en fyrir þeim sem þektu hann, gáfu gaum að líferni hans, heyrðu orð hans, og veittu opinberun frá Himnaföðurnum fúslega viðtöku, eins- og Pjetur, var hann „Kristur, Sonur hins lifanda Guðs“. (Matth. 16. 16.—17.) Þannig getum vjer og sagt, er vjer tökum biblíuna oss í hönd: »Þetta er ritháttur Esajasar, hjer kemur fram hin glögga eftirtekt Lúkasar, þetta ber vott um hina andríku mælsku Páls, og hjer verðum vjer varir við hina blíðu sannfæringargáfu Jóhannesar. Sannarlega sjáum vjer í hverri bók og hverju brjefi menjar hinna mannlegu höfunda, en það er ekki alt, sem vjer sjáum. Fyrir hverja auðmjúka sál, sem er fús til að veita sannleikanum viðtöku, og leitar leiðbeiningar Heiiags Anda, er biblían „orð hins lifanda Guðs“. Kristur, »hið lifandi orð«, átti æðri uppruna en Maríu. Orð þau, sem engillinn mælti við hana, og læknirinn Lúkas skýrir frá, voru þessi: »Heilagur Andi mun korna yfir þig, og kraftur hins æðsta mun yfir- skyggja þig: þar fyrir mun það heilaga, sem af þjer fæðist, kallast sonur Quðs.« (Lúk. 1. 35.) Biblian, »hið ritaða orð«, hefir líka æðri uppruna en hina mannlegu höfunda, sein færðu hin heilögu orð í letur, »því að aldrei hefir nokkur spádómur framfluttur verið eftir mannsins vild, heldur töluðu hinir helgu Ouðs menn til knúðir af Heilögum Anda (2. Pjetur 1. 21.) Fyrir samvinnu Heilags Anda og hins mannlega verkfæris hans, var bæði »hið lifandi orð«, og »hið ritaða orð« gefið mannkyninu sem hin eina opinberun Hins almáttuga Quðs og ráðsályktana hans. Vjer verð- um annaðhvort að trúa hvorutveggja, eða hafna hvoru- tveggja; það er ekki nema um tvent að velja. _____________ (Framh.) Þakkarávarp. Við undirrituð vottum hjermeð innilegtjþakklæti fyr- ir gjöf þá (ioo kr.) er >Hringkonur« á Blönduósi gáfu okkur í haust, til að kaupa bæði mjólk og fl. nauð- synlegt handa berklaveikum dreng sem við eigum, og höfum heima hjá okkur í vetur, og vegna vissra ástæða við ekki gátum látið fara á Vífilsstaðahælið. Við vonum að hjálp þessara góðu kona hafi góðan á- rangur, —■ þar sem við ekki hjálparlaust hefðum getað veitt honum það, sem við þó höfum getað með^þessari hjálp. Einnig finnum við okkur skylt að þakka okkar kæru hjónum Sigurlaugu Guðlaugsdóttur og Hallgrími Hall- grímssyni frá Hvammi í Vatnsdal fyrir alt það er þau hafa látið í tje við okkur og drenginn, sem hefir verið hjá þeim í 2 undanfarin sumur og biðjum 'viö góðan Guð að launa þeim fyrir það. Guðríður Þ. Berndsen Kristján B. Berndsen Blönduósi 3. febr. 1913, Prentsmiðja Odds Björnssonar-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.