Norðurljósið


Norðurljósið - 01.02.1913, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.02.1913, Blaðsíða 4
12 Norðurljósið fara í skóla, þar sem svertingi hafði aldrei sjest fyr — og þá byrjaði raunasaga Ponkós. Piltarnir stríddu honum á allar lundir og ljetu hann ekki í friði liðlangan dag- inr. Þetta var mjög ljótt af þeim, en svona var það, og jeg verð að segja frá því, þó að mjerþyki skömm að því. Þeir nefndu hann »Kolamola« og höfðu skifti á þessu uppnefni og mörgum öðrum, eftir því sem þeim þótti henta best, svo að Ponkó tór að skammast sín fyrir það, hvað hann var svartur. Honum kom sem sje ekki í hug, að spyrja hvítu drengina að því, hvað þeir hefðu til unnið, til þess að þeir voru fæddir hvítir. Nei, honum fanst hann hljóta að vera mjög vondur drengur, annars hefði hann ekki verið svartur. Veslings Ponkó var þá ekki æfinlega broshýr, eins og hann sjest á myndinni; hann grjet oft í leyni jyfir því að hann var ekki hvítur eins og aðrir drengir. Einn góðan veðurdag sá hann stórt auglýsingarspjald meðrauðum, hvítum og bláum stöfum, sem voru svo stórir og skýrir, að jafnvel Ponkó gat lesið þá, því að hann var farinn að læra að lesa. Hann stóð hugfanginn á meðan hann Ias stóru orðin á spjaldinu: „Klinó Sápa, — bezt i heimi, gerir andlitið hvítt sem perlu!" »Æ«! hugsaði Ponkó, »er það mögulegt? Nú er von fyrir mig.« Hann fór undireins í búðina, sem auglýsingar- spjaldið var á, og spurði hvað »Klínó« sápa kostaði. »25 aura stykkið,« svaraði búðarstúlkan. Ponkó flýtti sjer heim og náði í aurana, sem hann átti í kistunni sinni, og hljóp aftur til búðarinnar og keypti eitt stykki af þessari undraverðu sápu, sem átti að gera hans svarta andlit hvítt sem perlu! Þá flýtti hann sjer, sem mest hann mátti, aftur upp í herbergi sitt, fór úr treyju sinni, fletti upp ermunum og þvoði sjer betur en hann hafði gert nokkru sinni fyr, með þessari dýr- mætu sápu. Hann neri svo miklu af sápufroðunni á andlitið sem hann gat og fór að nudda af alefli, til þess að sápan gæti notað sín sem best. Áður en hann var búinn, fór hann að skoða sig í spegli, en því mið- ur sást hið svarta hörund undir sápufroðunni, og Ponkó reyndi enn þá meira til að ná litnum af sjer, óhræsis svarta litnum. En alt varð árangurslaust, og Ponkó fyltist gremju af vonbrigðunum og af svikum þeirra, sem auglýstu, að »KIínó-sápa« gæti »gert andlitið hvítt sem perlu«, Nokkrum dögum síðar var Ponkó á gangi sjer til skemtunar. Það var sunnudagur og hann hafði ekkert að gera. Hann var hugsi, en alt í einu heyrði hann orð sungin, sem hrifu huga hans og alla athygli; það voru þessi orð: »og þá verð jeg hvítarien sn/ór*. »Hvít- ari en snjór!« það er einmitt það, sem mig langar til að vera, hugsaði Ponkó. Hann sá mennina, sem voru að syngja þetta; það var útisamkoma og margt fólk stóð þar í hring, og þeir, sem inst voru, sungu sálm, sem Ponkó skildi ekki, en hvert vers endaði með þessum jörðum, sem hrifu hann hvert sinnj; »og þá verð jeg hvítari en snjór«. Þegar sálmurinn var búinn, fór fólkið inn í samkomu- sal þar nærri, og Ponkó fór inn líka. Þar fór ræðu- maður í stól og hjelt langa ræðu, en Ponkó skildi ekki mikið af henni, því að hann var altaf að velta því fyrir sjer, hvenær maðurinn ætlaði að byrja að segja frá því, hvernig menn gætu orðið hvítari en snjór, og hvernig þeir færuj að því, því aðj hann sá engin áhöld, sem hann gat hugsað að notuð yrðu til þess. Svo endaði ræðan og fólkið var að hverfa heim. Ponkó sat óánægður, því að hann þóttist lítið hafa grætt á því að vera þar, fyrst ræðumaðurinn hafði ekki nefnt það með einu orði, hvernig svartir menn gætu orðið hvítir. Þetta var víst alveg eins svik- ult og sápan! Þá kom ræðumaðurinn til hans, Iagði hönd á herð- ar honum og spurði hann hvort hann gæti ekki gert neitt fyrir hann. Hið blíða, kærleiksríka viðmót manns- inns, sem Ponkó var alls ekki vanur, hreif hjarta hans, og hann horfði á hann með tárin 1' augunum og sagði honum frá öllum málavöxtum, og hve hann langaði innilega til að verða hvítur, eins og aðrir drengir; hann sagði að sjer fyndist að hann hlyti að vera svo vondur, af því að hann væri svartur. Trúboðinn hlustaði á alt, sem drengurinn vildi segja, með mikilli hluttekningu, því að hann tók eftir því, að einlægni og löngun lýstu sjer í hinu svarta andliti. Þá sagði hann Ponkó frá því, að Guð elskaði svarta menn og drengi alveg eins og hvíta og hefði gefið son sinn til að deyja fyrir þá, hvorutveggja jafnt. Hann skýrði honum frá því, að Jesús, Sonur Guðs, hefði dáið á krossinum til að frelsa bæði hvíta og svarta menn, og að dauði hans hefði þau áhrif á þá, sem tryðu á hann, að hjarta þeirra, sem væri svart af synd og spillingu, yrði »hvítari en snjór«. »Æ! það voru þeir að syngja um!« sagði Ponkó »en það virðist vera of gott til að vera sannleikur!« Trúboðinn sagði honum þá frá því, að hann gæti fengið hvítt hjarta undir eins, með því að koma til jesú, og það væri miklu betra en að fá hvítt hörund. Ponkó tók á móti þessu með fögnuði, og þá kraup hann og tók á móti Jesú sem frelsara sínum í hjarta sitt. Síðan hefir hann verið eins glaður og hann er á myndinni. ATH. Ef lesendur eru því mótfallnir að fluttar verði greinar tyrir unglinga, eru þeir beðnir að gera mjer aðvart. Ritstj. ^ORÐURLJÓSIÐ kemur út einusinni á mánuði, og verð- ur 96 blaðsíður á árf. Árgangurinn kostar 50 aura og. borgist fyrir fram. Menn mega senda útgefandanum verð- iðí ónotuðum frímerkjum. Verð í Vesturheimi, 30 cents. Ritstjóri og útgefandi: /Vrthur Gook, Akureyri. (Afgreiðslumaður blaðsins áísafirði er hr.James L.Nisbet.J

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.