Norðurljósið


Norðurljósið - 01.04.1913, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.04.1913, Blaðsíða 8
32 Norburljósið að vitna um skapara sinn, og það jafnvel, enn áþreifan- legar, ef vjer rannsökum það dálítið nákvæmar. Metúsala lifði lengur en nokkur annar maðurá jörðu sem sögur fara af. Hversvegna? »Þegar hann er dáinn, verður það sent.« Samkvæmt fyrirheiti Quðs, sem hann gaf fyrir spámanninn Enok, átti hinn hræðilegi hegn- ingardómur, sem vofði yfirjörðunni vegna syndarinnar, ekki að framkvæmast fyr en eftir dauða Metúsala. Með- an hann lifði, var jörðunni óhætt, végna fyrirheita Guðs; meðan hann lifði, gekk hann um kring sem stöðug aðvörun fyrir hina óguðlegu samtíðarmenn sína. Jafnvel nafn hans hlaut að minna það á óumflýjanlega og bráða nauðsyn afturhvarfs. Því eldri sem hann varð, því kröftugri varð viðvörunin, og Quð, sem ógjarnan vildi framkvæma dóminn, lengir líf Metúsala meir og meir til að gefa þeim frest til iðrunar, — 700, 800, 900 ár, þangað til loks að rjettlætinu verður að fullnægja, og náðin stendur ekki lengur til boða, þareð henni var ekki viðtaka veitt af hinum glæpafulla heimi. Metúsala deyr, og »allar uppsprettur hins mikla undir- djúps opnast og flóðgáttir himinsins Ijúkast upp«; þannig endar hinn fyrsti ömurlegi þáttur mannkyns sögunnar. »Svo sannarlega sem jeg lifi, segir Drottinn alvaldur, hefi jeg enga þóknun á dauða hins óguðlega, heldur að hinn óguðlegi hverfi frá breytni sinni og lifí« (Esek. 33. 11.) (Eramhald.) Konungurinn og biblían. Skrifari þess biblíufjelags, sem gaf út nýja testa- mentið á íslensku með litmyndum (vasa-útgáfuna) og nú nýlega myndaspjöldin, sem getið var um í 4. tbl. síð- asta árgangs, frjetti að Georg Englandskonungur hafði lofað móður sinni Alexöndru drotningu, dóttur Krist- jáns níunda af Danmörku, að lesa eirin kapitula dag- lega í ritningunni. Af því að honum fanst það nauð- synlegt að sem flestir vissu um þetta góða dæmi, ef það væri satt, þá skrifaði hann konunginum og spurði hann að því, hvort svo væri, að hann hafði lofað þessu. Hann sendi ritstjóra »Norðurljóssins« afskrift af svar- ínu, sem hann fjekk frá ritara konungsins, sem er á þessa leið: Windsor Kastali. 18. nóv. 1912. Kæri herra! Jeg hefi lagt hið heiðraða brjef yðar frá 15. f. m. fyrir konunginn, og er mjer boðið að tilkynna yður í því tilefni: að það sje alveg satt, að hann bafi lofað Alexöndru drotningu, árið 1881, að hann skyldi Iesa einn kapítuia í biblíunni á hverj- um degi, og að hann hafi haldið þetta loforð alt af síðan. Virðingarfylst, KnoIIys. Fyrst þjóðhöfðingi, sem hefir óhjákvæmilega margar áhyggjur og mörgum stórmálum að sinna á hverjum degi, gefur sjer tíma til að lesa kafla úr Ouðs orði daglega, þá finst mjer að þeir, sem þykjast ekki hafa tíma til að lesa biblíuna, eiga að læra af dæmi hans. Guðs orð er nauðsynlegt öllum mönnum, — konung- um, ráðherrum, þingmönnum, dómurum, sýslumönn- um, lögfræðingum, læknum, kennurum, bændum, kaup- mönnum, skrifurum, verslunarmönnum, sjómönnum, lausamönnum og vinnumönnum, — því að það á er- indi til þeirra allra og allir mundu gera starf sitt bet- ur og samviskusamlegar, ef þeir fylgdu leiðbeiningum ritningarinnar, — því verður ekki neitað. Brjef þetta frá Georg konungi hefir vakið allmikla eftirtekt, og er ritað um það í mörgum blöðum Norður- álfunnar. Hefir það orðið til þess að leiða athygli margra að Guðs orði, og biblíulestrarfjelögum hefir aukist fjelagatala að mun. »Sunnudagaskólasambandið« hefir sent konunginum ávarp í tilefni af þessu; hefir hann svarað mjög hlý- lega, og virðist svar hans lýsa innilegri trú á Guðs orð. »Hjálpræði Guðs« — Um þetta rit skrifar gamall prestur á Austurlandi: »Ritið Hjálprœði Quðs þakka jeg yður fyrir. Ágrip þess alls, er þar er sagt, felst í þessu eina versi Hallgr. Pjeturssonar: »Alt hefi! jeg, Jesús, illa gert; alt það að bæta þú kominn ert, osfrv.« Kaupendur þessa blaðs geta fengið io eintök fyrir 40 au., send að kostnaðarlausu. Ritið er 32 bls. »Fegurð Krísfs«. — Greinin með þessari fyrirsögn, sem var í síðasta blaði, er nú sjerpfentuð í snotri út- gáfu með fallegri kápu (16. bls. í litlu broti) og tæst fyrir 5 au. Þó mega kaupendur »Nðlj.« fá 10 eint. fyrir 40 au., send að kostnaðarlausu. ^IORÐURLJÓSIÐ kemur út einusinni á mánuði, og verð' ur 96 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 50 aura og borgist fyrir fram. Menn mega senda útgefandanttm verð- iðí ónotuðum frímerkjum. Verð í Vesturheimi, 30 cents. Ritstjóri og útgefandi: Jtrfhur Gook, Akureyri. (Afgreiðslumaður blaðsins áísafirði er hr.James L.Nisbet.) Prentsmiðia Odds Björnssonat

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.