Norðurljósið


Norðurljósið - 01.10.1913, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.10.1913, Blaðsíða 2
74 Norðurljósib gjána í opinn dauðann, að því er öll líkindi virtust á vera. Fjelagar hans klifruðust ofan svo fljótt sem þeir gátu, til að sjá, hvort hægt mu.idi vera að finna fylgdarmann- inn aftur, og til að vita, hvort nokkurt lífsmark væri enn með honum. Þeir fundu hann loksins og þá var hann, — þótt ó- trúlegt sje, — lítið méiddur af fallinu. Hann hafði lent á snjóskafli og sloppið með fáein lítilsháttar meiðsli. Engu að síður hafði þessi hetja fórnað lífi sínu fyrir fjelaga sína, og sýnjr það oss anda liins góða hirðis, sem »lagði líf sitt í sölurnar fyrir sauðina«. Lík þessari sögu er ein sem sagt er frá í bók Dr. Torrey’s, »Kristur, biblían og vantrúin,« senr er þess verð, að hún sje sögð ennþá einu sinni. Fjórir menn voru einu sinni að klifrast upp hinn hála Matterhorn- tind, tveir ferðamenn og tveir fylgdarmenn ; allir fjórir bundnir saman með taug á milli sín. Neðri ferðamað- urinn misti fótannna og hrapaði. Hinn snöggi kippur í taugina tók neðri fylgdarmanninn með honum, og hann tók aftur efri ferðamanninn með sjer. Þrír menn hjengu nú fram af hinum svimandi háa kletti. En fylgd- armaðurinn, sem fremstur var og efstur, þá hann varð var við kippinn, keyrði broddstaf sinn ofan í ís- inn, spyrntist við og hjelt fast; þrír menn hjengu yfir hinni óttalegu hyldýpisgjá, en þessir þrír menn úr allri hættu samt, sökuni þess, að þeir voru bundnir við einn mann, sem hjeit fast. Efri ferðamaðurinn náði fót- festu, fylgdarmaðurinn þarnæst og loks neðri ferðamaður- inn, og áfram hjeldu þeir og komust alla leið klaklaust. Þegar mannkynið gekk upp hinn hála klett lífsins, misti hinn fyrsti Adam fótfestuna og hrapaði í hyldýp- ið. Hann tók þann næsta með, og svo hver annan koll af kolli, þangað til alt mannkynið hjekk yfir hyldýpis- gjá glötunarinnar; en hinn annar Adam, Maðurinn í dýrðinni, stóð fastur, og allir þeir, sem eru sameinaðir honum með lifandi trú, eru í engri hættu, þó þeir hangi yfir hinu óttalega hyldýpi, sökum þess, að þeir eru bundnir við Manninn í dýrðinni, Jesúm Krist. Smásyndir. Einu sinni sást stór örn á flugi. Hinn mikli fugl flaug hærra og hærra eins og hann vildi sýna að hann væri rjettkallaður konungur yfir fuglum himinsins. Alt í einu sáu menn að honum dapraðist flugið. Hann fór að síga og lá bráðum dauður á jörðinni. Hvað gekk að honum? Menn gáðu að hræinu og sáu, að örninn hjelt á litlum hreysiketti í klónum. Þeg- ar hann hafði þrýst litla dýrinu að sjer á fluginu, hafði það getað losað sig nógu mikið úr klóm arnarins til þess að sjúga blóðið úr brjósti hans. Hvílík mynd af syndinni! Menn gera lítið úr henni, en hún sigrast loksins á þeim og leggur þá að velli. Höggormar! VÆR stúlk- ur stóðu og horfðu í kring um sig. Þær voru í Svisslandi á skemtiferð og voru komuar út þann dag til að mála. Sólin stóð hátt á lofti og hitinn var mikill, en útsýnið var undurfagurt. »Æ! hvað þetta er dýrð- legt útsýni! Hjer verðum við endilega að sitja og mála.« Sú, sem talað hafði, beið eftir svari systur sinnar, en hún svaraði Ioksins: »Útsýnið er að vísu fagurt, en jeg veit ekki hvort það er skyn- samlegt að setjast einmitt hjerna.« »Því þá ekki ?« »Pabbi sagði okkur að gæta mjög vel að því, hvar við settumst að, því hann sagði að þessir klettóttu dalir væru fullir af höggormum.* »Hvaða vitleysa! Höggormar! Þú ert alt of varkár. Jæja, þú getur verið þar sem þjer sýnist, en jeg ætla að vera hjerna; það er indæll staður, og hjerna er of- urlítil hrúga af spítum og laufblöðum, sem gerir ágætt sæti.« Og við það settist stúlkan niður, opnaði tösku sína og tók upp teikniáhöldin sín. Systir hennar, sem var gætnari, sat á sjálfum klettinum hærra uppi. Þær byrjuðu að mála og voru bráðum sokknar nið- ur í það. Eftir litla stund fann stúlkan, sem sat á litlu hrúgunni, snögga hreyfing í sæti sínu. Hún hugsaði ekkert um það, en innan skamms fann hún enn þá meiri hreyfingu og alt í einu kom henni í hug, að það hefði verið rjett, sem systir hennar hafði sagt, og það væri líklega höggormur í sæti bennar! Hún vissi, að stingur þessarar höggormstegundar var banvænn og sat í örvæntingu og skjálfandi af hræðslu, án þess að vita hvað best væri að gera, því hún þorði hvorki að sitja kyr nje hreyfa sig. Þá Ieit hún niður og sá höfuð högg- ormsins smeygja sjer út rjett hjá fæti hennar. Hún mun

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.