Norðurljósið


Norðurljósið - 01.10.1913, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.10.1913, Blaðsíða 6
78 Norburljósið Molar frá borði meistarans. (Á þessari blaðsíðu verða jafnan fluttar uppbyggilegar greinar fyrir trúaða.) Hið sigursæla líf. (Framhald.) Aðrir segja: »Við höfum presta og trúboða; er ekki nóg, að þeir tali um Krist og hvetji menn til að koma til hans?« Nei, það er ekki nóg. Hvers vegna? Af því að Quðs orð kennir oss, að öll Guðs börn eigi að við- urkenna Jesúm sem frelsara sinn og reyna að leiða aðra til hans. Þegar mikil ofsókn hófst gegn söfnuðinum í Jerúsalem, er sagt í ritningunni, að »allir tvístruðust út um bygðir Júdeu og Samaríu, nema postalarnir." Rjett á eftir lesum vjer að »þeir, sem tvístraðir voru, fóru víðsvegar og boðuðu orð fagnaðarerindisins.t (Post- ulas. 8. 1. og 4.)i Það voru þá ekki postularnir, sem boðuðu orð fagnaðarerindisins víðsvegar, því þeir voru heima í Jerúsalem. Það var fólkið, óbreytta fólkið, sem hafði reynt kraft hins upprisna frelsara sjálft, og lang- aði til að leiða aðra til hans líka. Það er mjög ólíklegt að þessir menn hjeldu nokkrar samkomur eða guðsþjónustur, heldur töluðu þeir við þá, sem þeir hittu, og leituðust við að hafa áhrif á þá og leiða þá til Krists. Vjer sjáum mörg dæmi þess í ritningunni: Filippus hittir mann, akandi í vagni, sem er að lesa í gamla testamentinu; samtal þeirra endar þannig, að maðurinn snýr sjer til Krists. Páll finnur nokkrar konur við árbakka nokkurn, sest niður og tal- ar við þær og leiðir samtalið að frelsaranum; árangur- inn verður sá, að Lydía, ein kvennanna, leitar Drottins af hjarta. Páll talar um Drottin við fangavörðinn í fang- elsinu, við hermennina sem fylgja honum til Róm, við fólkið, sem finnur hann í húsi hans þar. Vjer munum allir eftir því, hvernig Drottinn Jesús talaði sjálfur við konuna við Jakobsbrunninn í Samaríu. Allstaðar eru menn og konur, sem þrá einhverja upp- örfun og hjálp í andlegum efnum. Þeir láta það aldrei í Ijós, en ef einhver, knúður af kærleika Krists, talar fáein orð um hann að fyrra bragði, þá eru þeir oft fúsir til að heyra meira um hann, sem getur orðið þeim til ómetanlegrar blessunar. »Hver sem því kannast við mig fyrir mönnunum, við hann mun jeg einnig kannast fyrir Föður mínum á himnum. En hver sem afneitar mjer fyrir mönnunum, honum munjegog afneita fyrir Föður mínum á himn- um.« (Matth. 10. 32.) »Því að með hjartanu er trúað til rjettlætis, en með munninum játað til hjálpræðis; því að ritningin segir: Hver sem trúir á hann, mun ekki til skammar verða.* (Róm. 10. 10.—11.). Það voru tveir ungir menn í stórborg einni, sem leigðu í sama herbergi og voru mestu mátar. Annar þeirra fór að sækja vakningasamkomur, sem haldnar voru þar skamt frá, og árangurinn varð sá, að hann sneri sjer til Krists. Nú fann hann, að hann átti að segja fjelaga sínum frá þessari nýju gleði sinni, og reyna að leiða hann til Krists, en- hann vantaði einhvernveginn kjark til þess og dró það þannig nokkra daga að tala við hann um það. Hann kom altaf heim frá vinnu sinni á undan vini sínum og notaði þá tímann til þess að lesa úr Quðs orði og biðja, en undir eins og hann heyrði fótatak, hætti hann lestrinum og stakk biblíu sinni ofan í koffort. En samviska hans ákærði hann alt- af meira og meira fyrir þetta einurðarleysi, og hann bað Quð að gefa sjer kraft til þess að viðurkenna Krist fyrir fjelaga sínum og að leiða hann á Quðs veg Næsta kvöld sat hann og las í biblíunni eins og áður, en þegar vinur hans kom, sat hann kyr, heilsaði honum vingjarnlega og hjelt áfram að lesa. »Ertu að lesa biblíuna?« spurði hinn, hissa. »Já,« svaraði hann og leit hiklaust framan í andlit vinar síns. »En hvernig stendur á því? Þú hefír víst ekki gert það lengi.« »Það er satt,« svaraði hann, »en nú skal jeg segja þjer frá því. Sunnudagskvöldið er var sneri jeg mjer til Jesú Krists og tók á móti honum sem frelsara mín- um og meistara. Nú langar mig franivegis til að haga lífi mínu eftir vilja hans, og þess vegna les jeg biblí- una til þess að þekkja vilja hans.« Fjelagi hans virtist vera svo hrifinn af þessum orð- um, að sá sem talaði gat varla skilið, að þau skyldu hafa svO mikil áhrif á hann. Það var þögn um stund. Þá sagði sá, sem var nýkominn inn: »Hvar skeði það?« Vinur hans nefndi staðinn þar sem samkomurnar voru haldnar. Þá sagði hinn: >Jeg er nú alveg hissa. Jeg skammast mín fyrir það, að jeg hefi aldrei sagt þjer frá reynslu minni. Jeg var einnig á þessari samkomu á sunnudagskvöld og jeg hefi líka snúið mjer til Krists, en jeg var svo feiminn, að jeg gat ekki komið mjer til að segja þjer frá því.« Vjer getum ef til vill ímyndað oss, hvílíkur fögnuð- ur var í þessu litla herbergi það kvöld á milli þessara tveggja ungu lærisveina Jesú Krists sem nú voru búnir að sigrast á kjarkleysi sínu. Frá þeim tíma lásu þeir og báðu saman, styrktu hvor annan og höfðu blessun- arríkt samfjelag hvor með öðrum. Láttu ekki holdlega feimni aftra þjer frá að viður- kenna Krist. (Framhald.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.