Norðurljósið


Norðurljósið - 01.10.1913, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.10.1913, Blaðsíða 7
Norðurljósið 79 Er biblían ábyggileg? XI. Niðurlag:. J. W. Mendenhall, »doktor« í bókmentum (LL. D.) og í guðfræði (D. D.) gefur lista í bók sinni um »ný- guðfræði« yfir allar þær sjerstöku kenningar, sem biblíu- gagnrýnendur og nýguðfræðingar hafa haldið fram um upptök biblíuritanna síðan árið 1850. Verða þær 747 (sjö hundruð fjörutíu og sjö!) að tölu. Dr. Mendenhall segir: »Af þessum 747 kenningum eru 603 dánar út nú og margar af þessum 144, sem eru afgangs, eru komnar á hinsta stig hnignunar og upplausnar . . . . Biblíugagnrýnandinn leitar ekki að föstum sönnunum, þar sem hann hefir fyrirfram bundið sig við sína sjer- stöku kenningu um upptök biblíunnar. Um flestar þess- ar kenningar er það að segja, að það finnast varla tvær, sem eru sammála, þar sem hver þeirra hefir sín sjereinkenni, sem greinir á . . . t*ar sem svo er ástatt, finnur hinn trúaði fulla ástæðu til að neita þessum mönnum um fylgi sitt, með því að þeir gera það að starfi sínu, að mótmæla sannleikanum, sannreyndum, kenningum sögunnar og undirstöðuatriðum kristinnar trúar, án þess að hafa aðra heimild en eigin heila- spuna sinn, sem getur ekki tekið tillit til þess, sem nær út fyrir takmörk sjerkenninga þeirra.« Setjum svo, að vjer værum að ferðast yfir eyðimörku, þar sem þó væri góð braut, og fimm eða sex menn næðu í oss á Ieiðinni og slægjust í för með oss. Þeir þykjast þekkja leiðina mjög vel og eftir litla stund benda þeir oss á það, að margar torfærur sjeu fram- undan oss, ef vjer fylgjum brautinni; þeir segja oss, að vjer ættum öllu heldur að yfirgefa brautina, því að hún sje svo gömul, og þeir skuli vísa oss á miklu betri veg, sem þeir segja að »vísindin« hafi opinberað þeim. Vjer förum svo af brautinni og höldum áfram eftir þeirra vegi. Þá komum vjer að vegamótum, þar sem eru fimm eða sex götur, sem liggja sín í hverja áttina; nú vill hver maður fara sína götu og hafa oss með sjer. Hver þeirra þykist geta »vísindalega« sann- að, að sín gata sje sú rjetta og finst þeir ómögulega geta skilið, að vjer sjeum svo fáfróðir, að vjer viljum ekki fylgja henni. Hvað eigum vjer nú að gera í slíkum kringumstæð- um ? jeg held að hver heilvita maður vildi kveðja þessa ónýtu leiðtoga og stefua beint aftur að brautinni gömlu, og láta þá svala sjer á háðyrðum sínum um þá, sem ekki vilja veita »hinum áreiðanlega árangri nútíðarvísinda« viðtöku. Lát mig nú spyrja, hvað vjer hefðum sagt, ef göt- urnar væru 747 og leiðtogarnir jafnmargir? En þannig er nú ástatt, þar sem nýguðfræðingar og biblíu-gagn- rýnendur eru. Heyrið orð Drottins! »Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sje ham- ingjuleiðin, og farið hana, svo að þjer finnið sálum yðar hvíld. En þeir sögðu: Vjer viljum ekki fara hana. . . . . Sjá, jeg leiði ógæfu yfir þessa þjóð, ávöxtinn af ráðabruggi þeirra; því að orðum mínum hafa þeir eng- an gaum gefið og leiðbeining minni hafa þeir hafnað.« (Jerem. 6. 16.) * * * Nú þakka jeg lesaranum fyrir þolinmæði sína, en áður en við skiljum, langar mig til að benda honnm á það, að í biblíunni stendur hann augliti til auglitis frammi fyrirOuðs lifandi orði. Ef hann snýr sjer alvar- lega til Quðs, þá fær hann eflaust lifandi trú á biblí- unni; ef hann snýr sjer alvarlega að biblíunni, þá mun hún eflaust leiða hann til lifandi trúar á Ouði og á Kristi. Þess vegna skora jeg á hann í nafni Guðs og Drottinsjesú Krists, að gefa sig og vilja sinn algerlega á vald Ouðs eingetins Sonar, sem vill »fyrirgefa hon- um syndirnar og hreinsa hann af öllu ranglæti«, eins og ritningin segir. Með einbeittum vilja skalt þú, kæri lesari, leggja niður vantrú þína við fætur Jesú Krists, ef þú ekki ert nú þegar fyrir endurfæðinguna orðinn sannarlegt Ouðs barn. Hann kallar ekki á þig til einskis, heldur vill hann taka á móti þjer, lækna sálu þína, kenna þjer og leiða þig þangað, sem þú ert að eilífu óhultur fyrir allri synd og vantrú. Nú leggur höfundurinn frá sjer pennann með þeirri innilegu hjartans bæn, að hann fái að sjá marga les- endur sína á síðan í dýrðarinnar og sælunnar ríki, og felur þetta litla rit sannleikans og kærleikans Quði. Athugasemd. Menn geta fengið hjá ritstjóra þessa blaðs ensku og dönsku útgáfuna af þessum rit- gerðum, sem nú eru á enda í »Norðurljósinu«. Oæti það ef til vill orðið gagnlegt fyrir þá, sem eru að læra ensku eða dönsku, að hafa þessi rit til samanburðar. Aðalinnihaldið er það sama í öllum þýðingunum. Þó eru tveir kapítular á íslensku, sem ekki eru til í hinum þýðingunum, af því að ekki var búið að rita þá, þegar þær komu út. Greinarnar koma strax út í sjerprentun á íslensku, 60 bls. í fallegri kápu, og kosta 25 au.; enska útgáfan kctstar (í stóru broti) 45 au. ('ód.) og danska útgáfan (í ljereftsbandi) 50 au. Þessar bækur fást allar sendar með pósti frá ritstjóranum fyrir verðið í frímerkjum eða póstávísun.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.