Norðurljósið


Norðurljósið - 01.12.1913, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.12.1913, Blaðsíða 2
90 Norburljósib Nokkur kvöld þar á eftir fórum við að lesa tésta- mentið að gamni okkar til þess að finna í því viliur og mótsagnir. Loksins komumst vjer út í Jóhannesar Ouðspjall, en áður en við vorum komnirút að 13. kapí- tula var jeg orðinn sannfærður um synd mína, um rjett- lætið og dóminn og óskaði eftir að geta beðið, því þá hefði jeg beðið um fyrirgefningu synda minna. Næsta kvöld lásum við 14. kapítula og jeg óskaði um fram alt að jeg væri einn, til þess að geta beðið. En fjelagar mínir voru þar viðstaddir, og jeg skamm- aðist mín fyrir að láta uppi tilfir.níngar mínar, þarsem jeg hafði verið fremstur þeirra allra í því að mæla á móti biblíunni. Næsta kvöldið fórum við að lesa 15. kapítula, ogjeg var rjett kominn að því að falla á knje og biðja eða fara eitthvað út til þess að svala tilfinningum mínum, þegar fjelagi minn sem var kaþólskur sagði: »Jeg held við ættum að biðja.* Jeg horfði á andatrúarmanninn, til þess að vita hvernig honum litist á það, en hann sagðist hafa haft löngun til þess í nokkur kvöld. Þá fjell jeg á knje frammi fyrir Ouði og fór að biðja um miskunn. Það gerðu og hinir tveir; og við höfðum ó- gleymanlega bænarstund, þangað til komið var fram yfir miðja nótt. Ljós himnaríkis streymdi inn i sálir okkar og við öðluðumst allir fyrirgefningu og frelsi það sama kvöld. Við hjeldum auðvitað ekki fleiri andatrúarfundi en höfðum bænarsamkomur og biblíulestrastundir í stað- inn. TJað var undravert hvernig Drottinn hjálpaði okk- ur að skilja hans dýrmæta orð. Jeg lofaði Ouði því, að jeg skyldi fara aftur til Los Angeles og prjedika Krist einmitt á þeim sömu stöðvum þar sem jeg hafði áður haldið vantrúarfyrirlestra, svo framarlega sem hann vildi frelsa mig frá öllum mínum syndum. Og það kom ein- mitt fyrir, Guði sje dýrðin. Sama kvöld og við fundum Krist, liafði jeg skotið stóran fugl og hafði verið að baka brauð. Jeg hugs- aði þá uni gamla manninn í hinum kofanum og fann slíkan kærleika til hans vakna í hjarta mínu, að jeg er viss um að jeg hefði ekki fundið hann nema fyrir á- hrif Guðs Anda. Jeg fór snemma á fætur næsta morg- un og tók fuglinn matbúinn og stórt brauð með mjer og fór til gamla mannsins. Jeg vissi sem sje, að hann gat ekki bakað annað en flatbrauð. Jeg barði á dyr og hann opnaði mjög gætilega. Æ, hvað jeg elskaði hann, er jeg sá hann standa þar á þröskuldinum, útslitinn af elli og erfiði og hendurnar kreptar af gigt. Jeg sagði: >Bróðir, jeg er kominn með fugl og hveitibrauð, sem jeg ætla að biðja þig að þiggja«. Þegar jeg sagði þetta, sá jeg að tárin komu fram í augum honum, og jeg fór líka að gráta og lofa Guð. Gamli maðurinn tók á móti gjöfum mínum og spurði mig hvað hefði komið fyrir mig. Jeg sagði honum frá því, hvernig jeg hafði snúist, og viknaði hann þá mjög. Hann hafði haft allra manna Ijótastan munnsöfnuð, en eftir þennan atburð heyrði jeg hann aldrei blóta framar. * • * Þessi frásaga sýnir, hvílíkan undrakraft Guðs orð hefir til að umbreyta lífi þeirra, sem lesa það með at- hygli, ef þeir veita ekki Heilögum Anda mótspyrnu. Andatrúarmenn, vantrúarmenn, kaþólskir, »guðspek- ingar® og allir, sem byggja ekki á ritningúnni, mundu sannfærast, ef þeir gæfu biblíunni meiri gaum. Eina skilyrðið er það, að þeir stríði ekki gegn fortölum Hei- lags Anda, sem leitast altaf við að leiða menn til Krists. Frelsaður frá píslarstaurnum. Islendingur nokkur ungur kom við og við á »Sjó- mannahælið« hjer á Akureyri í fyrra og töluðum við oft saman. Einu sinni fórum við að tala um trúarefni, og kom hann þá með þá skoðun, sem jeg hefi svo oft heyrt hjer á landi, að líf og dauði Jesú Krists væri fög- ur fyrirmynd fyrir alla, en að það væri ekki nauðsyn- legt að trúa því, að hann hefði dáið friðþægingardauða vor vegna. Hann áleit það alveg nóg, að trúa á Krist sem fyrirmynd til að breyta eftir, en óþarfi að hugsa nokkuð um »blóð Jesú Krists«. Jeg reyndi að sýna honum fram á, að þetta væri í raun og veru ekki nægileg hvöt til að leiða menn til þess að lifa heilögu líferni, enda veittist engum manni kraflur til að gera alt það, sem samvizkan segði hon- um að gera, með því einu að hugsa um fyrirmynd Krists. Hann fjelst samt ekki á það. Þá sagði jeg: »Setjum svo, að það væri maður, sein lifði óaðfinnanlegu lífi og væri í alla staði eftirbreytnisverður, þá myndi sú tilfinning ríkja hjá mjer, hvert sinn sem jeg hugsaði um hann, hve jeg væri ófullkominn og syndugur í sam- ánburði við þennan góða mann. Það er að segja, líf hans myndi dæma líf mitt og sýna mjer, hvað það væri óhreint og syndugt. En setjum svo, að jeg hefði framið einhvern stórglæp og sæti í myrkvastofu og biði þar dauðahegningar, og þessi góði maður kæmi svo til mín og segðist vilja fúslega ganga í minn stað og deyja fyrir mig, — segðist vera búinn að fá samþykki dómarans til þess, og vildi ekki hætta við áforin sitt. Hann leiðir mig út úr myrkvasíofunni og jeg sje hann líða og deyja í minn stað. Haldið þjer ekki að hver æð í líkama mínum mundi ekki brenna af löngun tif að lifa eins og hann lifði, tala eins og hann talaði, hugsa eins og hann hugsaði, og sýna öðrum þann kær- leika, sem hann hafði auðsýnt mjer?

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.