Norðurljósið


Norðurljósið - 01.12.1913, Side 8

Norðurljósið - 01.12.1913, Side 8
96 Norðurljósið Hann er sannfærður um, að málstaður b'aðsjns"er góður og líklegur til þess að verða þeim heimilum tiT blessun- ar, þar sem það er lesið, enda hefir hann marga"skrif- lega vitnisburði um, að raun hafi orðiðáþessu, og^hann veit líka til þess, að fjöldamargir lesendur eru honum sammála. Eigum vjer þá ekki að leggjast á eitt, níi á þessum næstkomandi mánuðum, að reyna að tvöfalda áskrifendatöluna? Guð veit, að fjegirni jkemur“ekki til jnála í þesstl tilliti, því ritstjórinn lofar því_alvarlega að stækka blaðið, undír eins og áskrifendatalan erjorðin svo stór, að það svari kostnaði, og þá atlar hann að bæta það með ýmsu móti. Um leið og jeg sendi öllum útsölumönnum hiartan- lega kveðju mína og bestu óskir fyrir nýárið, bið jeg þá að gera mjer enn þann greiða, að safnn áskrifenda- gjöldum fyrir 1914 og senda þau í tæka tíð. Menn eru beðnir að greiða autana þeiin útsölumanni, sem sendir þeim blaðið, ef hægt er með góðu móti, annars má senda þá til mín. Einnig bið jeg alla, sem fá blað sitt sent beint til sín með pósti, að sjá um að áskrifendagjaldið komist til mín skilvíslega, með næsta pósti. t>að ljettir og greiðir statf afgreiðslumanna hjer til muna, að sem flestir sjeu skilvísir. Áskrifendagjaldið er óbreytt, - 50 au., borgað fyrirfram. * * * Ritstjórinn ætlar að gera lesendum sínum, sem hafa vilja á að hjálpa blaðinu, en þá betra tilboð en í fyrra. Hver, sem sendir sitt éigið áskrifendagjald (50 au) fyrir næsta árgang, ásamt áskrifendagjaldi fjögurra ann- ara manna, sem ekki hafa keypt 1. eða 2. drganginn, (o: nýrra áskrifenda), getur fengið þessar bækur, mynda- spjöld og ritföng, sem kosta annars 3 kr. 50 au„ fyrir 1 kr. Útgefandinn borgar póstgjaldið (með skipi) til næsta hafnarstaðar og verður böggullinn sendur með fyrstu skipsferð: Kr, 1 Eirikur litli, saga með myndum, 48 bls. . . . 0.25 1 Saga leikarans, með myndum.................0.10 1 Það, sem hver drengur á að vita, með mynd 0.10 1 Sex dagar sköpunarinnar...................0.05 1 Andatrúin: lýsing og viðvörun.............0.10 1 Stóð sólin kyr á dögum fósúa?.............0.10 1 Frelsun úr þrœldómi.......................0.10 1 Hjálprœði Guðs, í kápu .......................0.10 1 Fegurð Krists.............................0.05 1 Er biblian ábyggiíeg?.....................0.25 1 Auðcefi Krists............................0.25 6 myndaspjöld, með hanka, (3 lítil og 3 stór) . . 0.60 60 brjefsefni (pappír og umslög), 3 blýantar, 1 penna- stöng og 5 stílabækur .........................1.25 Póstgjald.......................................0.20 Samtals . . . 3.50 Menn eiga því að senda 3 kr. 50 au. alls (í póstávís- un), það er 2 kr. 50 au. fyrir 5 nýja árganga „Norð- urijóssins" 1914 og 1 kr. fyrir bókaböggulinn. Þetta tilboð nær einnig til áskrifenda í Vesturheimí. Peim verða samt ekki send nein ritföng, en bækurnar verða sendar sem „prentað mál" þeim að kostnaðarlausu. Áskrifendagjaldið í Vesturheimi er 30 cents. Prófessor Huxley og eilíf hegníng. Skynsemistrúar-maðurinn mikli, Huxley, var sann- færður utn að biblian væri besta bókin, sem hægtværi að láta unglinga lesa, þrátt fyrir vantrú hans. Hann var heldur ekki nærri því eins mikill vantrúarmaður eins og margir, sem þykjast fylgja stefnu hans. Hann var meira að segja ekki eins mikill vantrúarmaður á ritninguna og vitnisburð Krists, eins og t. d. sumir prestar, sem jeg þekki. Um hegninguna, sem bíður hinna óendurfæddu eftir dauðann, ritaði hann: »Jeg er sterktrúaður á hegningu vissra misgerða, ekki einungis nú í þessum heimi, heldur og í allri þeirri framtíð, sem menn geta haft, verði hún löng eða stutt.. . Jeg hygg að ódauðlegleiki hljóti að hafa eilífa eymd í för með sjer, nema einhver breyting eigi sjer stað, líkt og t. d. er lýst í 15. kapítulanum í fyrra brjefinu til Korintumanna.t Sannur áhugi. Ung stúlka, sem á heima skamt frá kristniboðsstöð við Ogowfljótið í Vestur-Afríku, kom einn dag á litlum bát til að heyra um „Guð hvíia mannsins". Hún meðtók með gleðj það sem henni var sagt, og þegar hún gekk niður að bátnum um kvöldið til að róa heim aftur, sagði kristniboðinn við hana, að næsta dag, sem var sunnu- dagur, skyldi hún fá að heyra meira um Jesúm, ef hún vildi koma. „Jeg skal koma aftur á morgun, ef jeg lifi," sagði stúlkan um leið og hún reri burt. Hún kotn líka eins og hún hafði lofað, en nokkru síð- ar fjekk kristniboðinn að vita hjá öðrum stúlkum hvernig hún hafði komið. Bátnum hennar hafði verið stolið um nóttina, og svo hafði hún synt alia leið til kristniboðs- stöðvarinnar, þó stormur væri og flóð, og hin sterka hönd Drottins hafði leitt hana klaklaust gegnum vötnin dimmu. JNORÐURLJÓSIÐ keniur út einusinni á mánuði, og verð- ur 96 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 50 aura og greiðist fyrir fram. Menn mega senda útgefandanuni verð- ið í ónotuðum frímerkjum. Verð í Vesturheimi, 30 cents. Ritstjóri og útgefandi: ýtHhur Gook, Akureyri. (Afgreiðslumaður blaðsins áísafirði er hr.James L.Nisbet.) Prentsmiðja Odds Björnssonar. Akureyri,

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.