Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1921, Qupperneq 4

Norðurljósið - 01.01.1921, Qupperneq 4
4 NORÐURLJÓSIÐ. ARNARSTAPI eða Viðreisn Bentleys. Saga eftir Alice Gray. [Rýdd úr ensku]. [Saga þessi er um sömu persónur og »Barátta Allans«, sem kom út í 6. árgangi biaðsins]. I. »Jæja, Edward minn, segðu mjer nú eitthvað uni skólabræður þína í Drayfon Hall. Jeg ímynda mjer að jeg kannist við sum nöfnin á nafnaskránni, því oft hafa synir gerst skólasveinar í Drayton Hall eftír feður sína, og jafnvel sonarsynir eftir afa sína, með næstum því sömu reglufestu og Draytonsættin sjáif, Auk þess lang- ar mig mjög til að vita nöfn allra vina þinna; þú hefir altaf látið mig vita hvað leið, og jeg er þjer þakklátur fyrir það, drengur minn. Rað hefir ætíð virst svo, sem þú hafir fundið það á þjer, að jeg mundi láta mig miklu skifta alt er snertir fjelaga þína, og því er líka vissulega svo varið. Hvern þykir þjer vænst um af þeim öllum?« »Frank Austin, held je« — nú.« Mr. Churchill lagði höndina blíðlega á öxl hins unga bróðursonar síns, þegar hann heyrði í hve lágum sorg- arrómi hann bætti við orðinu »nú«. Reir lágu báðir á grasívöxnum bala við skógarlækinn. Þeir tóku sjer þar hvíld á skemtigöngu sinni eftir há- degisverðinn. Mr. Cburchill var nýkominn heim til bróðurbarna sinna eftir nokkurra ára fjarveru. »Jeg veit það,« Sagði Mr. Churchill, þegar Edward, sem lá Við fætur hans, leit á hann rneð angurblíðu augnaráði, »að það var þung raun fyrir þig, vesalings drengurinn minn, að missa Allan; jeg sje það á andliti þínu, hve mjög þú hefir liðið. Rað er svo fullorðins- legt eftir aldri, Edward, þrátt fyrir glaðlyndi þitt. Jeg sá það strax og jeg leit á þig.« »Jeg er orðinn mikið eldri síðan Allan Haywood dó,« svaraði Edward Churchill alvarlega. »Ef til vill veitti ekki af því, að jeg stiltist dálítið, því að jeg var svo hugsunarlaus og þrályndur sem hugsast gat. En þú mátt ekki hugsa, Harry frændi, að jeg sje orðinn daufur, því, hreinskilnislega sagt, er jeg það ekki. Jeg er oftast með þeim kátustu af piltunum, en endur og sinnum grípur mig svo sárbitur saknaðartilfinning, að jeg verð að hlaupa eitthvað burt og fela mig, meðan mjer líður sem verst. Sumir af fjelögum mínum eru bestu drengir en enginn þeirra verður mjer nokkurntíma á við Allan Haywood, hjartkæra vininn minn!« Edward þagnaði augnablik, og það lýsti af andiiti hans er har.n mintist með kærleika þeirra daga, er vin- ur hans var með honum, og tók þátt í sjerhverri sorg hans og gleði. Síðan mælti hann hressari í bragði en áður: »Þú spurðir mig áðati, hver væri besti vinur minn; jeg held Frank Austip sje það, en samt gæti jeg varla gert mun á honum og Laurence Bronson, ef Frank væri ekki að verða svo líkur Allan. Hann var áður hinn drambsamasti piltur, sem jeg hefi nokkurntíma þekt, góður drengur að vísu, en einn af þeim mönnum, sem þykir sjálfsagt, að allir sitji og standi eins og þeir vilja, og finst þeir beri höfuð og herðar yfir alla í skólanum. En þrátt fyrir það, geðjaðist okkur vel að honum, og Ijetum hann ráða, því að eðlisfari var hann göfuglynd- ur og við vorum ætíð béstu vinir. En síðastliðinn vetur varð hann — jæja, Harry frændi! — sannleikurinn er sá, að hann sneri sjer til Krists, og síðan hefir hann líkst Allan meir og meir. Hann hefir ekki lengur þetta drembilega viðmót og er laus við alt ráðríki, og hann er orðinn svo blíðlyndur; í stuttu máli sagt: hann er blátt áfram sannur ágætismaður. Sumar hugmyndir hans eru að vísu allkynlegar, en hann heldur fram því, sem hann álítur rjett vera, með svo miktum röskleik og hugprýði, að það er ómögulegt annáð en dást að honum, jafnvel þegar hann fer fullfrekt í sakirnar.« »Að hverju leyti átt þú við?« »TiI dæmis það, að hann hefir haldið bænasamkomu eða eitthvað því um líkt í M'ilwards Corner. Þú manst eftir þeim stað, og hann hefir ekki batnað neitt, ímynda jeg mjer, síðan þú varst þar síðasi. Hann hefir nú fengið þá flugu í höfuðið, að hann geti komið þar einhverju góðu til leiðar. En þó við hlægjum að honum og stríðum honum á »prestsverkum« hans, get- um við ekki annað en óskað, að starf hans beri ein- hvern árangur; hann er svo áhugamikill og kappsamur. I gær var hann að tala um, hversu mikla hjálp Allan mundi hafa veitt honum, hefði hann lifað. Ög jeg er líka viss um, að hann hefði gert það, því Allan hafði yndi af öllu slíku. Að starfa af kappi að öllu því, sem hann áleit gott og rjett, var hreinasta unun fyrir hann.« Rað var hrífandi að heyra, hvernig rödd piltsins breyttist í hvert skifti, er hann nefndi nafn Allans; hún varð þá sv® blfð og ástúðleg. Mr. Churchill, sem Ijet sig miklu skifta alt það, er snerti Edward, sem hann elskaði næsíum eins heitt og hann væri sonur hans, gat ekki annað en veitt því efttrtekt, og rödd sjálfs hans lýsti innilegri hluttekningu, er hann sagði: »Heldur þú, Edward, að dauði Allans hafi orsakast af sorg þeirri, sem hin óverðskuldaða ónáð olli honum?« »Nei, hann hefði ekki getað lifað marga mánuði, eftir því sem læknirinn sagði. Hann var orðinn svo slæmur fyrir brjóstinu löngu áður en þetta kom fyrir. En það er enginn efi á því, að ólán þetta og æsing- in, sem hann komst í út af því, hefir stytt líf hans- Arthur Bentley ber ábyrgð á því.« Pilturinn var skjálfraddaður, og þó hreytti hann síð- ustu orðunum grimmúðlega út úr sjer, eins og skjálftinn í röddinni orsakaðist eins mikið af reiði og af sorg. »Veit nokkur enn þá um ástæðuna fyrir breytni Bent- leys?« spurði Mr. Churchill, »Mjer hefir altaf þótt það mjög einkennilegt, að hann sxyldi skrifa meiðandi háðkvæði um prófessor Bentley, einkabróður sinn, ein- ungis til þess að svívirða Allan. Hvers vegna hafði hann þennan ímugust á honum?« »Eftir því, sem við bezt vitum, var hann einungis sprottinn af metnaði og öfund. Pessir tveir báru af, öðrum piltum í sínum bekk, einkum Allan. Pað var hið eina, sem hann vann til saka, og það var nóg til þess, að Bentley fór að reyna að koma því til leiðar, að Allan yrði rekinn úr skólanum, og hann vildi tefla á tvær hættur með framtíð sína til þess að ná þessum

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.