Norðurljósið - 01.01.1921, Síða 5
NORÐURLJÓSIÐ.
5
tilgangi. Hann skrifaði háðkvæð-ið, eins og þú veist,
og kom svo ár sinni fyrir borð, að Allan var eignað
það, og svo var hann rekinn úr skóla. Regar hið
sanna komst upp, þá fór eins og mig grunaði, að Allan
fjekk Drayton skólastjóra til að hætta *við þá fyrirætlun
sína, að reka Bentley úr skóla, svo náunginn er enn
þá kyr í Drayton Hail. En eitt veit jeg fyrir víst, og
það er, að Allan gat ekki frelsað hann frá verðskuid-
aðri hegningu. Allir piltarnir hafa svo mikla skömm
á honum, að þeir geta varla sjeð hann; enginn talar
orð við hann nema hann megi til og all'r virðast á-
kveðnir í því, að láta hann fá makleg málagjöld fyrir
það, sem vesalings Allan varð að líða. Ekki er nóg
með það, að hann hefir sýnt að hann er samviskulaus
óþokki, heldur eru piltarnir fjúkandi reiðir út af því,
að þeir höfðu látið hann blekkja sig og koma sjer tií
að breyta eins ómannúðlega við Allan og þeir gerðu.
u, Harry frændi! Rað var hræðiIegt.U hrópaði piltur-
inn í geðshræring sinni, og lá við sjálft að hann brysti
í grát.
»Enginn veit hvað mikið hann tók út,« hjelt hann
áfram eftir augnabliks þögn. »Það var ekki nóg að
hann væri rekinn burt, heldur sneru allir piltarnir við
honum bakinu, nema Karl Grant og jeg; við vorum
þeir einu í skólanum, sem trúðum honum fyllilega.
Bronson, Morrison og Austin voru mjög góðir og
stimamjúkir við hann meðan hann lá veikur, en undir
niðri efuðust þeir um sakleysi hans. Finst þjer það
nú svo undarlegt, að jeg blátt áfram hata þennan Bent-
ley? Allan fjekk mig til að heita sjer því, að reyna
að fyrirgefa honum, og jeg hefi reynt það, en jeg get
það ekki. Vegna þessa loforðs tala jeg aldrei eitt ein-
asta orð um hann í skólanum, en jeg get ekki þolað
að hafa hann nálægt mjer, og jeg verð að kannast við,
að mjer er næstum raunaljettir að því, að sjá hann ráfa
um svo dapran og stúrinn á svip, án þess að nokkur
maður tali eitt einasta vingjarnlegt orð við hann, því
jafnvel bróðir hans virðist fyrirlíta hann. Prófessor
Bentley var Allan mjög reiður meðan hann hjelt, að
hann hefði móðgað sig; einnig hafði hann horn í síðu
hans fyrir það, að hann hafði svo oft unnið verðlaun,
sem hann og Arthur Bentley keptu um. En prófess-
orinn er rjettsýnn og göfuglyndur, og jeg held, að eng-
inn hafi orðið reiðari við Arthur en einmitt hann.«
»Vesalings Bentley! Jeg get ekki annað en kent í
brjósti um hann,« sagði Mr. Churchill. »Pað er sorg-
legt ástand fyrir ungan mann, að verða að dvelja með-
al þrjú hundruð fjelaga, sem allir hata hann og fyrir-
líta. Pað er hTæðileg hegning, Edward.«
»Pað er það sama og hann gerði Allan,« svaraði
pilturinn hranalega.
»Já, jeg veit það, og þó tekur mig sárt að hugsa
til þess. Að vísu var það alveg eðlilegt að svona færi,
og það er ekki annað nje meira en hann á skilið, en
Það er samt hræðilegt. Hugsaðu þjer að þú værir í
hans sporum, Edward, reikandi einmana gegnum lífið,
afhrak allra þeirra, sem þú verður að búa saman við,
°g án þess að hafa nokkurn að tala við nema þá, sem
hata þig og fyrirlífa. Edward! Petta er nóg til að gera
Piltinn örvita. Hann hlýtur að vera mjög kjarkmikill
°g einbeittur, annars hefði hann strokið frá Drayton
Hall fyrir löngu síðan.«
»Hann á ekki alveg eins bágt nú og áður,« sagð1
Edward rólegri. »Nokkrir af piltunum eru farnir að
tala við hann endur og sinnum, én jeg get það ekki.
Allir hinir piltarnir höfðu mætur á Allan; þeir gátu
ekki annað, en engum þeirra var hann jafnkær og hann
var mjer; jeg unni honum heitar en nokkrum öðium í
heiminum, að Maríu systur minni undanskildri. Bentley
gerði út af við hann og Guð leyfði honum það. Jeg
hata Bentley og mjer er ómögulegt að skilja, hvernig
María getur hugsað sjer Guð sem elskandi, nærgætinn
föður. Stundum næstuin því óska jeg þess, að jeg
gæti trúað því, að enginn Guð væri til. En jeg veit,
að líf og dauði Allans Haywood var engin tilviljun, og
meðan jeg geymi minningu hans, hlýt jeg að trúa á
tilveru Guðs, en jeg get ekki orðið var við kærleika
hans og miskunn.«
Hann þagnaði, en Mr. Churchill sagði ekkert, svo
hann hjelt áfram:
»Allan og María, og nú Laurence og Frank Austin
hafa haft áhrif á mig, svo að jeg hefi hugsað talsvert um
þessi efni nú upp á síðkastið, en j»g get samt ails
ekki komist að neinni niðurstöðu. Mátt Guðs sje jeg
greinilega, því þó einhver hefði alt það, sem getur
gert lífið hjer í heimi þægilegt og ánægjusamt, getur
Guð samt gert það líf einskis virði að eins með því,
að taka burt eitthvað af gæðum þess, og um það er
ekkert að segja. En þegar hann leyfir að jafn fagurt
og göfugt líf og það, er Allan Haywood lifði, lif, sem
þar að auki var helgað þjónustu hans, verði fyrir ill-
um áhrifum og jafnvel stytt af öðru eins varmenni og
Arthur Bentley er, þá á maður bágt með að sjá þann
föðurlega kærleika, sem trúaða fólkið talar svo mikið
um. Og þó er þetta mikill leyndardómur fyrir mig,
Harry frændi, því eftir því sem jeg hugsa meira um
þetta, þess betur sje jeg, að það hlýtur að vera sælu-
rikt, þegar maður verður var við elsku Guðs, og að
hún gerir líf þeirra, sem njóta hennar, ósegjanlega bjart
og fagurt.«
»Petta hefir ætíð verið leyndardómur fyrir mig líka,«
svaraði Mr. Churchill, þegar Edward leit upp og sýnd-
ist vænta svars. »En jeg held, að jeg hafi ekki hugs-
að eins rækilega um það og þú virðist hafa gert. En
við verðum báðir alt of þunglyndir, ef við höldum
áfram þessum heilabrotum,« bætti hann við og reyndi
auðsjáanlega að hrinda frá sjer hinum alvarlegu hugs-
unum, sem orð Edwards höfðu vakið hjá honum. »Pað
er líklega ekki oft, sem þú ert í þessum hugleiðingum,
drengur minn, eða hvað?«
»Nei, ekki mjög oft, en þegar það kemur, segir það
greinilega til sín,« svaraði Edward og hló hálf gremju-
lega. »En það liggur oftast nær allvel á mjer. Hugs-
aðu ekki að jeg sje altaf að nöldra, Harry frændi!
Pegar illa liggur á mjer, læt jeg það vanalega ekki í
Ijós við neinn, og það gerir engum mikið til nema
sjálfum mjer. En við höfum þegar talað of mikið um
þetta; við skulum tala um eitthvað annað. Jeg á ann-
an vin, sem mig langar til að þú kynnist, og það er
Will Seaton; jeg er viss um, að jeg hefi minst á hann
í brjefum mínum.«
»Já, jeg man eftir honum. Pú hefir sagt mjer frá
sumum hrekkjabrögðum ha.is. En segðu mjer: Var
hann ekki vinur Bentleys?« (Framh.).