Norðurljósið - 01.01.1921, Page 7
NORÐURLJÓSIÐ.
7
S I G U R.
Fyrirlestrar fluttir fyrir trúuðum
mönnum.
1. Ábyrgð trúaðs manns. 11. Sigur yfir heiminum.
III. Sigur yfir holdinu. IV. Sigur yfir djöflinum.
I.
Ábyrgð t/úaðs manns.
„Jesús sagði því við þá Gyðinga, sem tekið höfðu trú
á hann: Ef þjer standíð stöðugir í orði mínu, þá eruð þjer
sannarlega lœrisveinar mínir, og munuð þekkja sannleikann,
og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.........Sannlega,
sannlega segi jeg yður, sjerhver, sem syndina drýgir, hann
er þrcell. En þrcellinn dvelur ekki um aldur og œfi í hús-
inu, sonurinn dvelur þar um aldur og cefi. Ef þvi sonurinn
gerir yður frjálsa, munuð þjer verða sannarlega frjálsir."
/fóh. 8. 31—36.]
Meðan Drottinn Jesús talaði í helgidóminum um sam-
band sitt við Föðurinn, gerðust margir trúaðir á hann.
Þessi orð, sem vjer höfum lesið, sýna oss hvaða and-
lega fæðu hann álítur nauðsynlegasta fyrir þær sálir,
sem nýlega hafa tekið trú. Og það er sannfæring mín,
að þessi kenning sje oss öllum nauðsynleg, einnig á
þessum dögum. Vort andlega líf getur aldrei þroskast
og borið góðan ávöxt, fyr en vjer höfum numið þá
kenningu, sem Drottinn sjálfur lagði niður fyrir þess-
um nýendurfæddu sálum, við inngang hins nýja lífs
þeirra.
Jeg beini orðum mínum því ekki aðeins til þeirra,
sem nýlega hafa vaknað til lifandi trúar á Krist, held-
ur til allra, sem af innilegu hjarta kannast við hann sem
frelsara sinn,þar sem þessari frumkenningu hans um kristi-
legt líf er þvi miður alt of sjaldan haldið fram, og marg-
ir trúaðir menn hafa aldrei tekið á móti henni.
Fyrsta sinn sem hið heilaga nafn: Jesús, er néfnt í
ritningunni, stendur það í sambandi við frelsun vora
frá syndunum.' , »Pú skalt kalla nafn hans Jesús, því að
hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.« (Matt.
1. 21.) Hið allra fyrsta, sem Drottinn Jesús brýnir fyr-
ir þessum nýju lærisveinum sínum er þetta: Pjer eigið
að frelsast frá valdi syndarinnar. Sjerhver, sem syndina
drýgir, er þræll, en ef sonurinn gerir yður frjálsa, mun-
uð þjer verða sannarlega frjálsir. Hjer er ekki átt við,
að vjer sjeum lausir við hegningu syndarinnar, vegna
þess að »hegningin lá á honum, svo vjer hefðum frið,«
(Esa. 53. 5.) Það er hverju orði sannara. En Drott-
inn á auðsjáanlega við eitthvað annað hjer. Þégar
Gyðingar spurðu hann, hvað hann ætti við, svaraði
hann þeim bert: »Sannlega, sannléga] segi jeg yður,
sjerhver sem syndina drýgir, hann er þræll.«
Hann átti við það, að vjer œttum að vera frjálsir
gagnvart þeim syndum, sem vjer höfum áður drýgt;
að líf vort eigi ekki að 'yera undirorpið allskonar synd-
sámlegum tilhneigingum.
Ekki hjelt hann því fram, að kristnir menn yrðu
syndlausir og alheilagir. Sumir hafa misskilið orð hans
og postulanna um þetta og hafa haldið fram kenning-
um um fullkomleika og algerleika, sem ekki gat orðið
í samræmi við líf og framkomu þeirra, og hafa þvf
orðið til þess að vekja hneyksli. Pessa vegna eru
margir gætnir kristnir menn orðnir hálfhræddir við
hverja þá kenningu, sem fjallar um frelsun vora frá
valdi syndarinnar, þar sem þeir halda, að hún geti leitt
menn út í öfgar.
Guðs orð kennir oss alls ekki, að vjer verðum nokk-
urn tíma syndlausir í þessu lífi. Rvert á móti er j>að
beint tekið fram, að þeir kristnir menn, sem segja:
Vjer höfum ekki synd, svíkja sjálfa sig og tala ekki
sannleikann (I Jóh. 1. 8.).
Skipshöfn, sem er að berjast við æðandi ólgusjó,
getur ekki varist ágjöfum. En þeir snúa bátnum ör-
uggir á móti hverri bylgju, sem rís og ætlar að sökkva
þeim, og sigla sigrihrósandi yfir hana. Eins getur
enginn kristinn maður sagt: Jeg er syndlaus, en vjer
œttum allir að lifa sigrandi lifi, þannig, að hvorki
heimurinn, nje holdið, nje djöfullinn, megni að vinna
bug á oss, svo að vjer syndgum visvitandi.
Postulinn Páll sagði: »Jeg er mjer ekki ne ins með-
vitandi, en með því er jeg þó ekki rjettlættur; en
Drottinn er sá, sem dæmir mig. Dæmið því ékki neitt
fyrir tímann, áður en Drottinn kemur, hann sem og
mun leiða það í Ijós, sem í myrkrinu er hulið, og op-
inbera ráð hjartnanna. Og þá mun hver um sig hljóta
þann lofstír af Guði, sem hann á skilið* (I Kor. 4.
4.—5.). Hann var sjer einskis ills meðvitandi, en gat
þó ekki sagt: Jeg er syndlaus. Á hinn bóginn segir
hann: »Alt megna jeg fyrir hjálp hans, sem mig styrk-
an gerir« (Filipp. 4. 13.), og við Rómverja segir hann:
»Synd skal ekki drotna yfir yður.« (Róm. 6. 14.)
Pó að vjer sjeum ekki færir um að segja, að vjer
sjeum syndlausir, eigum vjer að vera frjálsir, þannig,
að sýndin drotni ekki yfir oss, samkvæmt kenningum
frelsarans og postula hans.
Pað er hin fyrsta og helsta ábyrgð sannkristinna
manna, að verða það.
Vjer skulum nú rannsaka þessa ofangreindu staðhæf-
ingu frelsarans, og vita, hvernig vjer eigum að verða
»sannarlega frjálsir«.
(Framhald).
Hver vill hjálpa?
Ritstjórinn vill komast í samband við nokkra áreiðanlega,
skilvísa menn og konur, í öllum sýslum landsins, sem vilja
taka að sjer að útbreiða kristileg rit, veggspjöld og myndir,
á meðal nágranna sinna. Engin áhætta er samfara þessari
bókasölu, því að menn mega skila aftur þeim ritum, sem
ekki ganga út. Sölulaun 25°/o. Maður ritar frá Vestfjörðum:
— ^Jeg fjekk pakkann frá yður i dag hingað heim til mín,
og er búinn að selja nokkuð mikið úr honum.« Petta sýnir
hve greitt salan gengur sumstaðar.
Peir, sem hafa ástæður til þess að taka þetta að sjer, eru
beðnir að íhuga áminninguna i Jakobsbrjefi 4. kap. 17. versi.
Gjafir til styrktar blaðinu.
Aheit, (K. B., Miðfirði) 10 kr.