Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1929, Qupperneq 1

Norðurljósið - 01.03.1929, Qupperneq 1
XII. árg. | Mars — Apríl 1929. i 3.-4. HVERS VEGHA? Drottinn Jesús svarar spurningum, seni ðmurleg lífsreynsla vekur í mörgum hjörtum. HVERS VEGNA ER JEG FÆDDUR OG UPPALINN 1 GREIPUM ÖRBIRGÐARINNAR ? HVÍ ER SÚ BYRÐI LÖGÐ Á MIG, SEM ENGINN FJELAGI MINN ÚARF AD BERA ? HVÍ ER JEG FÆDDUR VANHEILL, EÐA MEÐ ILLUM TILHNEIGINGUM ? HVÍ ER JEG ORÐINN BLINDUR, EÐA BERKLAVEIKUR ? Þessar og' þvílíkar spurningar hljóta að koma upp í hjörtum þeirra, sem lifa skuggamegin í lffinu, og þeir eru margir. »Hvernig stendur á því, ef Guð er góður og elskar alla menn, að hann hefir létið mig fæðast í þeim kringumstæðum, þar sem jeg get ómögu- lega notið mín, gefið mjer gáfur og mentaþrá, sem jeg get ekki svalað með nokkuru móti? Pað, sem jeg finn, að jeg gæti helstgertvel og sem gæti orðið með- bræðrum mínum til gagns, er einmitt það, sem jeg er útilokaður frá. — Hvernig stendur á því, að jeg skuli vera látinn liggja sjúkur, svo að mánuðum skiftir, rjett í blóma lífsins, meðan aðrir njóta gleði lífsins í ríkum mæli ? — Hvernig stendur á því, að mjer skuli vera erfiðara en öðrum að neita mjer um óleyfi- legar nautnir? — Hvernig stendur á því, að jeg skuli vera að eðlisfari geðstirður, eða of skapstór, svo að líf mitt er ein löng barátta gegn ofurefli ? —Hvernig stendur á því . . . . « Já, það mætti halda lengi áfram að telja upp kringumstæður og erfiðleika og meðfæddar tilhneigingar, sem gera lífið nær því óbæri- legt, þegar menn gefa sjer tóm til að hugleiða það. Er hægt að iá fullnægjandi svar við þessum spurn- ingum, eða verða menn að stynja og andvarpa alla æíi og æðrast, af því að þeir geta ekki leyst ráðgátu sinnar eigin tilveruj? E*að er hægt að fá alveg fullnægjandi svar. Meðal annars, sem Drottinn Jesús Kxistur gerði, meðan hann starfaði hjer meðal manna, tók hann þetta erfiða við- fangsefni iyrir og gaf fullkomna skýringu á því. Hann gerði það með þessum hætti. Einn dag, er hann gekk út úr helgidómi Gyðinga, sá hann mann, sem var blindur frá fæðingu. Lærisveinar hans spurðu hann, hvort þessi maður hefði syndgað, eða foreldrar hans, að hann skyldi fæðast blindur. Drottinn svar- aði, að hvorki maöurinn nje foreldrar hans hefðu syndgað, »heldur«, sagði hann, „cr ficltn til fiess, að Guðs verk veröi opinber á honum.u (Jóh. 9. 3.) Hjer var maður, sem virtist vera dæmdur til öm- urlegrar tilveru, gersneyddur þeirri miklu blessun, sem sjónin hefir í för með sjer. Hann átti að lifa lífi sínu í svartamyrkri. Lærisveinarnir vildu fá að vita, hvernig stóð á því, að hann skyldi þurfa að bera þessa byrði, — hvers vegna sumir menn þyrftu að bera svo miklu þyngra ok en aðrir. Og svarið kom óhikað frá vörum frelsarans: '>t*að er til þess, að Guðs verk verði opinber á honum.« Vjer getum ekki efast um, að þessi maður hafi verið tekinn til dæmis, að hann hafi verið svo að segja fulltrúi allra þeirra, sem stynja undir slíkum krossi, og að Drottinn hafi ætlað að láta svar sitt við þessari spurningu vcrða öðrum til leiðbeiningar og huggunar, sem síðar myndu heyra það. Pví að svar frelsarans á eins vel við þig, — hver sem þú ert, og við blinda manninn í Jerúsalem f)Tir mörgum öldum. »Hvers vegna er jeg eins og jeg er?« spyr þú. »Hvers vegna er jeg einmitt í' þessum erfiðu kringumstæðum?« Svarið kemur frá vörum frelsarans til þín: sfetta er til þess, að Guðs verk verði opinber á þjer.«

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.