Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1929, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.03.1929, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ 13 verður að eta, hvílast og sofa, en jeg, sem fram- kvæmi, ef þú biður, fjigi þeirri sál eftir með óhvik- ulli árvekni. Jeg vmist hughreysti eða vek kvíða, geri dimt eða bjart, veiti meðlæti eða mótlæti, særi eða græði, aga, önáða, blessa, be}Tgi, brvt, skapa, já, jeg get gert alt það, sem þarf til að korna villu- ráfandi vegfara til sjáifs sín, svo að hann hrópi: »Jeg vil taka mig upp og fara til föður mlns.« Hvílíkur boðskapur er þetta éinnig fyrir þau Guðs börn, sem árum saman eru sjúk eða »inni lokuð«, og hafa harmað það, að geta ekki tekið beinan þátt í staríi Dróttins, meðan aðrir eru þar önnum kafnir. Þjer elskuðu, sem þjáist, verið hug- hraustir. Svo blessunarrík, sem þjónustan verklega er, þá er þó engin köllun æðri undir himninum en bænaþjónustan, sem veldim því, að Guð fer að starfa í sálum manna. Meistari þinn, Drottinn Jesús Krist- ur, biðui' án afláts á hverri stundu síns eilífa, himn- eska lífs. („Hann lifiv ávalt tit að biðjafyrirossu). Hvílíkur heiður, að Guð skuli kalla þig til hinnar sömu, eilífu þjónustu, sem hinn mikli soíiur hans hefir valið sjen Girnstu eigi annað starf, ef þetta er þitt. Er það ekki þeim mun betra en að fram- kvæma sjálfur, að Guð framkvæmi í þinn stað, með- an þú biður, sem framkvæmdamáttur hans er meiri þínum? Heyr hann segja við þig: »Ó, barn mitt, þú, sem liggur hjálparlaus og þjáður á sjúkrasæng, láttu þjer ekki sárna það, að þú getur ekki sökt þjer niður í eigið starf sem aðrir. Rví að jeg segi þjer, að þegar þú, á þögulum andvökustundum, hrópar til mín og biður fyrir glötuðum heimi, þá er jeg að GERA það, Sem þú biðttr nni eftir vilja mín- um. Vildir þú ekki fremur kalla almætti mitt til staría, mcð því að biðja, ef jeg hefi kallað þig til þess, heldur en að vera önnum kafinn við þínar eigin framkvæmdir? Þyí að ef þú BIÐVR einhvers (samkvæmt vilja núnum), mun jeg GERA það.« Svhra þú þá fagnandi: »Drottinn, jeg gleðst. Pó að jeg sje luktur inni millum fjögurra veggja og geti því ekki náð til manna, þ;i hefir þú heitið að fram- kvæma fyrir mig og getur náð til þeirra, snortið þá og lífgað, ef jcg bið aðeins. Þó að jeg sje daglega þreyttur og magnlaus, þá ert þú, sem hefir lofað að framkvæma fyrir mig, óþreytandi og almáttugur. Þó að jcg geti hvorki hreyft legg eða lið, þá getur þú, sem hefir lofað að framkvæma fyrir mig, ef jeg bið, hreyft bæði himin og jörð þeim til blessunar, sem jeg bið fyrir. f’ött mannlegar fyrirbænir mínar hætti skjótt, er jeg hverf hjcðan, þá mun hið mikla verk þitt, byrjað vegna bæna minna, halda áfram um tíma og eilífð. Drottinn, fyrst jeg get með bænum mínum kornið af stað hinu mikla verki þinn í lífi þeirra, sem jeg elska, á jeg þá lengur að hryggjast yl'ir því, að jeg er hindraður frá verki tninu? Hvaö gerir |það til, þótt jeg geti ekki starl'- að, ef þú, sem starfar eftir beiðni minni, getur gert kraftaverk? Drottinn, þó að jeg geti ekkert gert, hjálpaðu mjer til að minnast, með nýjum fögnuði og von, hins blessaða fyrirheitis: »EF PJER BIÐjm EINHVERS, MUN JEG GERA PAÐ.« JETTA ER FYRIRHEiri UM PjÓNUSTU VORA. Um þá hluti og í þeim eínum, sem Guð einn get- ur gert, biðjum vjer auðvitað. f*ví að vitandi þaðr að vjer getum ekki gert þá, er það hin eina von vor, að Guð geri þá eftir beiðni. vorri. En láturn oss minnast þess, að í einkastörfum vorum og í þeim efnuxn, sem vjer getunt gert, þörfnumst vjer einnig þeirrar beiðni, sem kemur Guðs framkvæmdum að í þeim. Skiljum vjer það, að alt, sem vjer gerum, þarf að vera samofið þcirri bæn, að Guð megi verða sá, sem í raun og veru framkvæmir alt það, sem vjer erum svo önnum kafnir við? Þetta, »ef þjer biðjið einhvers, mun jeg gera það,« á jafnt við um verklega þjónustu þína og um bænir þínar fyrir Öðrum. Eins og það er ómögulegt, að síma eða senda símskeyti, án rafmagns, eins er það ómögulegt, í andlegum efnum, að 'starfa til gagns án bænar. An bænar er starfið stritið eitt. Vjer getum verið að starfa, en sje Gttð ekki að starfa f gegnum oss, er starf vort fánýtt Ef vjer störfum í holdlegum mætti vorum, náum vjer aðeins holdlegum árangri, því að »það, sem aí holdinu er fætt, er hold.« í Guði cixi- um er andlega lífið. Guð einn er höfundur lífsins. Æðsta ætlunarverk vort sem þjóna er að verða öðr- um færendur Guðs lífsins. Mestu framkvæmdir vor- ar eru þær, sem Guð framkvæmir gegnum oss. Hvernig má þetta verða? Gegnurn bæn. Bænin sameinar þig hinu guðlega magni lífs og kraftar, þú verður í »andanum«, og »það er andinn, sem lífgaxg holdið gagnar ekkert.« Frá bæninni kemur þú út til manna, smurður huldum krafti, gagntekinn lífi Guðs, og hvort sem þú svo snertir þá í orði, verki eða bæn, »gengur kral'tur út frá þjer,« því að það er þá ekki þú, sem starfar, heldur Guð í þjer. Með- an þú ert stöðugur í bæninni, er Guð það í starfinu, en þrjóti bænin, þrýtur krafturinn. Stýrðu engri samkomu, án þess að biðja, að Guð megi vcrða sá, cr stjórnar gegnum þig. Flyttu engan boðskap, nema þú biðjir áður, að Guð flytji hann gegnum þig. Byrja ekkert starf, nema þú biðjir áður, að Guð vei'ði sá, er starfar gegnum þig. Því að »EF PjER BIÐ/IÐ EINHVERS, MUN JEG GERA PAD.« Skírn trúaðra og barnaskírn. (Niðurl.) Síðari hluti greinarinnar í Bjarnia er vandræðaleg tilraun tif að rjettlæta barnaskírn. Par eru engar sannanir, en sagt er frá því, að þessi eða hinn hafi „litið svo á‘‘, að honum finst „eðlilegt" eða „langeðlilegast" að skilja þetta eða hitt, sem einhver kirkjufaðir hefir átt að segja, á þann veg, að það verði barnaskírn til stuðnings. Hann bendir á það, sem „mörgum finst", eða „mætti búast við“, eða „þykir auðsætt". Vegna þess, að nýja testamentið getur ekki um barnaskírn svo mikið sem með einu orði, eru verjendur

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.