Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1929, Síða 2

Norðurljósið - 01.03.1929, Síða 2
10 N ORÐURLJ ÓSIÐ Og hvað (M’ »Guðs vcrk« ? Mcnn spurðu Drottin Jesúm eiriú sinni: »Hvað cigum vjer að gera, til þess að vjcr vinnum verk Guðs?« og hann svar- aði : íÞctt/i er verk Guðs, að þjer trúið á þann, sem hann sendi,« (Jóh. 6. 28.—29.). ,»Verk Guðs« opinberuðust :i manninum, sem fæddist blindur, er Jesús hitti hann, eftir að hann hafði fengið sjón sína. Drottinn sagði við hann: »Trúir þú á Guðs son?« Maðurinn svaraði: »Hver cr sá, herra, að jeg geti trúað ;i hann?« Jesús sagði við hann: »I>ú hefir þegar sjeð hann, og það er hann, sem við þig tal- ar.« f*á sagði maðurinn: »Jeg'trúi, hcrra !« og hann fjell fram fyrir honum. Pannig opinberuðust Guðs verk á manninum. I þetta sinn læknaði Drottinn biinda manninn. En hann læknar ekki altaf þau líkámlegu mein, sem þjá þá, er leita hans. Páll postuli bað þrisvar um, að »fleinninn«, scm honum var gefinn í holdið, mætti fara frá honum, en svarið kom frá Drotni: »Náð mfn nægir þjer; pví að mátturinn fullkomnast i veikleika". Pannig er sigurinn fenginn. Pannig opinbcrast »Guðs verk« á oss. Því að ekkert ástand er svo bágborið, engin byrði svo þung, að trúin á Drottin Jesúm veiti oss ekki sigurinn, svo að máttur hans íullkomnist í veikleika vorum. Opinberuðust ekki Guðs vcrk á Hallgrími Pjeturs- syni, svo að hann, þrátt íyrir miklar þjáningar og ömurlega tilveru, vann sigur yfir öllu og leiddi ótal marga aðra til sigurs, með ljóðum sínum ? Ef vjer hefðum gctað skygnst inn í heimili hans og sjeð eymd hans og erfiðleika, hefðum vjer að líkindum spurt: »Hvers vegna . . . ? « En hefði i eltki svar Drottins átt við: »Petta er til þess, að Guðs verk verði opin- ber á honum.«? Ef vjer hefðum getað sjeð stúlkubarnið Helen Keller, sem fæddist í Ameríku 1K80, en tók skarlatssótt þegar hún var tveggja ára gömul og misti sjón, heyrn og lykt fyrir fult og alt, þá hcfðum vjer lík- lega spurt: »Hvernig stendur á því, að þetta sak- lausa barn skuli þúrfa að draga fram lífið undirorpið svo hræðilegum örlögum?« En sannarlega var það til þess, að Guðs verk opinberaðist á henni. Kær- leiki Krists fylti hjörtu nokkurra góðra vina og með einstakri þolinmæði tókst þeim að kenna henni að lesa (með fingurgómunum), skrifa og loksins að hrcyfa varirnar þannig, að hún gat talað skýrt. Hún gekk í skóla og tók hátt próf í stærðfræði, lærði mörg ttfngumál og varð framúrskarandi vel mentuð stúlka. Hún skrifaði nokkurar bækur, »Æfisögu« sína (22 ára) og »Hciminn, sem jeg dvcl í« (28 ára), og eru þær svo vcl skrifaðar að furðu má gegna, enda kemur fram í þeim slík bjartsýni og sllkur friður, 'sem marga vantar, sem haia bæði sjón og heyrn. Sama mætti segja Um Láru Bridgman, sem fáedd- ist 1829 í Ameríku, og tók sömu veiki og Helcn Keller. með sömu afleiðingum, en hún varð miklu veikari og bjó lengur að veikindunum. Átta ára gömul fór hún til Dr. Howe, læknis í blindraskóla. Með mikilli þolinmæði og snild, tókst honum að kenna henni, svo að þegar hún var 10 ára gat hún skrifað nafnið sitt. Pegar hún var 12 ára, byrjaði hún að skrifa dagbók og læra ýmsar námsgreinar. Hún varð vel mentuð kona, glöð, kát og bjartsýn, og skrifaði nokkur trúarljóð. Þessar stúlkur og margir aðrir, sem sigrað hafa yfir ytri kringumstæðum, sýna, að erfiðleikarnir eru ekki til annars en »til þess, að Guðs verk verði op- inber á oss.« Tökum nokkur dæmi af handahófi. Jón Bunyan, fátækur blikksmiður, sem iá í fangclsi um mörg ár, vegna ofsóknaræðis þjóðkirkjunnar ensku, gafst ekki upp, en skrifaði bók í fangelsinu, sem hcfir orðið fleiri mönnum til blessunar um allan heim, en nokkur önnur bók, næst biblíunni. Mood)y Hans Ni- elsen Hauge, Spurgeon og Georg Muller voru allir hinir ólíklegustu til þess að verða að gagni í heim- inum, vegna kringumstæðna sinna. En Guðs verk opinberúðust á þeim. Peir trúðu á Jesúm Krist og í hans nafni gengu þeir frá sigri til sigurs. Dayíð kon- ungur, hið ódauðlega sálmaskáld, var lítilfjörlegur smaladrengur, en fyrir trúna vann hann sigur yfir öllum kringumstæðum sínum. En er nokkur meðal lesenda minna, sem segir: »Jeg er ekki að kvarta syo mjög yfir ytri kringum- stæðum mínum. Pað, sem þjáir mig, er óstjórnleg tilhneiging til hins illa. Jeg hefi ekki kraft til að standa á móti freistingum mínum. Svona er jeg að eðlisfari. Hví er jeg nú skapaður þannig?« Pað er ekki víst, að þú hafir verið skapaður þannig, líklegra er það, að þú hatir sjálfur alið á ástríðum þínum. En jafnvel þótt þú hafir tekið að erfðum einhverja ógæfusama tilhneigingu — vínhneigð eða óstjórnlegt gcð, eða eitthvað enn ljótara, — þá á svar Drottins Jesú við þig, eins og við hina: »Petta er til þess, að Guðs verk verði opinbcr á þjer « Jón Newton var einn af hclstu Guðs-mönnum Eng- lendinga. Hann starfaði lengi og trúlega að útbreiðslu Guðs ríkis á átjándu öld, og hefir enn með sálmum sínum mikil áhrif á trúarlíf landa sinna. Frá því hann var 12 ára flæktist hann hingað og þangað á skip- um og lenti loksins á 'þrælasöluskipi, þar sem hann gerðist fyrst stýrimaður og síðan skipstjóri. Var hann alger guðleysingi, lifði í allskonar syndum og eyddi mörgum árum æfi sinnar í það, að flytja þræla frá Afríku til Ameríku. Oft reyndi hann að lifa betra lífi, en altaf fann hann til vanmáttar síns. Pangað til hann sneri sjer af öllu hjarta til Drottins Jesú Krists, tók á móti honum sem frelsara sínum og helgaði honum líf sitt upp frá því. Hann hætti við þræla- verslunina undir eins, fjekk starf á landi og lagði mikið á sig til að undirbúa sig til að starfa fyrir Drottin. Hefði nokkur spurt um litla drenginn, sem ílæktist frá einu skipi lil annars, meðal óguðlegra sjómanna, hvernig á því stæði, að hann hefði [lent í slíkum kringumstæðum, þar sem hann mætti freistingum, sem reyndust honum ofurefli, þá hefði svarið verið: >Pctta er til þess, að Guðs verk verði opinber á honum.« Já, Drottinn þekkir tilgang sinn, með því að láta oss vera einmitt þar sem vjer erum. Ef vjer auð- mýkjum oss og tökum á oss ok Jesú Krists, þá munu verk Guðs verða opinber á oss. Ef til vill bætir hann úr erfiðleikum vorum; ef til vill ekki. En í báðum tilfellum fullkomnast mátturinn í veikleika, og Guðs- verk verða opinber á oss. Vjer megum ekki halda,

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.