Norðurljósið - 01.03.1929, Side 4
NORÐURLJÓSIÐ
12
veita banka-ávísun viðtöku, rita þeir nafn sitt á hana,
til þess að viðurkenna, að þeir taki við fjenu, sem
þar er getið. Pú verður, svo að segja, að rita nafn
þitt í trú á ávísun Krists, með því að viðurkenna,
að þú ert vonlaus syndari, sem ekki getur frelsast
nema fyrir hans dýrmæta blóð, og að þú takir á
móti gjöf hans. Viltu ekki gera þetta hjer og nú?
Taktu við því, sem Faðirinn og Sonurinn hafa ætl-
að þjer að eignast,. og byrjaðu nýtt líf í þjónustu
þeirra.
Einu sinni meðtók jeg banka-ávísun frá Ameríku.
Jeg vissi ekki nákvæmlega, hve mikið jeg mundi fá
fyrir hana, því að gengið var mjög óstöðugt um
þær mundir. Samt sem áður skrifaði jeg nafn mitt
á ávísunina, og gerði þannig tilkall til alls þess, sem
mjer var ætlað, hvað svo sem það var.
Á sama hátt, má vel vera, að mat þitt á himnesk-
um og eilífum veruleikum sje breytilegt. Pú hefir
sjálfsagt ekki hugmynd um alt, sem Drottinn hefir
fyrirbúið þjer, því að »auga hefir ekki sjeð, nje eyra
heyrt« það. sem hann »hefir fyrirbúið þeim, sem
hann elska«. Og þjer finst meira í það var-
ið í einn tíma en annan. En samt skaltu taka
í trú á móti fyrirheitum Ouðs þjer til handa,
og þá muntu reyna í framtíðinni, hve ósegjanlega
mikla blessun hann geymir handa þjer í náðarsjóði
sínum.
Jeg skal svo enda þennan kafla með því að segja
frá viðburði úr sögu Rómverja hinna tornu.
Júlíus Cesar hafði verið myrtur af flokki samsær-
ismanna. Vinur hans Markús Antoníus fær leyfi til
þess að halda líkræðuna. Hann segir frá sigurvinn-
ingum Cesars og bendir á það, áð hann stóðst
þrisvar sinnum freistinguna til að gera sig að kon-
ungi, þegar honum var boðin sú tign. Pá dregur
hann hina blóðidrifnu skikkju 'frá líkinu og sýnir
þeim gapandi sárin eftir hatursmenn hans. Því næst
tekur hann upp erfðaskrá Cesars og les hana. Sam-
kvæmt henni er sjerhver boigari Rómar gerður að
erfingja hans.
Múgurinn horfir á undir hans og hugleiðir það,
að dauði þessa vinar þeirra heíir gert þá alla ríka.
Peir rísa upp sem einn maður og rjúka af stað til
þess að hefna hans. Upp frá því eru þeir fylgis-
menn Cesars í blíðu og stríðu.
Pjer, vinur minn, hefir einnig verið sagt frá hon-
um, sem vann ógleymanlegan sigur fyrir þig; frá
honum, sem þoldi þrefalda freistingu í eyðimörk-
inni. Pjer hefir einnig verið sagt frá því, hvernig
dauði hans hefir gert þjer mögulegt að eignast eilíf-
an ríkdóm Jeg vil hjer með benda þjer á hinar
gegnumstungnu hendur hans og fætur. Jeg vil
benda trúaraugum þínum á hið þyrnumkrýnda enni
hans, á hans særðu síðu. Jeg segi við þig: »Sjá
það Guðs lamb!«
Og hvað segfr þú um þetta? Og hvað^mrþú?
íbúar hinnar spiltu Róma borgar áttu svo mikið
göfuglyndi til, að þeir vildu heiðra minning vel-
gerðamanns síns og sýna þakklæti sitt í verkum,
þar sem dauði hans hafði gert þá ríka. En hvernig
hefir þú breytt gagnvart honum, sem Ijet lífið til
þess að blessa þig?
Ert þú enn þá kaldur og tilfinningarlaus gagn-
vart kærleika Krists? Sje svo, munu íbúar Róma-
borgar rísa gegn þjer í dóminum og dæma þig
sekan, því að þeir urðu hrifnir af þakklátsemi til
hins fallna leiðtoga þeirra, hvers dauði hafði orðið
þeim til góðs, og sjá! Hjer er meiri en Cesar!
(Framh.)
B Æ N .
(Eftir J. H. McConkey. — S. G. J. íslenskaði).
[Niðurlitg.]
„Petta cr fyrirheit, sern sýnir, hve framkvœmdir
hans, fengnar fyrir bœnir vorar, cru miklu dásam-
legri vorum framkvœmdum.
Ef þú vilt, getur þú látið augun aftur og sjeð í
huga þjer alla þá, sem þú clskar, og sem þú veist
að ekki eru hólpnir. Vinur eftir vin hefir reynt við-
þá og grátbænt þá, og þú hcfir næstum óskaö, að
þjer væri sjálfum útskúfað frá Kristi, ef þ;ið mætti
verða þeim til frefsunar, en alt hefir orðið til einskis.
Setjum nú svo, að einn dag væri þjer gefið það
fyrirheit, að Drottinn Jesús Kristur vildi, ef þú bæð-
ir aðei.ns, fara á fund hinna ófrelsuðu ástvina þinna
og reyrta sjálfur við þá. Ó, hve þú yrðir hrifinn og
fagnandi yfir því, að Jesús Kristur væri sjálfur, í
eigin persónu, að reyna við sál, sem þú elskar.
I:>að, að hafa Jesúm Krist starfandi — að vísu ekki
í líkamanum — en í andanum, á heimili þínu eða í
söfnuðinum; það, að hafa Jesúm Krist til að hvísla í
leyndúm að glötuðum ástvinum þínum; það, að hafa
Jesúm Krist til að tala, sækja eftir og sigra öllum
öðrum fremur; það, að hafa Jesúm Krist með allri
lagni hans, visku, Ijúfmensku, þolgæði, blíðu
og meðaumkun, ásamt þrotlausum áhuga og við-
kvæmri ást, til að leiða tif Guðs þá sál, sem hann
er dáinn íyrir — hvílíkt fyrirheit! Þö er þetta ein-
rnitt það, sem bænin mundi leiða af sjer, því að
hann segir berlega: »Ef þjer biðjið einhvers, mun
jeg gera það.«
Hugsaðu snöggvast um ófrelsaða ástvini þína. Þú
hefir sárbænt þá, rökrætt og reynt að sannfæra þá,
en til einskis. Pú hefir boðað þeim Krist með
breytni og orðum. Rú ert þrotinn að þeim ráðum
og aðferðum, sem kærleikur, trú og von gátu íundið
upp. Nú þegar alt er þrotið, -sem þú megnar, hve
dásamlegt að fá HANN til að framkvæma, ef þú
BlfíUR.
Hlustaðu á, þegar hann hvíslar: »Barnið mitt,
þú veist ekki, hvernig á að sannfæra ástvin þinn
um synd, en jeg, sem starfa meðan þú biður, get
komið honum til að kannast við synd sína. Pú veist
ekki, hvenær á aö laða eða finna að, en jeg, sem
starfa, meðan þú biður, veit einmitt, hvenær á að
nota ilmsmyrsl kærleikans eða reiðarslag dómsins.
Pú getur ekki fylgt nokkurri sál eftir, óslitið og
hvíldarlaust, því að þú ert takmörkum háöur og