Norðurljósið - 01.03.1929, Blaðsíða 7
N ORÐURLJÓ SIÐ
15
„sýna undirgefni slíkum mönnum“. Pað voru þá að minsta
kosti vel þroskuð börn! Jeg hefi sjálfur skírt eitt heimili
hjer á Akureyri, og voru par fimm trúaðir, en hinn yngsti
var um tvitugt. Fimm hafa verið skirð af öðru heimili, alt
fullorðið fólk, og fjögur af hinu priðja. Ef skrifað væri um
þessi heimili, að þau hefðu tekið kristilega skírn, hefði
nokkur rjett til þess að vitna til þeirra, sem sönnunar þess,
að jeg hafi skírt börn? Og ef það nær ekki nokkurri átt
nú á tuttugustu öld, er meira vit í því, að vitna til slíkra
heimila, sem uppi voru á 1. öld?
Pá er eftir að minnast á náfnið „endurskirendur", sem
„Bjarmi“ vélur þeim, sem trúa og iðka skírn nýja testa-
mentisins. Hann afsakar ókurteisi sína með því að fullyrða,
að andstæðingar barnaskírnar kalli sjálfa sig, og sig eina,
baptista eða skirendur, og segir, að þeir gefi þar með í
skyn, að allir aðrir kristnir menn hafni skírninni, eða þá
bresti rjetta skírn. En þetta er engin afsökun. Hjer á landi
eru engir, sem kalla sig „baptista" eða „skirendur". Ölafía
sál. Jóhannsdóttir var skirð meðal baptista í Noregi, en
annars veit jeg ekki til, að nokkur meðlimur þessa flokks
hafi starfað hjer á landi. Mjer hefir aldrei nokkurntíma
komið í hug að kalla mig „baptista" eða „skíranda". Jeg
vil þá leyfa mjer að minna „Bjarma" á orð hans: „Þegar
þeir hætta að kalla sig skírendur, virðist sanngjarnt að
aðrir hætti að kalla þá endurskírendur". Úr því engir hjer
á landi kalla sig „skirendur“, gerum við þá kröfu til hans,
að hann hætti þegar að nota uppnefnið „endurskírendur".
Myndi „Bjarmi“ hafa miklu meiri áhrif meðal sanngjarnra,
hugsatidi manna, ef hann strikaði yfir slík orð sem, t. d.
„endurskírðir sjerkreddumenn" og annað því um líkt, sem
hann lætur koma í staðinn fyrir biblíuleg rök. „Sjerkreddu-
menn“ eru þeir, sem halda fram kenning, sem ekki er heim-
iluð í ritnitigunni, svo sem barnaskírn, en ekkí þeir, sem
binda sig eingöngu við orð Krists og postulanna og hafna
öllu öðru utanaðkomandi.
Pað yrði of langt mál að ræða hjer um Konstantínus keis-
ara og afstöðu hans til barnaskírnarinnar. Jeg læt það
nægja, að benda á það, sem ómótmælanlegt er, að hann
hefir rutt ríkiskirkjuhugmyndinni braut meir en nokkur
annar. Og sameiningu ríkis og lcirkju hefir altaf fylgt, að
sjerhver nýfæddur ríkisborgari er tekinn inn i kirkjuna áður
en hann hefir vit á, að ákveða nokkuð í því máli sjálf-
ur. Heitnildir eru og fyrir því, að Konstantínus hafi notað
vald sitt, til þess að þröngva mönnutn til að aðhyllast
opinberlega þá trú, setn hann hafði viðurkent, með því að
láta skíra börn og þræla þeirra. Með öðrum orðum: hann
kom fratn setn hinn fyrsti opinberi valdhafi, sem studdi að
þvi, að börn og þræiar voru skírðir og teknir inn í kirkj-
una. Pað var því ekki ósanngjarnt að nefna grein mína :
«Kristur eða Konstantínus?“, þar sem menn verða að
velja á milli þeirra stefna, sem Kristur og Konstantinus,
hvor um sig, hafa viðurkent og boðið.
Barnasklrn var ekki iðkuð um alla kristnina, fyr en um
500 e. Kr., þegar fráfallið var komið nokkuð langt áleiðis.
Þó voru nokkurir, um það leyti er fyrsta kirkjuþingið var
haldið i Nikeu, (325), sem hjeldu því fram, að skíra mætti
Þhggja ára börn, því að þá væru þau orðin nógu talandi
Þl þess að svara spurningunum, sem gengu á undan.
Efiir því, sem kirkjan fjarlægðist Krist og kenningar hans,
bar meir á barnaskírn og öðrum óheimiluðum manna-
setningum.
Mjer er óljúft að deila um ágreiningsmál, en árásir
barnaskírenda hafa neytt mig til þess, að mótmæla
hinum óbiblíulegu og órökstuddu staðhæfingum þeirra.
Mig langar ekki til að lengja deiiuna, og jeg býst ekki
við, að „Bjarmi“ hafi neinar röksemdir fram að færa, en ef
hann ætlar sjer að skrifa meira um þetta mál, vildi jeg
vinsamlega biðja hann um leið að láta i ljós skoðun sína
um það, hvað verður af börnunum, sem deyja óskírð, úr
þvi að skirn er hjálpræðismeðal satnkvæmt Iúterskum kenn-
ingum. Fulgentíus biskup, einn mikill verjandi barnaskírnar,
kendi, að það væri hafið yfir allan efa, að börnum, sem dóu
óskírð, vegna þess, að þau hefðu fæðst andvana, yrði hegnt
eiliflega I eilifum eldi. Er „Bjarmi“ þessarar skoðunar?
Og ef svo er, fyrir hvað er börnum þessutn hegnt? Og
ef hann aðhyiiist ekki kenningu Fulgentíusar, og óhætt er
að láta bíða með að skíra börnin, hvi má ekki bíða þang-
að til þau geta svarað sjálf um trúarsannfæringar sínar?
A. G.
Leiðrjetting.
»Norðurljósið« hefir fengið cinkabrjeí frá ritstjóra
»Bjarma«, þar sem hann færir sannanir iyrir því, að
síra Lárus Halldórsson, fyrv. íríkirkjuprestur, hafi
alls ekki verið skírður fullorðinn, og ekki heldur
gengið formlega í söfnuð, sem heimtar slíka skírn.
Mjer þykir vænt um, ;ið fá leiðrjettingu í þessu
atriði, því að mjer er mikið áhugamál, að láta blað-
ið aldrei flytja annað en það, sem rjett er, enda hcf-
ir góður málstaður engan stuðning af því, sem ekki
reynist satt vcra. Jeg nota því fyrsta tækifærið til
þess að afturkalla það, sem »Norðurljósið« flutti um
skírn síra Lárusar sál., og til að votta ritscjóra
»Bjarma« þakklæti mitt fyrir að færa mjer þessar
sönnur, sem jeg tck fúslega gildar.
Það má ganga að því vísu, að hvorugum okkar
ritstjórarftia hafi komið 1 htfg; að hinn hafi vísvitandi
farið með rangt mál. Hefði jeg ekki haft sjerstakar
ástæður til að halda, að sögumenn mínir færu með
rjett mál í þessu atriði, og hefði ekki það, sem þeir
sögðu, stuðst við ummæli nokkurra ' annarra, sem
þektu síra Lárus mjög vel á þeim árum, sem ufn er
að ræða, hefði jeg auðvjtað ekki rætt málið frekar,
er ritstjóri Bjarma mótmcðlti því, að síra Lárus væri
•skírður fullorðinn. Þar sem heiðursmenn voru beggja
megin, lá næst að halda, að síra Lárus hefði hlotið
að taka fullorðinna skírn heimuglega, eins og átt
hefir sjer stað meðal lúterska manna í Danmörku,
sem hafa kosið þessa leið til þess að særa ekki til-
finriingar nánustu ástvina sinna, sem gátu ekki skil-
ið hvatirnar, sem knúðu þá sjálfa.
Aðrir hafa verið jafn sannfærðir og jeg var, að
síra Lárus hefði verið skírður fullorðinn, og meðal
þeirra eru nokkurir, sem menn skyldu halda, að hefðu
átt að vita.
í þetta sinn virðist »almannarómur« hafa logið,
og vjer höfum hjer áminningu um, hve harla lítið
má treysta »vitnisburði manna«. Mjer varð á, að