Norðurljósið - 01.01.1945, Blaðsíða 2
2
NORÐURLJÓSIÐ
„Þú getur það ekki? Hvemig er þetta? Jeg hjelt,
að þú mundir þekkja hann.“
Nú þoldi Raymond ekki meira. Hann sneri sjer
í ofboði frá rúminu og stökk út x storminn. Veðrið
hafði spilst um sama leyti sem slysið vildi til.
Hann gekk fram og aftur um skóginn. Stormurinn
í skóginum var ekki meiri en stormurinn í brjósti
hans. Nú varð hann að ganga úr skugga um það,
hvort maður gæti komist í innilegt samband við
skapara sinn. Lengi dvaldi hann í skóginum, einn
með Guði. Nú fór hann að sjá í rjettu ljósi fánýti
þeirra kenninga, sem höfðu raskað trú hans. Hann
sá, að hann hafði verið að byggja á sandi. Ekki var
til nema einn traustur grundvöllur. Þar í skóginum
leitaði hann Drottins sem týndur sonur, sem glat-
aður syndari. Og hann fann náð hjá Guði, því að
hann hafði líka verið að leita hans.
Það var farið að dimma, þegar menn heyrðu
Raymond koma aftur. Hann gekk beint inn til
Tímóteusar og sagði: „Tímóteus minn, jeg hefi
verið að leita Drottins. Hann hefir fyrirgefið mjer,
þó að jeg hafi verið mikill syndari. Nú er jeg kom-
inn til að segja þjer frá kærleika hans.“
Blíðlega og innilega fór hann nú að segja Tímó-
teusi söguna um kærleika Guðs, er hann sendi son
sinn í heiminn til að deyja fyrir synduga menn, til
að frelsa alla þá, sem vildu fela sig honum.
Hann hafði yfir orðin: „Guð auðsýnir kærleika
sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn,
meðan vjer enn vorum í syndum vorum.“ (Róm.
5. 8.). „Blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri
synd.“ (I. Jóh. 1. 7.).
Mennirnir söfnuðust kringum rúm hins deyj-
andi manns. Gátu þeir efast um kraft hinna guð-
dómlegu orða, þegar þeir sáu ljósið skína af andliti
Tímóteusar, er hann trúði þeim?
Þá fjell Raymond á knje. Þeir hikuðu augna-
blik, þá fjell einn á knje við hlið hans, því næst
annar, og síðan hinir allir. Aldrei fyrri hafði Ray-
mond beðið eins og hann bað þá. Guð var sannar-
lega með honum. Kringum hann voru mennimir,
sem aldrei höfðu fengið tækifæri, eins og hann
hafði fengið, — og vanrækt.
Þegar bænin var á enda, heyrðist rödd Tímó-
teusar.
„Nú líður mjer vel. Jeg fer heim til hans. Ray-
mond, viltu ekki segja öllum hinum frá honum
líka?“
„Jú, Tímóteus. Það skal verða lífsstarf mitt að
segja frá honum.“
„Guði sje lof!“ sagði Tímóteus lágt, og eftir
nokkur augnablik sveif andi hans upp til Föðurins
á himni.
Raymond stóð upp og sneri sjer að mönnunum,
sem stóðu í kring.
„Tímóteus er nú farinn hjeðan,“ sagði hann.
„Piltar, nú er jeg kominn aftur í þjónustu þá, sem
jeg hjet Guði fyrir löngu. Þið heyrðuð það, sem jeg
lofaði Tímóteusi. Viljið þið fyrirgefa mjer, hvemig
jeg hefi komið fram hjema, og leyfa mjer að byrja
þjónustu mína að nýju með því að flytja ykkur
boðskapinn?“
„Já, það viljum við;“ svaraði formaðurinn. „Þeg-
ar við erum staddir í sporum hans Tímóteusar,
munum við óska þess, að við hefðum heyrt hann.“
Raymond talaði enn við þá um náð Guðs í Jesú
Kristi og lofaði að tala betur við þá seinna. Sömu
nóttina, áður en hann sofnaði, skrifaði hann föður
sínum langt brjef. Hann lofaði að vera kyr, þar
sem hann var, þangað til svarið kæmi.
Næsta kvöld átti hann fund með skógarhöggs-
mönnunum, og eins þriðja kvöldið. Þegar samkom-
an var á enda, opnaðist hurðin, og þar stóð á þrösk-
uldinum gamall, gráhærður maður.
„Faðir minn!“ hrópaði Raymond og flýtti sjer
til hans.
„Sonur minn!“ sagði hann og faðmaði Ray-
mond að sjer. „Jeg er kominn hingað til að taka
þátt í starfi þínu.“
Feðgamir störfuðu þar, meðal skógarhöggs-
manna Haskins-fjelagsins, uns sjötíu þeirra höfðu
leitað Drottins Jesú og öðlast þekkingu á honum
sem frelsara sínum.
-----vH<----
Fortíð og framtíð.
Eftir S. G. J.
„Segðu mjer sögu!“ Hvaða maður hjer á landi kannast
ekki við þessi orð, þessa beiðni barnanna? I þeim speglast
söguhneigðin, sem oft þykir auðkenna Islendinga. Land vort
er stundum nefnt Söguey og þjóð vor Söguþjóð. Arlega
koma út bækur, sem fjalla um alls konar söguleg efni, ís-
lensk og útlend.
Þættir þessir „Fortíð og framtíð" eiga að fjalla um slík
efni. Er þess vænst, að margir lesendur „Norðurljóssins"
muni fagna þeim.
Þegar vjer mennirnir segjum sögu, getum vjer sagt fra ■
því einu, sem gerst hefir. Þegar Guð segir sögu, getur hann
sagt frá því, sem gerast mun í framtíðinni. Það köllum vjer
spádóma. Biblían greinir frá möigum spédómum. Þeir eru
sumir um einstaklinga, aðrir um þjéðir; sumir ræða um
borgir, aðrir um lönd. Sumir eru augljósir og skiljanlegir
hverjum manni, sem málið kann og hugsun hefir. Aðrir eru
djúpir og torskildir, líkir torráðnum gátum, sem vjer skilj-
um ekki fyr en vjer heyrum ráðningu þeirra.
Nú er það vitað mál, að ýmsir menn trúa því ekki, að til
sjeu spádómar, sem hafi rætst. Vantrú þeirra haggar samt
ekki sannreyndum sögunnar, hvorki í fortíð eða nútíð. Það
skulu þeir fá að sjá, sem lesa þessar greinir.
Vjer skulum þá halda til Austurlanda og á slóðir þser,
þar sem frásagnir biblíunnar gerðust og gerast.
Spádómar um Týrus og Sídon.
Við austanvert Miðjarðarhaf, rjett fyrir norðan Gyð'
ingaland, voru stórborgir tvær í fornöld. Hjet önnur þeirra
Týrus, en hin Sídon. Þær voru báðar verslunarborgir. Þo
var Týrus miklu voldugri og auðugri en Sídon. í henni voru
„kaupmennimir höfðingjar og verslunarmennirnir tignustu