Norðurljósið - 01.01.1945, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ
5
Þetta er glögg mynd af trausti því, er vjer þurf-
um að sýna Drotni Jesú Kristi, sem býður oss far
með sjer til Föðurins. Dauðinn, hin rjettu laun
syndarinnar, nálgast. Vjer verðum að finna ein-
hverja leið til undankomu. Sumum finst, ef til vill,
hjálpræði hans lítilfjörlegt. Það er „Gyðingum
hneyksli og heiðingjum heimska". En „oss, sem
hólpnir verðum, er það kraftur Guðs.“ í raun og
sannleika er hann hinn eini, sem er fær um að
Jbjarga oss.
Hvort af tvennu vilt þú ákveða: að mæta hin-
um vissu afleiðingum syndarinnar, eða fela þig
honum með vitund og vilja og láta hann flytja þig
til frelsis og farsældar?
Auði stóllinn.
Kunnur trúboði, sem vjer skulum kalla hr. G„
var í heimsókn hjá gömlum vinum sínum í borg á
Vestur-Englandi. Þegar setst var að borðum, tók
hann eftir því, að einn stóll var auður. Hnífapörin
á borðinu hjá stólnum sýndu, að von væri á öðr-
um gesti. Þegar enginn kom, spurði hann frúna, á
hverjum væri von í þetta sæti.
Húsfreyjan sagði honum þá frá því, að hinn
elskaði sonur hennar, Tómas, hefði yfirgefið heim-
ilið fyrir þremur árum og hefði ekki skrifað svo
mikið sem eitt brjef heim allan þennan tíma. En
það hefði frjetst, að hann lifði kærulausu, guðlausu
lífemi.
Dag eftir dag var beðið fyrir honum, og aldrei
settust menn til borðs, án þess að lagt væri á borð
handa honum. Rúmið hans stóð altaf uppbúið
hvenær sem hann kæmi, hvort sem það væri að
nóttu eða degi. Alt var gert til að bjóða hann vel-
kominn, þegar hann kæmi.
Það vildi svo til, meðan G. var þar staddur, að
brjef kom frá hjúkrunarkonu í sjúkrahúsi einu
langt í burtu, og tilkynti hún, að Tómas lægi þar
hættulega veikur. En það var tekið fram, að móðir
hans mætti ekki heimsækja hann fyrst um sinn,
því að geðshræringin, sem af heimsókninni gæti
stafað, mundi hafa alvarlegar afleiðingar.
G. sagði konunni, að hann mundi þurfa að vera
í borginni, þar sem sjúkrahúsið var, eftir nokkra
daga. Hún grátbændi hann að finna drenginn sinn
og reyna að leiða hann til Krists.
Nokkrum dögum seinna gekk G. í sjúkrahúsið
til að finna Tómas. Hann sagði honum frá því, að
'hann hefði nýlega gist hjá móður hans.
„Talaði hún nokkuð um mig?“ spurði Tómas
ákafur. *
„Já, það gerði hún sannarlega,“ svaraði G.
„Elskar hún mig enn þá?“ spurði hann angistar-
fullur.
„Já, hún elskar þig enn. Þegar jeg settist að
borði, sá jeg disk, hníf og gaffal, sem voru ætluð
þjer, ef þú kæmir. Auður stóll var þar, sem enginn
mátti nota, því að hann beið eftir þjer.“
Við það hvarf öll andstaða gegn heimilinu úr
hjarta unga mannsins. Hin óbilandi ást móðurinn-
ar hafði unnið hjarta hans. Hann hrópaði: „Jeg
ætla að hverfa heim sem allra fyrst!“
Honum fór fljótt að batna, og undir eins og
hann var orðinn ferðafær, flýtti hann sjer heim til
móður sinnar. En hann kom ekki einungis heim
til hennar, heldur og til Guðs síns, sem hafði líka
verið að bíða eftir honum með kærleika.
Tómas varð síðar meir áhugasamur starfsmaður
í víngarði Drottins, og það má nærri geta, með
hve mikilli gleði móðir hans sá hinn dýrðlega
árangur bæna sinna og þolinmæði.
Vinur, það er ef til vill ekki autt sæti geymt
handa þjer á gamla heimilinu þínu, en það er
áreiðanlega rúm í föðurhjarta Guðs handa þjer.
Faðir týnda sonarins í dæmisögunni geymdi hina
bestu skikkju og hringinn, þangað til sonurinn
loksins kom heim.
„Elskar hann mig enn þá?“ spyr þú. Já, hann
elskar þig og vill, að þú takir þig upp, gartgir á
tund harts og sættist við hann.
Autt sæti er við borð Drottins, ætlað þjer. Hví
hverfur þú ekki til hans af öllu hjarta, svo að þú
getir fylt það sæti?
„Júdas er dauður!"
Þetta var fyrirsögn á grein í Bandaríkjablaði
fyrir stuttu. Hún flutti fregn um dauða geithafurs,
sem kallaður var „Júdas“ og var notaður í slátur-
húsi í Fort Worth í Texas-fylki.
Sagt er, að Júdas hafi leitt fjóra og hálfa
miljón sauða til slátrunar þau sjö ár, sem hann var
þar. Honum hafði verið kent, hvemig hann ætti að
fara að til þess að lokka sauðina til slátrunarstað-
arins. Dauði hafursins varð með þeim hætti, að
höggormur beit hann í bringuna.
Blaðamaður einn skrifaði um þetta í kristilegu
blaði og benti á, að það hæfði þessum Júdasi, að
bíða bana af höggormsbiti, því að hinn uppruna-
legi Júdas, sem sagt er frá í guðspjöllunum, mætti
sínum andlega dauða af sömu orsök. Satan heitir
hinn gamli höggormur, og það var hann, sem fylti
hjarta Júdasar Ískaríots og gerði hann að svikara.
Blaðamaðurinn benti á, að allir, sem beita svik-
um og leiða aðra út í synd og dauða, munu líka
falla fyrir biti þessa höggorms.
Hve margir ganga á undan öðmm með vondu
eftirdæmi, eins og „Júdas“ gekk á undan sauðun-
um, og leiða þá til glötunar! Þeir, sem kenna börn-
um með eftirdæmi sínu að blóta, ljúga, stela og
svíkja, em allir „Júdasar" og munu hreppa hinn
sama dóm að lokum.