Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1945, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.01.1945, Blaðsíða 3
NORÐURLJ ÓSIÐ 3 menn á jörðu.“ (Jes. 23. 8.). Allar þjóðir umhverfis Týrus skiptu við hana, og kaupskipafloti hennar sigldi um höfin, jafnvel suður um Afríku til vesturstrandar Indlands, halda sumir fræðimenn. Auður hennar og völd stóðu föstum fót- um, framtíð hennar virtist björt sem heiður himinn um ald- ur og æfi. Velgengni allri fylgja nokkrar hættur. Andvaraleysi og hroki eru þeirra verstar. Þeim, er kemst á vald þeirra, er bráður háski búinn. Það fjekk Týrus að reyna. Skýflóka dró upp í austri. I borginni Babel reis upp voldugur konung- ur, Nebúkadnesar að nafni. Athafnamaður með afbrigðum var hann, sigursæll og drotnunargjam. ísraelsland, ná- grannaríki Týrusar, varð skattland hans. Hann setti konung yfir það, og gaf honum nafnið Zedekía. (II. Kon. 24. 17.). Þegar Zedekía tók við ríki, gerði Týms, ásamt fleiri ná- grannaríkjum, sendimenn á fund hans. Meðan þeir dvöldu í Jerúsalem, kom maður einn á fund þeirra. Hann hjet Jeremía og var spámaður Drottins. Hann kom með boð- skap frá Guði, og skyldu þeir flytja hann konungum sínum, er þeir kæmu heim. Boðskapurinn var á þessa leið: „Svo sagði Drottinn hersveitanna, Israels Guð: Svo skul- uð þjer segja við herra yðar: Jeg hefi gert jörðina og menn- ina og skepnumar, sem á jörðinni em, með mínum mikla mætti og útrjetta armlegg, og jeg gef þetta þeim, er mjer þóknast. Og nú gef jeg öll þessi lönd á vald Nebúkadnesars Babel-konungs, þjóns mins; jafnvel dýr merkurinnar gef jeg honum, til þess að þau þjóni honum. Og allar þjóðir skulu þjóna honum og syni hans og sonarsyni hans, þar til er einnig tími hans lands kemur og voldugar þjóðir og miklir konungar gera hann að þræli sínum. Og sú þjóð og það kon- ungsríki, sem ekki vill þjóna honum, Nebúkadnesar Babel- konungi, og ekki beygja háls sinn undir ok Babel-konungs — þeirrar þjóðar mun jeg vitja með sverði, hungri og drep- sótt, segir Drottinn, uns jeg hefi gereytt þeim fyrir hans hendi. Og hlýðið ekki á spámenn yðar nje spásagnamenn, nje drauma yðar, nje á galdramenn yðar nje töframenn, þá er þeir mæla til yðar á þessa leið: Þjer munuð ekki þjóna Babel-konungi. Því að þeir boða yður lygar til þess að flæma yður úr landi yðar, svo að jeg reki yður burt og þjer farist. En þá þjóð, sem beygir háls sinn undir ok Babel- konungs og þjónar honum, hana vil jeg lóta vera kyrra í landi sínu — segir Drottinn — til þess að hún yrki það og byggi.“ (Jer. 27. 4.-11.). Týrus-konungur hlýddi ekki þessum boðskap, sem Drott- inn sendi honum. Sagan sýnir það. Zedekía, konungur í Júda, hlýðnaðist ekki heldur. Hann rauf eiða sína við Babel-konung og gerði uppreist gegn honum. Nebúkadnesar kom því aftur, lagði Jerúsalem í eyði og herleiddi Júda til Babel. Týrus hefði mátt læra af þessu, að Drottinn heldur orð sin og lætur þau rætast. Hún gerði það samt ekki, held- ur fagnaði yfir því, að Jerúsalem væri fallin og ekki framar keppinautur hennar. Þá sendi Drottinn nýjan boðskap gegn henni, og er upp- haf spádómsins á þessa leið: „Manns-son, af því að Týrus hlakkaði yfir Jerúsalem: Nú er þjóðahliðið brotið upp, hefir opnast að mjer; nú vil jeg fylla mig, er hún er komin í auðn! — fyrir því segir herr- ann Drottinn svo: Sjá, jeg skal finna þig, Týrus, jeg skal leiða í móti þjer margar þjóðir, eins og þegar hafið lætur öldur sínar að streyma. Þær skulu brjóta niður múra Týr- usar og rífa niður turna hennar, og jeg mun sjálfur sópa burt öllum jarðvegi af henni og gjöra hana að berum kletti. Hún skal verða að þerrireit fyrir fiskinet úti í hafinu, því að jeg hefi talað það, segir herrann Drottinn, og hún skal verða þjóðunum að herfangi. En dætur hennar, sem eru á landi, skulu drepnar verða með sverði, til þess að þær við- urkenni, að jeg er Drotfinn. Því að svo segir herrann Drott- inn: Sjá, jeg leiði Nebúkadnesar Babel-konung, konung konunganna, gegn Týrus úr norðri, með hestum, vögnum, riddurum og mannsöfnuði margra þjóða. Hann mun drepa dætur þínar á landi með sverði, hlaða víggarða gegn þjer, hleypa upp jarðhrygg gegn þjer og reisa skjöldu í móti þjer. Og hann mun hleypa víghrút sínum á múra þína og rífa niður turna þína með járntólum sínum. Af mergð hesta hans munt þú hulin verða jóreyk, og múrar þínir munu gnötra af gný riddaranna, hjólanna og vagnanna, þegar hann fer inn um borgarhlið þín, eins og þegar farið er inn í hertekna borg. Með hófum hesta sinna mun hann troða sundur öll stræti þín; lýð þinn mun hann brytja niður með sverði, og þínar voldugu súlur munu hrapa til jarðar. Og þeir munu ræna auð þínum og hrifsa burt kaupeyri þinn, brjóta niður borgarveggi þína, rífa niður þín dýrlegu hús og varpa á sjó út húsagrjótinu, viðunum og rofinu. Jeg skal lægja klið ljóða þinna, og hljómur harpna þinna skal ekki framar heyrast. Og jeg skal gera þig að berum kletti; þú skalt verða að þerrireit fyrir fiskinet; þú skalt aldrei fram- ar endurreist verða, því að jeg, Drottinn, hefi talað það, segir herrann Drottinn.“ (Esekíel 26. 2.-14.). Rúmið leyfir ekki, að meira sje ritað upp hjer af spá- dómnum, enda getur hver, sem vill hafa fyrir því, lesið hann í biblíunni. Þess var skamt að bíða, að spádómur þessi tæki að ræt- ast. Nebúkadnesar kom með her sinn og settist um Týrus. Auðunnin var hún þó ekki. Hún stóð á nesi og varð eigi sótt nema landmegin, því að Nebúkadnesar hafði engan flota sjer til aðstoðar. Hins vegar fluttu kaupför hennar nægan forða heim. Smátt og smátt vann þó umsátursherinn á, og eftir þrettán óra stríð fjell borgin honum í hendur. En þá greip hann í tómt að kalla mátti. Borgarbúar margir voru flúnir til eyjar, sem var um 800 metra frá landi. Auð- æfin tóku þeir með sjer. Herinn varð að láta sjer nægja að rífa niður húsin og borgarveggina. En rústirnar stóðu eftir. Húsagrjótinu, rofinu og viðunum var ekki varpað út á sæ, eins og spáð hafði verið. Var spádómurinn ómerkur orðinn að þessu leyti? „Jeg vaki yfir orði mínu til þess að framkvæma það,“ sagði Drottinn við Jeremía (Jer. 1. 12.). Það gerði hann hjer einnig. Ný borg reis upp í eynni, en gamla borgin var ekki reist af nýju. Týrus varð aftur auðug og voldug og virtist alveg óvinnandi. Árin streymdu hjá og urðu að öldum. Tvær aldir liðu og hálf betur. Enn þá ljet Guð ekki orð sín rætast. Hvað munu þeir hafa sagt í þó daga, vantrúarmennirnir, sem spádóm- inn þektu og sáu rústimar? Við vitum, hvað þeir segja nú. Þeir kalla það aðeins heppilega tilviljun, að spádómur ræt- ist, og svo mun hafa verið áður fyr. Tíminn kom þó um síðir, þegar hann, sem vakir yfir orði sínu, framkvæmdi það, er hann hafði sagt um Týrus. Kon- ungur kom frá Grikklandi, Alexander að nafni og auknefnd- ur síðar: hinn mikli. Hann lagði undir sig lönd í Vestur- Asíu og kom í grend við Týrus. Sendiboðar þaðan flýttu sjer á fund hans. Hann tók þeim vel, en alt í einu bar hann fram þá ósk, að hann mætti koma og færa fórnir í borg þeirra. Þeir skildu fullvel, hvað hann átti við. Hann vildi, að Týrus gæfist upp og gengi til hlýðni við hann. Þetta vildu borgarmenn ekki og kusu heldur ófrið. Alexander sveiflaði herskörum sínum til strandar og bjóst til að ráðast

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.