Norðurljósið - 01.01.1945, Blaðsíða 8
8
NORÐURLJ ÓSIÐ
Þannig atvikaðist það, að Kim límdi nokkur
blöð úr Jóhannesar guðspjalli á veggina hjá sjer.
Enn liðu nokkur ár. Það rættist ekki úr fyrir
Kim. Hann varð jafnvel fátækari. Þá lagðist hann
í rúmið. Bæði var hann orðinn veikur vegna nær-
ingarskorts, og áhyggjumar reyndust honum of-
urefli. Hann gafst upp og lá lengi nær dauða en
lífi.
Honum var samt ætlað líf, því að smám saman
batnaði honum. Einn dag, meðan hann var að
safna kröftum aftur, lá hann í rúmi sínu og hugsaði
um alt, sem hann hafði mist. Hann leit um kring í
herberginu og tók eftir, hvernig hann hafði þurft
að líma yfir götin á veggfóðrinu.
Þá fór harm í fyrsta sinn að lesa orðin, sem
stóðu á sneplunum, sem hann hafði límt á vegg-
inn. Ein blaðsíða var límd rjett við höfðalagið, og
hann gat vel lesið orðin. Þar stóð:
„Sá, sem Guð hefir sent, talar orð Guðs, því að
ómælt gefur hann Andann. Faðirinn elskar soninn
og hefir falið honum alt á hendur. Sá, sem trúir á
soninn, hefir eilíft líf; en sá, sem óhlýðnast synin-
um, skal ekki1 sjá lífið, heldur varir reiði Guðs yfir
honum.“
Þessi orð eru í Jóhannesar guðspjalli 3. kap. 34.-
36. versi. En Kim vissi ekki, hvaðan þau voru.
Hann hafði aldrei heyrt um nýja testamentið.
Hvað var þetta: „eilíft líf“? Það væri gott að vita
meira um það! Og hver var þessi „sonur“, sem
menn áttu að trúa á til þess að öðlast þetta eilífa
líf? Og þetta um „reiði Guðs“, — hann yrði að
forðast hana, ef hægt væri. Getur þetta alt verið
satt? Aftur og aftur las hann orðin. Hann gat ekki
gleymt þeim. Hann ásetti sjer, að hann skyldi
grenslast eftir því, hvaðan þessi kenning væri kom-
in, og reyna að fá meiri upplýsingar um hana.
Nokkrum mánuðum seinna, þegar Kim var orð-
inn ferðafær, fór hann til kristniboðsstöðvar, þar
sem kærleiksríkir menn skýrðu fyrir honum, að
Guð hefði sent son sinn í heiminn til að frelsa
synduga menn, og að hann mundi fá þetta eilífa líf,
ef hann tryði af hjarta á hann og gerðist lærisveinn
hans. Það var eins og sólargeislar skinu inn í hið
þreytta hjarta hans. Hann vildi heyra meira um
þann, sem var svo fátækur hjer, að hann átti
hvergi höfði sínu að að halla, en auðgaði þó alla þá,
sem komu til hans í trú.
Nú er Kim ekki lengur bláfátækur. Guð hefir
snúið við högum hans, þó að hann sje ekki eins
ríkur og hann var áður. En hann gleðst yfir því að
hafa eignast hinn órannsakanlega ríkdóm Krists,
sem hann veitir öllum þeim, er leita hans.
Meðal eigna Kims eru nokkur rifin, óhrein blöð,
sem hann telur hið dýrmætasta á þessari jörðu.
Það eru blöðin úr Jóhannesar guðspjalli, sem urðu
til að leiða hann inn í hið „undursamlega ljós“
Guðs. Þau voru einu sinni í bók, sem lá á hillu hjá
honum, sem hann áleit ómerkilegasta allra bóka
sinna. En nú eru þau honum dýrmætari en allar
bækumar, sem hann hefir nokkumtíma eignast!
Kórónan og hengingarólin!
Af síðasta keisara Frakklands, Napóleon III.,
fóru margar sögur. Eina þeirra sagði Viktoría
Bretadrotning. Hún er á þessa leið:
Þegar krýningarathöfn keisarans fór fram í Par-
ísarborg, vom götumar allar skreyttar með flögg-
um, eins og tíðkast við slík tækifæri. Á einum
stað höfðu menn sett slá þvert yfir götuna, hátt
uppi. Frá henni hjekk ól, sem kóróna mikil var
fest við. Á slána var letrað með stómm stöfum:
„ÞETTA VERÐSKULDAR HANN!“
Það var töluvert hvasst þennan dag, enda tókst
svo illa til, rjett áður en skrúðfylkingin ók framhjá,
að kórónan losnaði frá ólinni og datt niður. En ólin
hjekk þar eftir sem áður, og er keisarinn og fylgd-
arlið hans leit upp, sáu allir ólina og orðin: „Þetta
verðskuldar hann!“
Hjer skal ekki dæmt um, hvort þetta hafi verið
tilviljun, eða hvort æðri hönd hafi hagað þessu
svo, eins og þegar Daníel spámaður benti öðmm
keisara forðum á verðskuldaðan dóm (í höll Bel-
sazars Babelkonungs, Dan. 5. kap.). En mig lang-
ar til að benda mönnum á það, að vjer þurfum allir
að velja milli aftökuólar og kórónu, þó að vjer sje-
um ekki keisarar eða konungar.
Hinn frægi dr. Doddridge sagði ei'nu sinni, er
hann sá lögregluvagn á leiðinni til aftökustaðarihs
með dauðadæmdan glæpamann: „Þarna færi dr.
Doddridge, hefði Guðs náð ekki komið til!“ Hann
átti við það, að hefði hann ekki fundið náð við
kross Drottins Jesú Krists, hefði hann sjálfur verið
fyri'rdæmdur, því að „allir hafa syndgað og skortir
Guðs dýrð“ (Róm. 3. 23.). Með öðmm orðum:
„Þetta verðskulda jeg!“
En Guð hefir náðarsamlega boðið oss — ekki
refsingu, heldur kórónu, kórónu lífsins!
Sá, sem verðskuldaði kórónuna, var leiddur
burtu til aftökustaðarins og leið dauða á krossi í
staðinn fyriri oss. „Nú er engin fyrirdæming fyrir
þá, sem em í Kristi Jesú,“ (Róm. 8. 1.). Hegning
kom niður á honum, en kórónan er boðin oss.
Hver vill þiggja hana? Hver maður verður í
raun og sannleika að velja milli kórónunnar og
refsingarinnar, sem syndir hans hafa verðskuldað.
Afstaða vor til Jesú Krists, sonar Guðs, sem dó á
aftökustaðnum á Golgata, mun sýna, hvort þessara
tveggja vjer höfum valið oss að eilífu hlutskipti.
NORÐURL JÓSIÐ kemur út annan hvom mánuð-
48 blaðsíður á ári. Argangurinn kostar 2 kr. og greiðist fyr-
irfram. Verð í Vesturheimi, 50 cents.
Ritstjóri og útgefandi: ARTHUR GOOK, Akureyri.
Akureyri. Prentverk Odds Björnssonar. 1945.