Norðurljósið - 01.01.1945, Blaðsíða 6
6
NORÐURLJÓSIÐ
MOLAR FRÁ BORÐI MEISTARANS.
(Greinir fyrir trúaða).
EILÍFT HJÁLPRÆÐI.
Eftir S. G. J.
Innéangur.
Eitt af þeim málum, sem trúaðir menn hafa
skiptar skoðanir um, er það, hvort Guðs böm
geti glatast. Sumir kenna og trúa, að maður, end-
urfæddur af orði Guðs og Anda, geti fallið frá
Guði og glatast að lokum. Skoðun þessi leiðir af
sjer ótta og sviftir menn ömggri vissu um eilífa
sælu að lokum.
Aðrir hafa þá trú, að sjerhver sá maður, sem í
raun og vem hefir endurfæðst, geti ekki glatast
upp frá því. Eilífa lífið geti sá maður aldrei mist,
sem hefir öðlast það. í>eir gleðjast yfir fullvissu
sinni og þakka Guði fyrir, að þeir eigi eilíft líf NÚ.
Sá, sem ritar þetta, átti eitt sinn heima í fyrri
flokknum, en hann er þar ekki lengur. Nú er hann
snúinn við og vill því styrkja bræður sína, svo að
þeir í þessu efni sem öðmm mættu „öðlast ger-
valla auðlegð þeirrar sannfæringar, sem byggist á
skilningi.“ (Kól. 2. 2.).
í þessu máli, sem í öðmm andlegum efnum,
verðum vjer, Guðs börn, að muna eftir því, að
vjer höfum oss nálægan mikinn kennara. Andi
Guðs dvelur hjá oss og býr í oss (Jóh. 14. 17.).
Hann er oss veittur, „til þess að vjer skulum vita,
hvað oss er af Guði gefiö.“ (I. Kor. 2. 12.). „Og
þetta skrifum vjer, til þess að fögnuður yðar geti
orðið fullkominn,“ er „þjer vitið, að þjer hafið ei-
líft líf“ (I. Jóh. 1.4.; 5. 13.).
I.
„HJÁLPRÆÐIÐ HEYRIR TIL GUÐI VOR-
UM OG LAMBINU." (Opinb. 7. 10.).
1. Kristur er fyrir oss dáinn.
Líta má á andleg mál frá tvennu sjónarmiði.
Annað þeirra er sjónarmið Guðs, hitt er sjónarmið
manna. Sjónarmið Guðs er ávalt rjett, eins og rit-
að er: „Guð skal reynast sannorður, þótt sjerhver
maður reyndist lygari.“ (Róm. 2. 4.). Mat vort á
sjálfum oss, ástandi vom frammi fyrir Guði og í
sjerhverju öðm efni er því aðeins rjett, að vjer
skoðum alla hluti frá sjónarmiði Guðs. Ef vjer
reynum ávalt að finna, hvernig Guð lítur á eitt-
hvert mál, þá getur dómur vor orðið samhljóða
dómi Guðs.
„Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á
hjartað,“ sagði Drottinn við Samúel. (I. Sam. 16.
7.). Hvernig er þá hjarta mannsins? Á dögunum á
undan Flóðinu mikla, sá Guð, „að ilska mannsins
var mikil á jörðunni, og að allar hugrenningar
hjarta hans vom ekki annað en ilska alla daga.“
(I. Mós. 6. 5.). Á dögum Jeremía sagði hannr
„Svikult er hjartað fremur öllu öðm og spilt er
það; hver þekkir það? Jeg, Drottinn, er sá, sem
rannsaka hjartað.“ (Jer. 17. 9.-10.). Og Drottinn
Jesús Kristur sagði: „Það, sem út fer af mannin-
um, það saurgar manninn. Því að innan að, fráj
hjarta mannanna, koma hinar illu hugsanir, frillu-
lífi, þjófnaður, morð, hórdómur, illmenska, svik,
munaðarlífi, öfund, lastmæli, hroki, fáviska; alt
þetta illa kemur innan að og saurgar manninn.“
(Mark. 7. 21.-23.).
Rjettlætisdómur Guðs yfir mönnunum er sá,
að þeir, sem syndir fremja, em dauðasekir. (Róm.
1. 28.). Þannig lítur Quð á syndina og syndugt
eðli mannsins. Eigum vjer þá að líta öðmm aug-
um á sjálfa oss en Guð gerir? Munum vjer vera
vitrari og auðugri af kærleika en hann? Hvað
getum vjer gert annað en kannast við, að lýsingin
sje sönn og dómurinn rjettlátur?
Vjer eigum hegningu skilið fyrir afbrot vor og
syndir, en „Guð elskaði svo heiminn, að hann gaf
einkason sinn, til þess að hver, sem á hann trúir,
glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3. 16.).
„Vegna misgerða vorra var hann framseldur.“
(Róm. 4. 25.). „Hegningin, sem vjer höfðum til
unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar
urðum vjer heilbrigðir.“ (Jes. 53. 5.). „Því að
meðan vjer enn vomm óstyrkir, dó Kristur á til-
teknum tíma fyrir óguðlega.“ (Róm. 5. 6.). „í hon-
um eigum vjer endurlausnina fyrir hans blóð, fyr-
irgefningu afbrotanna.“ (Efes. 1. 7.). „Hann bar
sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á trjeð, til
þess að vjer skyldum, dánir frá syndunum, lifa
rjettlætinu. Fyrir hans benjar voruð þjer lækn-
aðir.“ (I. Pjet. 2. 24.).
„Hann fyrirgaf oss öll afbrotin, er hann afmáði
skuldabrjefið á móti oss með ákvæðum þess, það
sem stóð í gegn oss, og hann tók það burt með þvt
að negla það á krossinn.“ (Kól. 2. 13.-14.). „Einn
er dáinn fyrir alla, þá em þeir allir dánir, og hann
er dáinn fyrir alla, til þess að þeir, sem lifa, lifi ekki
framar sjálfum sjer, heldur honum, sem fyrir þá er
dáinn og upprisinn.“ (II. Kor. 5. 15.).
Vjer sjáum af öllum þessum ritningargreinum
og fjöldamörgum öðrum, að hegning sú, sem vjer
höfðum unnið til, var lögð á Krist, og að dauða-
dómur sá, sem hefði átt að koma niður á oss, kom
niður á Kristi. Vjer megum því vita með óskeik-
ulli vissu, að hann bar alla hegninguna og þoldi
alla refsinguna, sem oss bar að taka út, er hann do
í vom stað. En af því leiðir aftur, að rjettlæti Guðs
er fullnægt, svo að Guð getur verið*rjettlátur og
rjettlætt þann, sem trúir á Jesúm. (Róm. 3. 25.-
26.). Lögmál Guðs getur enga kröfu gert framar a
hendur þeim, sem Guð hefir rjettlætt fyrir trú a
Jesúm Krist. (Framh.).