Norðurljósið - 01.01.1945, Blaðsíða 4
4 NORÐURLJÓSIÐ
á Týrus. En þá var „vík á milli vina“, því að sundið var í
milli Týrusar og hans.
Alexander var fljótur að sjá, hvað gera skyldi. Það var
að gera garð fram í eyna. Herinn tók þegar til starfa. Efnið
var nálægt og handhægt, þar sem rústir hinnar gömlu borg-
ar voru. Hann ljet „varpa á sjó út húsagrjótinu, viðunum
og rofinu". Hann ljet „sópa burt öllum jarðveg“, alveg eins
og Drottinn hafði sagt. Garðinn gerði hann, og borgina
vann hann.
Var það „heppileg tilviljun ein“, sem stjórnaði komu
Alexanders mikla? Var það „heppileg tilviljun“ ein, að
spádómar þessir rættust svona bókstaflega?
Því fer fjarri. Hver hugsandi maður hlýtur að taka eftir
því, að Guð kvað upp þann dóm yfir Týrus, að hún skyldi
aldrei endurreist verða og að hún skyldi verða að þerrireit
iyrir íiskinet.
Ef lesandinn skyldi geta brugðið sjer austur til Týrusar,
eins og sumir lesendur spádómsins hafa gert, þá getur hann
leitað, en én minsta árangurs, að endurreistri Týrus-borg.
Aldan gnauðar við beran klettinn, þar sem ómaði Ijóða-
kliður og harpna hljómur í borginni horfnu. Sólin skín í
heiði, en ekki á stræti og torg. Auður og einmana kletturinn
hitnar af geislunum. Fiskimennimir koma og breiða net sín
á hann. Ljósmyndir hafa teknar verið af þeim við það
starf.* Orð Drottins rættust og eru að rætast enn í dag.
------------ (Framhald).
* Ein slík mynd er hjer í skrifstofu „Norðurljóssins".
Frábæpt flugafpek*
Margt hefir verið gert nú í stríðinu, sem áður
hefir ekki þekst. Með hinu frækilegasta, sem sög-
ur fara af, er afrek yfir-liðþjálfans H. M. Hayes, í
Bandaríkjahernum, þegar hann, sem aldrei hafði
stýrt flugvjel áður, flaug gömlum flugvjelargarmi
með 18 farþegum í frá eynni Java til Ástralíu,
2100 km.
Þegar japanski herinn lenti á Java, varð hinn
litli Bandaríkjaher að hverfa þaðan. En Hayes og
18 aðrir urðu eftir. Voru nokkrir breskir og holl-
enskir herforingjar meðal þeirra og nokkrar kon-
ur og böm.
Þau vora stödd nokkuð langt frá staðnum, þar
sem Japanir höfðu gert innrásina, en þau vissu, að
þeir mundu innan skamms koma og handtaka þau.
Hayes var hugaður maður og ætlaði ekki að gefast
upp án þess að gera tilraun til að komast undan.
Hann var líka trúmaður og fól sig og fjelaga sína
í hendur Guðs.
Hann flýtti sjer til flugvallarins, sem Banda-
ríkjaherinn hafði yfirgefið. Þar voru fjórar flug-
vjelar, sem Bandaríkja-flugherinn hafði notað.
Þær voru meir eða minna skemdar, og allar ónot-
hæfar. Ein var „B. 18“ tegund, hinar voru „Fljúg-
andi virki“. Maður, sem hjet Murson, var með
þeim, og hafði hann lært að fljúga litlum orrustu-
flugvjelum, og hjelt hann, að hann gæti flogið „B.
18“ vjelinni. Var það ráð tekið að gera við hana.
Eftir tveggja daga vi'nnu var flugvjelin tilbúin,
en þá rjeðust japanskar „Zeró“ flugvjelar á flug-
völlinn, og eyðilögðu hana gersamlega.
Nú voru góð ráð dýr, því að Murson treysti sjer
alls ekki að stjórna „Fljúgandi virki“, sem hann
þekti ekki neitt. Hayes athugaði samt skrokkana,
sem lágu á vellinum, og ákvarðaði að reyna að gera
eitt „Fljúgandi virki“ nothæft með því að nota
hluti úr hinum tveimur. Hann fjekk 60 Hollend-
inga, sem áttu þar heima, til að hjálpa sjer, og þeir
unnu dag og nótt til að koma flugvjelinni nokkum
veginn í lag. Eftir þrjá daga var búið að gera við
sjálfa hreyflana, en vængimir voru allir rifnir og
götóttir, og stjelið alveg ónýtt. Það tók tvo daga
enn að gera við skrokkinn.
Nú þurfti að ryðja mörgu úr flugvjelinni, til
þess að allir farþegarnir kæmust í hana. Sætin
þurftu að fara, gúmmí-bátarnir og fallhlífarnar
líka. Jafnvel radíó-tækjunum var fleygt.
Eitt kvöld, þegar dimma tók, kom Hayes öllu
fólkinu í flugvjelina, og hann lagði af stað. Allir
farþegarnir vissu, að Hayes hafði aldrei stjómað
flugvjel fyr á æfi sinni, en dugnaður hans, bjart-
sýni og trú höfðu þau áhrif á þá, að þeim fanst
betra að treysta honum en falla í hendur Japönum,
sem voru aðeins þrjá kílómetra frá þeim, er flug-
vjelin lagði til flugs.
Þeir vissu flestir ekki, að „Fljúgandi virki“ þarf
minst 3000 feta rennibraut til að hefja sig í loft
upp^ þegar það er tómt. En hjer var aðeins um
2800 feta braut að ræða, og flugvjelin mjög
hlaðin.
Einhvern veginn tókst Hayes að koma flug-
vjelinni á loft, og hún hjelt hálf-óstöðug í áttina til
Ástralíu. Landabrjef vantaði, svo að Hayes varð að
giska á, hvar Ástralía lá. Hann gat aldrei komist
eins hátt upp og þurfti, því að hreyflarnir vom svo
ófullkomnir og flugvjelin svo þung.
Samt tókst honum, þrátt fyrir alla erfiðleikana,
að lenda flugvjelinni á flugvelli í Ástralíu og skila
öllum farþegum heilum á húfi. Það má nærri geta,
hve þakklátir þeir voru allir þessum björgunar-
manni sínum. Sjálfur sagði Hayes: „Þetta var eig-
inlega ekki beinlínis hættulegt. Jeg hafði reyndar
gaman af því. Sjáið þjer til, jeg hafði beðið Guð að
stjórna þessu öllu fyrir mig.....Jeg býst við því,
að margt hafi verið gert í þessari styrjöld, sem
aldrei hefir verið leikið fyr. Röðih var víst komin
að mjer!“
Allar sannar hetjur eru auðmjúkar, og þessi
hugdjarfi maður eyddi öllum tilraunum að hrósa
honum fyrir afrek, sem kunnugir menn telja hafa
gengið kraftaverki næst.
Meira en lítið traust hljóta hinir átján farþegar
að hafa borið til Hayes, þar sem þetta var fyrsta
tilraun hans til að stjórna flugvjel, og vjelin var i
svo ófullkomnu ástandi. En þeir sýndu honum
þetta mikla traust með því að fela sig honum og
ganga upp í flugvjelina.