Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1948, Qupperneq 1

Norðurljósið - 01.01.1948, Qupperneq 1
XXX. arg. Janúar—Febrúar 1948. 1.-2. EIGNAKÖNNUNIN MIKLA. (Nýársræða, birt eftir áskorun.) Um þetta leyti hefir hugur allflestra landsmanna verið meir eða minna bundinn við eignakönnunina, sem er að fara fram, til þess að komist verði að því, hvað hver maður á í raun og veru. Menn verða að leggja inn alla gamla peninga sína og fá nýja í stað- inn. F.r þetta gert til þess að fá nákvæmara framtal, er að því kemur. Það er ekki nema eðlilegt, að oss kemur í hug, í þessu sambandi, hin mikla eignakönnun, sem Guð vor og skapari gerir, þegar hann lætur það koma í 1 jós, hve mikið vjer eigum af eilífum og andlegum verðmætum, og sú stund, er vjer verðunr að leggja inn alt, sem vjer eigum, ljúka reikningskap fyrir því öllu og fá algerlega nýjan gjaldeyri, — liimneskan gjaldeyri. Einkennilegt er það, hve mikill munur er á af- stöðu manna gagnvart þessari jarðnesku eignakönn- un og gagnvart hinni himnesku! Vitringurinn sagði: ,,Einn þykist ríkur, en á þó ekkert, annar læst vera fátækur, en á þó mikinn auð.“ (Orðskv. 13. 7.). Fyrri setningin mun sennilega eiga við þann, sem er að hugsa um sinn himneskci auð; síðari setningin við þann, sem telur fram hinar jarðnesku eignir sínar. Víst er um það, að menn beita alls konar brögðum til þess að gera lítið úr því, sem þeir eiga hjer á jörðu og þurfa að greiða skatt af, en aftur á móti láta ímyndunaraflið ráða mestu, er þeir telja fram sinn andlega auð. % Svolátandi boðskap flutti spámaðurinn Jeremíá frá Drotni: „Sá, sem aflar auðs og eigi með rjettu, er eins og akurhæna, sem liggur á eggjum, er hún eigi hefir orpið: á miðri æfinni verður hann að yfirgefa auðinn, og við æfilokin stendur hann sem heimsk- ingi.“ ýjerem. 17. 11.) Drottinn jesús sagði dæmisögu um slíkan heimsk- ingja. Hún er í 12. kapítula Lúkasar guðspjalls og hljóðar þannig: „Einu sinni var ríkur bóndi. Hann átti land, sem hafði borið rnikinn ávöxt; og hann hugsaði með ajer \NDS og sagði: ,Hvað á jeg nú að gera? Því að jeg hefi ekki rúm, þar sem jeg geti látið afurðir mínar.‘ Og hann sagði: ,Þetta skal jeg gera: rífa niður hlöður mínar og byggja aðrar stærri, og þar vil jeg safna öllu korni mínu og auðæfum saman. Og jeg skal segja við sálu mína: Sál mín, þú hefir mikil auðæfi, geymd til margra ára; hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð.‘ En Guð sagði við hann: .Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þjer heimtuð, og hver fær þá það, sem |>ú hefir aflað?‘ Svo fer þeim, er safnar sjer fje, og ekki er ríkur hjá Guði.“ Sjáið, hve vel þetta á við það, sem stendur í Orðs- kviðunum. Það sjest, að þetta eru ævarandi sann- indi, og gilda þau frá kyni til kyns. Það er ekki sagt, að ríki maðurinn hafi aflað sjer auðæfanna á óleyfilegan hátt, heldur að land hans hafi borið mikinn ávöxt. En það var villa hans, að hann reyndi að telja sjer trú um, að sál hans gæti etið afurðirnar í hlöðunum! Því taldi Guð hann heimskingja. Hann þóttist ríkur, en átti þó ekkert, þegar að eignakönnuninni miklu kom og hann varð að hafa skipti á jarðneskum og himneskum eignum. Það var annar ríkur maður, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. Það varpaði engum skugga á fögnuð hans að vita, að fátæklingurinn, Lazarus, lá við dyr hans fársjúkur og fjekk enga hjúkrun aðra en þá, sem flækings- hundar veittu. ýLúk. 16. 19.—31.) En þegar þeir dóu báðir, Lazarus af skorti en ríki maðurinn sennilega af ofáti, þá leiddi eignakönnun Guðs í ljós, hvor þeirra var ríkur og hvor fátækur. Lazarus, í fátækt sinni, hafði verið ríkur að andlegum auði, og hann var „huggaður". En hinn „hóf upp augu sín í helju, þar sem hann var í kvölum“. Svo fátækur var hann, að hann þráði einn vatnsdropa og gat ekki fengið hann! Skýring á þessu fæst í I. Tím. 6. 7.: „Ekkert höf- --um vjer inn í heiminn flutt, ekki getum vjer heldur landsbókagaf;! J\ i i

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.